Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Sindri Sverrisson skrifar 11. desember 2024 09:00 Mohamed Salah fagnar sigurmarkinu gegn Girona í gærkvöld. Getty/Felipe Mondino Það var nóg skorað af mörkum á fyrra kvöldi Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í þessari viku og nú má sjá mörk gærkvöldsins á Vísi. Liverpool, Real Madrid, Bayern München og fleiri voru í eldlínunni. Liverpool er eina liðið sem hefur unnið alla sex leiki sína til þessa og hefur í raun tryggt sér sæti í 8-liða úrslitum, eftir 1-0 sigur gegn Girona á Spáni. Arne Slot var ekki ánægður með spilamennsku Liverpool en vítaspyrna Mohamed Salah dugði til sigurs, eftir að Donny van de Beek, fyrrverandi leikmaður Manchester United, braut á Luis Diaz. Í Þýskalandi vann Aston Villa frábæran 3-2 sigur gegn RB Leipzig í bráðfjörugum leik. Markverðir beggja liða gerðu sig seka um slæm mistök en það var Ross Barkley sem skoraði sigurmarkið á 85. mínútu, með skoti sem fór af varnarmanni í netið. Kylian Mbappé, Vinícius Júnior og Jude Bellingham skoruðu allir í 3-2 útisigri meistara Real Madrid gegn Atalanta, toppliði Ítalíu. Charles de Ketelaere skoraði úr víti fyrir Atalanta og Ademola Lookman minnkaði muninn í 3-2 á 65. mínútu en Real landaði mikilvægum sigri og er í 18. sæti deildarinnar með níu stig. Annar toppslagur var í Þýskalandi þar sem Leverkusen vann dramatískan 1-0 sigur gegn Inter, með marki frá franska varnarmanninum Nordi Mukiele á 90. mínútu. PSG vann lífsnauðsynlegan sigur gegn Salzburg, 3-0, og rétt lafir því í umspilssæti fyrir leiki kvöldsins, í 24. sæti. Goncalo Ramos, Nuno Mendes og Désiré Doué skoruðu mörkin. Flest mörk voru skoruð í Gelsenkirchen, þar sem Shaktar Donetsk varð að sætta sig við 5-1 skell gegn Bayern München. Michael Olise skoraði tvö mörk og þeir Konrad Laimer, Thomas Müller og Jamal Musiala skoruðu einnig, eftir að Kevin hafði komið Shaktar yfir á fimmtu mínútu. Brest vann svo góðan 1-0 sigur gegn PSV með marki Julien Le Cardinal eftir aukaspyrnu. PSV fékk reyndar dæmda vítaspyrnu á 67. mínútu en eftir skoðun á myndbandi hætti dómari við þá ákvörðun. Dinamo Zagreb og Celtic gerðu svo markalaust jafntefli, en mörkin úr 2-1 sigri Club Brugge gegn Sporting Lissabon vantar hér og er beðist velvirðingar á því. Níu leikir eru svo á dagskrá í kvöld, þar á meðal leikir Arsenal og Monaco, Juventus og Manchester City, og Dortmund og Barcelona. Að vanda verður fylgst með öllum leikjum í Meistaradeildarmessunni á Stöð 2 Sport 2. Staðan í Meistaradeild Evrópu. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Fleiri fréttir María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Sjá meira
Liverpool er eina liðið sem hefur unnið alla sex leiki sína til þessa og hefur í raun tryggt sér sæti í 8-liða úrslitum, eftir 1-0 sigur gegn Girona á Spáni. Arne Slot var ekki ánægður með spilamennsku Liverpool en vítaspyrna Mohamed Salah dugði til sigurs, eftir að Donny van de Beek, fyrrverandi leikmaður Manchester United, braut á Luis Diaz. Í Þýskalandi vann Aston Villa frábæran 3-2 sigur gegn RB Leipzig í bráðfjörugum leik. Markverðir beggja liða gerðu sig seka um slæm mistök en það var Ross Barkley sem skoraði sigurmarkið á 85. mínútu, með skoti sem fór af varnarmanni í netið. Kylian Mbappé, Vinícius Júnior og Jude Bellingham skoruðu allir í 3-2 útisigri meistara Real Madrid gegn Atalanta, toppliði Ítalíu. Charles de Ketelaere skoraði úr víti fyrir Atalanta og Ademola Lookman minnkaði muninn í 3-2 á 65. mínútu en Real landaði mikilvægum sigri og er í 18. sæti deildarinnar með níu stig. Annar toppslagur var í Þýskalandi þar sem Leverkusen vann dramatískan 1-0 sigur gegn Inter, með marki frá franska varnarmanninum Nordi Mukiele á 90. mínútu. PSG vann lífsnauðsynlegan sigur gegn Salzburg, 3-0, og rétt lafir því í umspilssæti fyrir leiki kvöldsins, í 24. sæti. Goncalo Ramos, Nuno Mendes og Désiré Doué skoruðu mörkin. Flest mörk voru skoruð í Gelsenkirchen, þar sem Shaktar Donetsk varð að sætta sig við 5-1 skell gegn Bayern München. Michael Olise skoraði tvö mörk og þeir Konrad Laimer, Thomas Müller og Jamal Musiala skoruðu einnig, eftir að Kevin hafði komið Shaktar yfir á fimmtu mínútu. Brest vann svo góðan 1-0 sigur gegn PSV með marki Julien Le Cardinal eftir aukaspyrnu. PSV fékk reyndar dæmda vítaspyrnu á 67. mínútu en eftir skoðun á myndbandi hætti dómari við þá ákvörðun. Dinamo Zagreb og Celtic gerðu svo markalaust jafntefli, en mörkin úr 2-1 sigri Club Brugge gegn Sporting Lissabon vantar hér og er beðist velvirðingar á því. Níu leikir eru svo á dagskrá í kvöld, þar á meðal leikir Arsenal og Monaco, Juventus og Manchester City, og Dortmund og Barcelona. Að vanda verður fylgst með öllum leikjum í Meistaradeildarmessunni á Stöð 2 Sport 2. Staðan í Meistaradeild Evrópu.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Fleiri fréttir María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Sjá meira