Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Kjartan Kjartansson skrifar 11. desember 2024 08:55 Sundlaugin í Vík í Mýrdal er sambyggð íþróttahúsi og líkamsræktarstöð. Þar verður aðeins einn laugarvörður að störfum í vetur og fram á vor. Mýrdalshreppur Mýrdalshrepp var heimilt að ákveða að hafa aðeins einn sundlaugarvörð á vakt stærstan hluta ársins. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi úr gildi ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Suðurlands um að synja sveitarfélaginu um leyfi til þess. Heilbrigðiseftirlitið neitaði að samþykkja tilkynningu Mýrdalshrepps í ágúst um að sveitarfélagið ætlaði að nýta sér heimild til þess að hafa aðeins einn starfsmanna á vakt í sundlaug Mýrdalshrepps í Vík frá 1. september til 31. maí. Sundlaugin er í sameiginlegu húsnæði með íþróttahúsi og líkamsræktaraðstöðu. Hreppurinn tilkynnti á sama tíma að hann ætlaði að nýta heimild til þess að hafa líkamsræktarstöðina ómannaða. Á meðal þess sem eftirlitið setti fyrir sig var að íþróttasalurinn gæti ekki verið ómannaður vegna öryggis barna sem nýttu sér hann. Gestir og börn gætu leitað til laugarvarðar ef enginn væri á staðnum og truflanir gætu haft neikvæð áhrif á hæfni laugarvarðar til þess að fylgja með sundlauginni og tryggja öryggi þar. Því væri ekki raunhæft að hafa aðeins einn starfsmann á vakt. Ekki „flókin“ sundlaug Umhverfisráðuneytið neitaði að blanda sér í ágreining sveitarfélagsins og heilbrigðiseftirlitsins og taldi deiluna frekar eiga heima hjá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Úrskurðarnefndin féllst ekki á mat heilbrigðiseftirlitsins að uppbygging sundlaugarinnar í Vík teldist „flókin“ í skilningi reglugerðar sem kveður á um aukna laugargæslu fyrir sundstaði sem séu lengri en fjörutíu metrar eða með flókna uppbyggingu. Þrátt fyrir að í Vík væri vaðlaug, heitur pottur, rennibraut, kaldur pottur og gufubað taldi úrskurðarnefndin að fyrst og fremst bæri að horfa á sundlaugarsvæðið sjálft. Ágæt yfirsýn væri yfir sundlaugina sem væri aðeins 16,7 metrar að lengd. Þá samþykkti nefndin rök hreppsins um að vakt og afgreiðsla sundlaugarinnar væri í sama rými með yfirsýn yfir laugina, nýtt myndavélakerfi hefði verið sett upp og að laugarverður kæmi ekki til með að sinna öðrum verkefnum. Þá væri til staðar fyrirfram skilgreindur aðili sem hann gæti hringt í þyrfti hann á liðsauka að halda. Benti úrskurðarnefndin sveitarfélaginu á að hygðist það hafa íþróttasal og líkamsræktarstöð ómannaða yrði það að setja á átján ára aldurstakmark fyrir notendur aðstöðunnar sem væru ekki í fylgd með fullorðnum. Mýrdalshreppur Sundlaugar og baðlón Stjórnsýsla Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Sjá meira
Heilbrigðiseftirlitið neitaði að samþykkja tilkynningu Mýrdalshrepps í ágúst um að sveitarfélagið ætlaði að nýta sér heimild til þess að hafa aðeins einn starfsmanna á vakt í sundlaug Mýrdalshrepps í Vík frá 1. september til 31. maí. Sundlaugin er í sameiginlegu húsnæði með íþróttahúsi og líkamsræktaraðstöðu. Hreppurinn tilkynnti á sama tíma að hann ætlaði að nýta heimild til þess að hafa líkamsræktarstöðina ómannaða. Á meðal þess sem eftirlitið setti fyrir sig var að íþróttasalurinn gæti ekki verið ómannaður vegna öryggis barna sem nýttu sér hann. Gestir og börn gætu leitað til laugarvarðar ef enginn væri á staðnum og truflanir gætu haft neikvæð áhrif á hæfni laugarvarðar til þess að fylgja með sundlauginni og tryggja öryggi þar. Því væri ekki raunhæft að hafa aðeins einn starfsmann á vakt. Ekki „flókin“ sundlaug Umhverfisráðuneytið neitaði að blanda sér í ágreining sveitarfélagsins og heilbrigðiseftirlitsins og taldi deiluna frekar eiga heima hjá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Úrskurðarnefndin féllst ekki á mat heilbrigðiseftirlitsins að uppbygging sundlaugarinnar í Vík teldist „flókin“ í skilningi reglugerðar sem kveður á um aukna laugargæslu fyrir sundstaði sem séu lengri en fjörutíu metrar eða með flókna uppbyggingu. Þrátt fyrir að í Vík væri vaðlaug, heitur pottur, rennibraut, kaldur pottur og gufubað taldi úrskurðarnefndin að fyrst og fremst bæri að horfa á sundlaugarsvæðið sjálft. Ágæt yfirsýn væri yfir sundlaugina sem væri aðeins 16,7 metrar að lengd. Þá samþykkti nefndin rök hreppsins um að vakt og afgreiðsla sundlaugarinnar væri í sama rými með yfirsýn yfir laugina, nýtt myndavélakerfi hefði verið sett upp og að laugarverður kæmi ekki til með að sinna öðrum verkefnum. Þá væri til staðar fyrirfram skilgreindur aðili sem hann gæti hringt í þyrfti hann á liðsauka að halda. Benti úrskurðarnefndin sveitarfélaginu á að hygðist það hafa íþróttasal og líkamsræktarstöð ómannaða yrði það að setja á átján ára aldurstakmark fyrir notendur aðstöðunnar sem væru ekki í fylgd með fullorðnum.
Mýrdalshreppur Sundlaugar og baðlón Stjórnsýsla Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Sjá meira