Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Valur Páll Eiríksson skrifar 11. desember 2024 14:32 Sædís Rún hafði miklu að fagna á sínu fyrsta ári í atvinnumennsku. Vísir/Stöð 2 Sædís Rún Heiðarsdóttir náði þeim merka áfanga að verða bæði Noregsmeistari og bikarmeistari með félagi sínu Vålerenga á hennar fyrsta ári með norska liðinu. Sædís er tvítug og uppalin í Ólafsvík en gekk í raðir Stjörnunnar árið 2020 þar sem hún lék í þrjú tímabil. Vålerenga var orðið meistari þegar þrjár umferðir voru eftir af norsku deildinni en liðið landaði svo bikarmeistaratitlinum í nóvember eftir 1-0 sigur á Rosenborg í úrslitum. „Tilfinningin er góð, það er ekki yfir neinu að kvarta,“ segir Sædís aðspurð um hvernig það sé að vera tvöfaldur meistari. En hvernig var tímabilið? „Heilt yfir mjög gott og kannski frekar stabílt. Það var ekki mikið um sveiflur hjá okkar liði. Það var kannski það sem gerði okkur kleift að vera komnar með þetta tiltölulega snemma í hendurnar. Ég held að það sé mjög jákvætt fyrir okkur og eitthvað sem við munum klárlega nýta okkur inn í næsta tímabil,“ segir Sædís. Markmiðin hafi þá verið skýr fyrir leiktíðina. „Ég man eftir einhverjum fundi sem við settumst á í febrúar þar sem við vorum einhverja æfingaleiki í Svíþjóð. Ég held að sá fundur hafi tekið rúmar sjö mínútur þar sem var: Við vinnum deildina, við vinnum bikarinn og svo ætlum að komast ákveðið langt í Meistaradeildinni. Ég held það hafi verið mjög skýrt frá upphafi og fínt að það allt náðist,“ segir Sædís sem fékk örsnöggt frí hér á landi í síðustu viku en býr sig nú undir leiki við Arsenal og Juventus í lokaleikjum Vålerenga í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Aðlögun hefur gengið vel á nýjum stað í Osló. „Eitthvað sem maður hefur unnið að mjög lengi. Þetta er smá eins og maður bjóst við, þetta er auðvitað erfitt á tímum þar sem maður er einn sem getur verið krefjandi. En þetta er það sem maður hefur unnið að og þegar það er komið getur maður ekki verið að kvarta,“ segir Sædís. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Norski boltinn Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Sjá meira
Sædís er tvítug og uppalin í Ólafsvík en gekk í raðir Stjörnunnar árið 2020 þar sem hún lék í þrjú tímabil. Vålerenga var orðið meistari þegar þrjár umferðir voru eftir af norsku deildinni en liðið landaði svo bikarmeistaratitlinum í nóvember eftir 1-0 sigur á Rosenborg í úrslitum. „Tilfinningin er góð, það er ekki yfir neinu að kvarta,“ segir Sædís aðspurð um hvernig það sé að vera tvöfaldur meistari. En hvernig var tímabilið? „Heilt yfir mjög gott og kannski frekar stabílt. Það var ekki mikið um sveiflur hjá okkar liði. Það var kannski það sem gerði okkur kleift að vera komnar með þetta tiltölulega snemma í hendurnar. Ég held að það sé mjög jákvætt fyrir okkur og eitthvað sem við munum klárlega nýta okkur inn í næsta tímabil,“ segir Sædís. Markmiðin hafi þá verið skýr fyrir leiktíðina. „Ég man eftir einhverjum fundi sem við settumst á í febrúar þar sem við vorum einhverja æfingaleiki í Svíþjóð. Ég held að sá fundur hafi tekið rúmar sjö mínútur þar sem var: Við vinnum deildina, við vinnum bikarinn og svo ætlum að komast ákveðið langt í Meistaradeildinni. Ég held það hafi verið mjög skýrt frá upphafi og fínt að það allt náðist,“ segir Sædís sem fékk örsnöggt frí hér á landi í síðustu viku en býr sig nú undir leiki við Arsenal og Juventus í lokaleikjum Vålerenga í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Aðlögun hefur gengið vel á nýjum stað í Osló. „Eitthvað sem maður hefur unnið að mjög lengi. Þetta er smá eins og maður bjóst við, þetta er auðvitað erfitt á tímum þar sem maður er einn sem getur verið krefjandi. En þetta er það sem maður hefur unnið að og þegar það er komið getur maður ekki verið að kvarta,“ segir Sædís. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
Norski boltinn Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Sjá meira