Áfram bendir Hareide á Solskjær Aron Guðmundsson skrifar 9. desember 2024 11:02 Age Hareide, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands hefur miklar mætur á Ole Gunnar Solskjær Vísir/Getty Norska úrvalsdeildarfélagið í fótbolta, Molde, er í leit að þjálfara eftir að Erling Moe var sagt upp störfum í kjölfar taps gegn Frederikstad í úrslitaleik norska bikarsins. Åge Hareide, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands vill að Ole Gunnar Solskjær taki við norska liðinu. Mark Júlíusar Magnússonar úr fimmtu vítaspyrnu Frederikstad í vítaspyrnukeppni gegn Molde í úrslitaleiknum reyndist síðasti naglinn í kistu Erlings en auk þess að missa af bikarnum endaði Molde í 5.sæti sem getur ekki talist ásættanlegur árangur hjá þessu sigursæla félagi. Hareide stýrði nú Molde sjálfur á sínum tíma og var einnig leikmaður félagsins. Hann er með skýra sýn á það hver ætti að taka við félaginu á þessum krefjandi tímum. Engin annar en Ole Gunnar Solskjær. Solskjær er vel þekktur í knattspyrnuheiminum eftir tíma sinn sem leikmaður Manchester United og norska landsliðsins. Þá hefur hann stýrt Molde áður á sínum þjálfaraferli en einnig verið knattspyrnustjóri Manchester United. En það var akkúrat Erling sem tók við af honum hjá Molde árið 2019. „Hann hefur spilað fyrir félagið og hefur náð árangri sem þjálfari liðsins áður. Þar að auki býr hann yfir mikilli reynslu frá tíma sínum í ensku úrvalsdeildinni,“ segir Hareide um Solskjær í samtali við NRK. Undir stjórn Solskjær varð Molde Noregsmeistari árið 2011 og 2012. Liðið vann svo norska bikarinn árið 2013. Solskjær býr nú í Kristiansund og hefur verið orðaður við fjölmörg störf undanfarna mánuði. „Ég myndi keyra beinustu leið til Kristiansund og ræða við hann,“ bætir Hareide við. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands mælir með Solskjær sem þjálfara í lausa stöðu. Hareide lét hafa það eftir sér í október síðastliðnum að danska knattspyrnusambandið ætti að ráða hann sem þjálfara karlalandsliðs síns. Þá vildi hann einnig að Manchester United myndi ráða Solskjær aftur sem knattspyrnustjóra eftir að Erik ten Hag var látinn taka pokann sinn. Norski boltinn Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Golf Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Botnslagurinn færður Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Sjá meira
Mark Júlíusar Magnússonar úr fimmtu vítaspyrnu Frederikstad í vítaspyrnukeppni gegn Molde í úrslitaleiknum reyndist síðasti naglinn í kistu Erlings en auk þess að missa af bikarnum endaði Molde í 5.sæti sem getur ekki talist ásættanlegur árangur hjá þessu sigursæla félagi. Hareide stýrði nú Molde sjálfur á sínum tíma og var einnig leikmaður félagsins. Hann er með skýra sýn á það hver ætti að taka við félaginu á þessum krefjandi tímum. Engin annar en Ole Gunnar Solskjær. Solskjær er vel þekktur í knattspyrnuheiminum eftir tíma sinn sem leikmaður Manchester United og norska landsliðsins. Þá hefur hann stýrt Molde áður á sínum þjálfaraferli en einnig verið knattspyrnustjóri Manchester United. En það var akkúrat Erling sem tók við af honum hjá Molde árið 2019. „Hann hefur spilað fyrir félagið og hefur náð árangri sem þjálfari liðsins áður. Þar að auki býr hann yfir mikilli reynslu frá tíma sínum í ensku úrvalsdeildinni,“ segir Hareide um Solskjær í samtali við NRK. Undir stjórn Solskjær varð Molde Noregsmeistari árið 2011 og 2012. Liðið vann svo norska bikarinn árið 2013. Solskjær býr nú í Kristiansund og hefur verið orðaður við fjölmörg störf undanfarna mánuði. „Ég myndi keyra beinustu leið til Kristiansund og ræða við hann,“ bætir Hareide við. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands mælir með Solskjær sem þjálfara í lausa stöðu. Hareide lét hafa það eftir sér í október síðastliðnum að danska knattspyrnusambandið ætti að ráða hann sem þjálfara karlalandsliðs síns. Þá vildi hann einnig að Manchester United myndi ráða Solskjær aftur sem knattspyrnustjóra eftir að Erik ten Hag var látinn taka pokann sinn.
Norski boltinn Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Golf Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Botnslagurinn færður Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Sjá meira
Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Golf
Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Golf