„Þetta er bara komið til að vera“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 12. desember 2024 23:27 Sara Dögg Svanhildardóttir, sérfræðingur í atvinnutækifærum fatlaðs fólks sem hannaði og undirbjó námslínuna. vísir/bjarni Nemendur með þroskahömlun og annars konar fötlun útskrifuðust úr splunkunýju námi í dag frá ellefu símenntunarmiðstöðvum um allt land. Nemendur sem ræddu við fréttastofu segjast hafa lært mikið og námið hafa verið skemmtilegt. Nokkrir eru þegar búnir að fá atvinnuviðtöl og -tilboð. Fréttastofa greindi frá því í byrjun september að nýtt nám fyrir fólk með þroskahömlun og aðrar fatlanir hafi litið dagsins ljós undir nafninu: Færniþjálfun á vinnumarkaði. Ráðist var í verkefnið til að auka atvinnuþátttöku fólks með mismikla starfsgetu en námið býður upp á starfsþjálfun og fræðslu. Nemendur sem fréttastofa ræddi við á þeim tíma voru vongóðir um að fá vinnu að námi loknu. Ætlar að hafa það huggulegt og finna vinnu Núna er fyrsta misseri þessa nýja náms lokið en hvernig gekk nemendum? Við töluðum við nokkra nemendur sem voru að útskrifast í dag. Hin 22 ára Anna Björk Elkjær Emilsdóttir útskriftarnemi kunni einkar vel við sig í náminu. „Þetta var bara mjög gaman. Þetta var mjög skemmtilegt nám og ég lærði mikið af þessu. Hvað ætlarðu að gera núna þegar að námið er búið? „Hafa það huggulegt og reyna finna vinnu.“ Ertu búin að sækja um einhvers staðar? „Já og ég fékk viðtal, það var á þriðjudaginn og ég er að bíða eftir því að þau heyra til baka.“ Anna Björk Elkjær Emilsdóttir útskriftarnemi.vísir/bjarni Mælir með náminu sem sé þroskandi Erla Kristín Pétursdóttir útskriftarnemi segir námið hafa gengið vel. Hún hafi lært ýmislegt nýtt og eignast nýja vini. „Ég er búin að benda nokkrum sem ég þekki á þetta nám og þau eru bara: Hvar get ég sótt um þetta?“ Svo þú mælir með þessu? „Algjörlega, þetta er mjög gott námskeiði og mjög þroskandi.“ Erla Kristín Pétursdóttir útskriftarnemi.vísir/bjarni Komið til að vera Vinnumálastofnun stendur fyrir verkefninu ásamt Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og Fjölmennt, en um 70 nemendur á ellefu stöðum á landinu útskrifast nú úr náminu sem fór fram fram í símenntunarmiðstöðvum og stofnunum víða um land. Sara Dögg Svanhildardóttir, sérfræðingur í atvinnutækifærum fatlaðs fólks sem hannaði og undirbjó námslínuna, segir útskriftina hafa mikla þýðingu. „Tækifærin sem þetta er að gefa, við heyrum að einstaklingar eru komnir með atvinnuviðtöl og tilboð og mögulega áframhaldandi nám hjá Mími, og þetta er bara svo stórkostlegt. Þetta er nákvæmlega það sem að markmiðið var. Að lyfta þessum hópi sem hefur fá tækifæri. Við förum af stað aftur eftir áramótin sem er bara mjög gleðilegt. Þetta er bara komið til að vera, Færni á vinnumarkaði.“ Sara Dögg Svanhildardóttir, sérfræðingur í atvinnutækifærum fatlaðs fólks sem hannaði og undirbjó námslínuna.vísir/bjarni Félagsmál Vinnumarkaður Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Sjá meira
Fréttastofa greindi frá því í byrjun september að nýtt nám fyrir fólk með þroskahömlun og aðrar fatlanir hafi litið dagsins ljós undir nafninu: Færniþjálfun á vinnumarkaði. Ráðist var í verkefnið til að auka atvinnuþátttöku fólks með mismikla starfsgetu en námið býður upp á starfsþjálfun og fræðslu. Nemendur sem fréttastofa ræddi við á þeim tíma voru vongóðir um að fá vinnu að námi loknu. Ætlar að hafa það huggulegt og finna vinnu Núna er fyrsta misseri þessa nýja náms lokið en hvernig gekk nemendum? Við töluðum við nokkra nemendur sem voru að útskrifast í dag. Hin 22 ára Anna Björk Elkjær Emilsdóttir útskriftarnemi kunni einkar vel við sig í náminu. „Þetta var bara mjög gaman. Þetta var mjög skemmtilegt nám og ég lærði mikið af þessu. Hvað ætlarðu að gera núna þegar að námið er búið? „Hafa það huggulegt og reyna finna vinnu.“ Ertu búin að sækja um einhvers staðar? „Já og ég fékk viðtal, það var á þriðjudaginn og ég er að bíða eftir því að þau heyra til baka.“ Anna Björk Elkjær Emilsdóttir útskriftarnemi.vísir/bjarni Mælir með náminu sem sé þroskandi Erla Kristín Pétursdóttir útskriftarnemi segir námið hafa gengið vel. Hún hafi lært ýmislegt nýtt og eignast nýja vini. „Ég er búin að benda nokkrum sem ég þekki á þetta nám og þau eru bara: Hvar get ég sótt um þetta?“ Svo þú mælir með þessu? „Algjörlega, þetta er mjög gott námskeiði og mjög þroskandi.“ Erla Kristín Pétursdóttir útskriftarnemi.vísir/bjarni Komið til að vera Vinnumálastofnun stendur fyrir verkefninu ásamt Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og Fjölmennt, en um 70 nemendur á ellefu stöðum á landinu útskrifast nú úr náminu sem fór fram fram í símenntunarmiðstöðvum og stofnunum víða um land. Sara Dögg Svanhildardóttir, sérfræðingur í atvinnutækifærum fatlaðs fólks sem hannaði og undirbjó námslínuna, segir útskriftina hafa mikla þýðingu. „Tækifærin sem þetta er að gefa, við heyrum að einstaklingar eru komnir með atvinnuviðtöl og tilboð og mögulega áframhaldandi nám hjá Mími, og þetta er bara svo stórkostlegt. Þetta er nákvæmlega það sem að markmiðið var. Að lyfta þessum hópi sem hefur fá tækifæri. Við förum af stað aftur eftir áramótin sem er bara mjög gleðilegt. Þetta er bara komið til að vera, Færni á vinnumarkaði.“ Sara Dögg Svanhildardóttir, sérfræðingur í atvinnutækifærum fatlaðs fólks sem hannaði og undirbjó námslínuna.vísir/bjarni
Félagsmál Vinnumarkaður Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Sjá meira