Kapp kaupir bandarískt félag Árni Sæberg skrifar 10. desember 2024 13:33 Hluti starfsmanna Kapp og Kami Tech á Pier 90 í Seattle þar sem skrifstofa Kami Tech er staðsett. Kapp Kapp ehf. hefur keypt meirihlutann í bandaríska félaginu Kami Tech Inc. í Seattle. Kami Tech framleiðir vélar og búnað úr ryðfrýju stáli og áli fyrir sjávarútvegsfyrirtæki og matvælafyrirtæki á svæðinu og þjónustar fyrirtæki á borð við American Seafoods, Trident Seafoods og Golden Alaska Seafoods sem eru allt sameiginlegir viðskiptavinir með Kapp. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að með kaupunum sé Kapp að að taka stórt skref í því að færa íslenskt hugvit og tækniþekkingu á fiskiðnaði á markað í Bandaríkjunum. Sækja fram á vesturströndinni Um sé að ræða stefnumarkandi kaup til frekari vaxtar Kapp á erlendum mörkuðum. Kami Tech sé staðsett á Pier 90 í Seattle þar sem stór fiskiskip fjölda útgerða leggjast að bryggju til að sækja sér viðhaldsþjónustu. Kaupin séu liður í aukinni sókn Kapp á vesturströnd Bandaríkjanna. Lausnir Kapps fyrir sjávarútvegsfyrirtæki inn á þennan markað séu krapavélar og kælivélar um borð í fiskiskip og í fiskvinnslur sem og RAF sprautusöltunarvélar, kælitankar, frystar og uppþýðingarbúnaður. „Aðferðir í sjávarútvegi Bandaríkjana er ekki jafn framsækinn og íslenski markaðurinn, segja má að hann sé um er 15-20 árum á eftir því sem gerist á Íslandi í dag þegar kemur að gæðamálum með hráefni og kælingu á því.“ Svar við aukinni eftirspurn Kapp sé því með þessu stefnumarkandi skrefi að bjóða sjávarútvegsfyrirtækjum í Ameríku uppá nýjustu tækni í kælingu á hráefni, nálgun sem notast sé við á þróuðustu mörkuðum í Evrópu. Kapp hafi undanfarin ár selt OptimICE® krapavélar sem framleiddar eru Íslandi til félaga í sjávarútvegi á vesturströnd Bandaríkjanna, Kanada og í Alaska. Kaup Kapps á KAMI Tech sé svar við aukinni eftirspurn markaðsins í Bandaríkjunum eftir stöðluðum kæli- og frystilausnum. Kapp er fjárhagslega sterkt og tilbúið í þessa vegferð en nýlega hafi Kapp einnig keypt allar eignir þrotabúsins Skagans 3X, sem auki vöruframboð samstæðunnar inn á markaðinn í N-Ameríku. Bjóða saman upp á víðtækari lausnir „Með því að sameina krafta KAPP ehf með Kami Tech erum við að auka getu okkar til að þjóna breiðari hópi viðskiptavina í Norður-Ameríku með nýstárlegum, end-to-end lausnum. Bæði fyrirtækin hafa með góðum árangri, byggt upp sterk viðskiptatengsl og afhent háþróaða tækni. Saman erum við að bjóða víðtækari lausnir fyrir markaðinn, byggt á sameiginlegum gildum okkar um að bjóða framúrskarandi þjónustu og vera ávallt í fararbroddi fyrir viðskipavini okkar,“ er haft eftir Frey Friðrikssyni, forstjóra Kapps. „Samruninn við Kapp er spennandi tækifæri til að bjóða viðskiptavinum í Norður-Ameríku upp á aukið úrval lausna sem sannarlega skera sig úr. Sameinuð sérfræðiþekking okkar og skuldbinding viðskiptavina mun knýja áfram vöxt og gera okkur kleift að takast á við fjölbreyttari þarfir. Fólk er kjarninn í fyrirtæki okkar, og með samræmdri menningu okkar, erum við vel í stakk búin til að móta farsæla framtíð saman,“ er haft eftir Tom Key, framkvæmdastjóra hjá Kami Tech Inc.. Kaup og sala fyrirtækja Sjávarútvegur Nýsköpun Tækni Bandaríkin Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að með kaupunum sé Kapp að að taka stórt skref í því að færa íslenskt hugvit og tækniþekkingu á fiskiðnaði á markað í Bandaríkjunum. Sækja fram á vesturströndinni Um sé að ræða stefnumarkandi kaup til frekari vaxtar Kapp á erlendum mörkuðum. Kami Tech sé staðsett á Pier 90 í Seattle þar sem stór fiskiskip fjölda útgerða leggjast að bryggju til að sækja sér viðhaldsþjónustu. Kaupin séu liður í aukinni sókn Kapp á vesturströnd Bandaríkjanna. Lausnir Kapps fyrir sjávarútvegsfyrirtæki inn á þennan markað séu krapavélar og kælivélar um borð í fiskiskip og í fiskvinnslur sem og RAF sprautusöltunarvélar, kælitankar, frystar og uppþýðingarbúnaður. „Aðferðir í sjávarútvegi Bandaríkjana er ekki jafn framsækinn og íslenski markaðurinn, segja má að hann sé um er 15-20 árum á eftir því sem gerist á Íslandi í dag þegar kemur að gæðamálum með hráefni og kælingu á því.“ Svar við aukinni eftirspurn Kapp sé því með þessu stefnumarkandi skrefi að bjóða sjávarútvegsfyrirtækjum í Ameríku uppá nýjustu tækni í kælingu á hráefni, nálgun sem notast sé við á þróuðustu mörkuðum í Evrópu. Kapp hafi undanfarin ár selt OptimICE® krapavélar sem framleiddar eru Íslandi til félaga í sjávarútvegi á vesturströnd Bandaríkjanna, Kanada og í Alaska. Kaup Kapps á KAMI Tech sé svar við aukinni eftirspurn markaðsins í Bandaríkjunum eftir stöðluðum kæli- og frystilausnum. Kapp er fjárhagslega sterkt og tilbúið í þessa vegferð en nýlega hafi Kapp einnig keypt allar eignir þrotabúsins Skagans 3X, sem auki vöruframboð samstæðunnar inn á markaðinn í N-Ameríku. Bjóða saman upp á víðtækari lausnir „Með því að sameina krafta KAPP ehf með Kami Tech erum við að auka getu okkar til að þjóna breiðari hópi viðskiptavina í Norður-Ameríku með nýstárlegum, end-to-end lausnum. Bæði fyrirtækin hafa með góðum árangri, byggt upp sterk viðskiptatengsl og afhent háþróaða tækni. Saman erum við að bjóða víðtækari lausnir fyrir markaðinn, byggt á sameiginlegum gildum okkar um að bjóða framúrskarandi þjónustu og vera ávallt í fararbroddi fyrir viðskipavini okkar,“ er haft eftir Frey Friðrikssyni, forstjóra Kapps. „Samruninn við Kapp er spennandi tækifæri til að bjóða viðskiptavinum í Norður-Ameríku upp á aukið úrval lausna sem sannarlega skera sig úr. Sameinuð sérfræðiþekking okkar og skuldbinding viðskiptavina mun knýja áfram vöxt og gera okkur kleift að takast á við fjölbreyttari þarfir. Fólk er kjarninn í fyrirtæki okkar, og með samræmdri menningu okkar, erum við vel í stakk búin til að móta farsæla framtíð saman,“ er haft eftir Tom Key, framkvæmdastjóra hjá Kami Tech Inc..
Kaup og sala fyrirtækja Sjávarútvegur Nýsköpun Tækni Bandaríkin Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira