Aðild Íslands þýðir orð við ákvarðanir í Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar 7. desember 2024 07:03 Það er eitt augljóst að ef Ísland er ekki aðili að Evrópusambandinu. Þá fær það ekki sæti að ákvarðanatöku innan Evrópusambandsins. Það er mjög einfalt. Það er því fáránlegt að sjá andstæðinga Evrópusambandsins á Íslandi fullyrða að þó svo að Íslandi verði aðili að Evrópusambandinu, þá muni það ekki hafa nein áhrif. Slíkar fullyrðingar eru og hafa alltaf verið tóm lygi og ekki byggð á neinum raunveruleika. Allt það fólk sem starfar í Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins er tilnefnt að ríkisstjórnum sinna aðildarríkja. Núna eru 27 einstaklingar í Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, það er einn einstaklingur á aðildarríki. Þeir sinna mismunandi málaflokkum. Hægt er að sjá skipun þeirra hérna (Wikipedia) ásamt hvaða málaflokki sem viðkomandi sinnir. Það er ekki nóg að aðildarríki þurfi að tilnefna. Heldur þarf Evrópuþingið að staðfesta þessa tilnefningu og getur hafnað henni eftir ferlið á Evrópuþinginu. Evrópuþingið er kosið í beinni kosningu og starfar eftir flokkakerfi, ekki eftir því hvaða ríki viðkomandi kemur frá. Allt tal um hversu fáa Evrópuþingmenn Ísland yrði með eru því marklausar með öllu. Eins og annar málflutningur andstæðinga Evrópusambandsins á Íslandi. Ráðherraráð Evrópusambandsins er sett saman af ráðherrum aðildarríkja Evrópusambandsins eftir málaflokkum. Það er stöðugt lyga herferð um Evrópusambandið á Íslandi og þessi lyga herferð hefur skekkt og búið til gervi mynd af Evrópusambandinu á Íslandi. Mynd sem er ekki í samræmi við neinn raunveruleika og það er allur tilgangurinn. Þessi skakka mynd af Evrópusambandinu hefur haldið andstöðu við Evrópusambandið í gangi á Íslandi í marga áratugi. Það er eitt sem andstæðingar Evrópusambandsins vilja. Það er að viðhalda háum vöxtum á Íslandi, verðtryggingu og stöðugri rýrnun íslensku krónunnar. Ásamt stöðugt hækkandi matvælaverði á Íslandi og tilraunum til þess að koma á einokun á matvörumarkaði á Íslandi. Það er einokun á mjólkur vöru markaði samkvæmt lögum. Slíkt er stranglega bannað innan Evrópusambandsins og er ekki í samræmi við samninga kafla (EU enlargement / Yfirlit um aðildarferlið á ensku) Evrópusambandsins fyrir þau ríki sem ætla sér að ganga í Evrópusambandið. Staðreyndin er að Evrópusambandið er mjög lýðræðislegt og hefur staðið í vegi fyrir og komið í veg fyrir að nokkur ríki sem eru aðildar að Evrópusambandinu falli undir krumlu alræðis stjórnvalda og þess ofbeldis sem þau beita gegn borgurum sínum. Aðild Íslands að Evrópusambandinu, ásamt því að gera efnahagsmál á Íslandi stöðugri. Mundi laga stjórnsýsluna á Íslandi til muna og bæta gæði og kröfur til lagasetninga á Alþingi. Hvað varðar ákvarðanir í Evrópusambandinu. Þá skiptir máli hvort að Ráðherraráð Evrópusambandsins sé að taka ákvörðun eða hvort að Evrópuþingið sé að taka ákvörðun. Það sem er oftast reynt í Ráðherraráði Evrópusambandsins er að ná samþykki allra fyrir hvaða því málefni sem þarf samþykki, stundum er einfaldur eða aukinn meirihluti notaður en það fer algjörlega eftir því hvaða mál er til umfjöllunar. Evrópuþingið samþykkir mál með einföldum meirihluta í langflestum tilfellum, þar sem ekki er hægt að ná fram samþykki allra og ekki er reiknað með því. Lagasetning og ákvarðanir innan Evrópusambandsins eru mjög flóknar, enda eru til umfjöllunar lög og reglur sem hafa áhrif á líf rúmlega 453 milljón manna. Staðreyndin er einnig að Íslendingar hafa lifað með og verið með lög Evrópusambandsins að rúmlega 80% síðan árið 1994. Það eina sem vantar eru lög um landbúnað, sjávarútveg og síðan lög um evruna. Íslendingar hafa einnig verið með undanþágu frá árinu 1994 í EES samningum sem takmarkar eignarhald útlendinga á sjávarútvegsfyrirtækjum við rúmlega 49%. Þannig að þeir geta aldrei átt meirihluta í sjávarútvegsfyrirtækjum á Íslandi. Á sama tíma hafa íslensk sjávarútvegsfyrirtæki verið upptekin við að kaupa upp sjávarútveg í ríkjum Evrópusambandsins síðustu áratugi. Án þess að hvorki Evrópusambandið eða viðkomandi ríki geri athugasemdir við það, svo lengi sem það raski ekki samkeppnismarkaði í þessum ríkjum eða samkeppni í Evrópusambandinu. Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefur verið efnahagsleg hörmung og það er enginn endir á því ferli hjá Bretum. Útflutningur er í stórfelldum vandræðum. Enda var augljóst að fullyrðingar andstæðinga Evrópu andstæðinga í Bretlandi og Íslandi voru ekki í samræmi við neinn raunveruleika. Það má einnig nefna það að landsbyggðin á Íslandi mundi njóta góðs af aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þar sem ýmsir sjóðir styrkja við búsetu og viðhald á innviðum í dreifðari byggðum Íslandi um leið og Ísland yrði aðildarríki. Þetta mundi byrja á samninga stiginu og halda síðan áfram eftir það. Hvernig það yrði framkvæmt væri alltaf byggt á ákvörðunum ríkisstjórnar Íslands á hverjum tíma fyrir sig. Í dag eins og aðra daga. Þá er ekkert að marka andstæðinga Evrópusambandsins og það er ekkert að fara að breytast. Andstæðingar Evrópusambandsins á Íslandi eru andstæðingar framfara á Íslandi og hafa alltaf verið það. Þessi grein er svar við rangfærslu grein sem Hjörtur J. Guðmundsson skrifar. Enda skrifar hann ekkert nema rangfærslu greinar um Evrópusambandið. Þetta er það sem andstæðingar Evrópusambandsins hafa verið að gera á Íslandi í mjög langan tíma. Höfundur er borgaralegur vísindamaður og vill að Ísland verði aðildarríki að Evrópusambandinu sem fyrst. Búsettur í Danmörku og Evrópusambandinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Frímann Jónsson Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það er eitt augljóst að ef Ísland er ekki aðili að Evrópusambandinu. Þá fær það ekki sæti að ákvarðanatöku innan Evrópusambandsins. Það er mjög einfalt. Það er því fáránlegt að sjá andstæðinga Evrópusambandsins á Íslandi fullyrða að þó svo að Íslandi verði aðili að Evrópusambandinu, þá muni það ekki hafa nein áhrif. Slíkar fullyrðingar eru og hafa alltaf verið tóm lygi og ekki byggð á neinum raunveruleika. Allt það fólk sem starfar í Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins er tilnefnt að ríkisstjórnum sinna aðildarríkja. Núna eru 27 einstaklingar í Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, það er einn einstaklingur á aðildarríki. Þeir sinna mismunandi málaflokkum. Hægt er að sjá skipun þeirra hérna (Wikipedia) ásamt hvaða málaflokki sem viðkomandi sinnir. Það er ekki nóg að aðildarríki þurfi að tilnefna. Heldur þarf Evrópuþingið að staðfesta þessa tilnefningu og getur hafnað henni eftir ferlið á Evrópuþinginu. Evrópuþingið er kosið í beinni kosningu og starfar eftir flokkakerfi, ekki eftir því hvaða ríki viðkomandi kemur frá. Allt tal um hversu fáa Evrópuþingmenn Ísland yrði með eru því marklausar með öllu. Eins og annar málflutningur andstæðinga Evrópusambandsins á Íslandi. Ráðherraráð Evrópusambandsins er sett saman af ráðherrum aðildarríkja Evrópusambandsins eftir málaflokkum. Það er stöðugt lyga herferð um Evrópusambandið á Íslandi og þessi lyga herferð hefur skekkt og búið til gervi mynd af Evrópusambandinu á Íslandi. Mynd sem er ekki í samræmi við neinn raunveruleika og það er allur tilgangurinn. Þessi skakka mynd af Evrópusambandinu hefur haldið andstöðu við Evrópusambandið í gangi á Íslandi í marga áratugi. Það er eitt sem andstæðingar Evrópusambandsins vilja. Það er að viðhalda háum vöxtum á Íslandi, verðtryggingu og stöðugri rýrnun íslensku krónunnar. Ásamt stöðugt hækkandi matvælaverði á Íslandi og tilraunum til þess að koma á einokun á matvörumarkaði á Íslandi. Það er einokun á mjólkur vöru markaði samkvæmt lögum. Slíkt er stranglega bannað innan Evrópusambandsins og er ekki í samræmi við samninga kafla (EU enlargement / Yfirlit um aðildarferlið á ensku) Evrópusambandsins fyrir þau ríki sem ætla sér að ganga í Evrópusambandið. Staðreyndin er að Evrópusambandið er mjög lýðræðislegt og hefur staðið í vegi fyrir og komið í veg fyrir að nokkur ríki sem eru aðildar að Evrópusambandinu falli undir krumlu alræðis stjórnvalda og þess ofbeldis sem þau beita gegn borgurum sínum. Aðild Íslands að Evrópusambandinu, ásamt því að gera efnahagsmál á Íslandi stöðugri. Mundi laga stjórnsýsluna á Íslandi til muna og bæta gæði og kröfur til lagasetninga á Alþingi. Hvað varðar ákvarðanir í Evrópusambandinu. Þá skiptir máli hvort að Ráðherraráð Evrópusambandsins sé að taka ákvörðun eða hvort að Evrópuþingið sé að taka ákvörðun. Það sem er oftast reynt í Ráðherraráði Evrópusambandsins er að ná samþykki allra fyrir hvaða því málefni sem þarf samþykki, stundum er einfaldur eða aukinn meirihluti notaður en það fer algjörlega eftir því hvaða mál er til umfjöllunar. Evrópuþingið samþykkir mál með einföldum meirihluta í langflestum tilfellum, þar sem ekki er hægt að ná fram samþykki allra og ekki er reiknað með því. Lagasetning og ákvarðanir innan Evrópusambandsins eru mjög flóknar, enda eru til umfjöllunar lög og reglur sem hafa áhrif á líf rúmlega 453 milljón manna. Staðreyndin er einnig að Íslendingar hafa lifað með og verið með lög Evrópusambandsins að rúmlega 80% síðan árið 1994. Það eina sem vantar eru lög um landbúnað, sjávarútveg og síðan lög um evruna. Íslendingar hafa einnig verið með undanþágu frá árinu 1994 í EES samningum sem takmarkar eignarhald útlendinga á sjávarútvegsfyrirtækjum við rúmlega 49%. Þannig að þeir geta aldrei átt meirihluta í sjávarútvegsfyrirtækjum á Íslandi. Á sama tíma hafa íslensk sjávarútvegsfyrirtæki verið upptekin við að kaupa upp sjávarútveg í ríkjum Evrópusambandsins síðustu áratugi. Án þess að hvorki Evrópusambandið eða viðkomandi ríki geri athugasemdir við það, svo lengi sem það raski ekki samkeppnismarkaði í þessum ríkjum eða samkeppni í Evrópusambandinu. Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefur verið efnahagsleg hörmung og það er enginn endir á því ferli hjá Bretum. Útflutningur er í stórfelldum vandræðum. Enda var augljóst að fullyrðingar andstæðinga Evrópu andstæðinga í Bretlandi og Íslandi voru ekki í samræmi við neinn raunveruleika. Það má einnig nefna það að landsbyggðin á Íslandi mundi njóta góðs af aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þar sem ýmsir sjóðir styrkja við búsetu og viðhald á innviðum í dreifðari byggðum Íslandi um leið og Ísland yrði aðildarríki. Þetta mundi byrja á samninga stiginu og halda síðan áfram eftir það. Hvernig það yrði framkvæmt væri alltaf byggt á ákvörðunum ríkisstjórnar Íslands á hverjum tíma fyrir sig. Í dag eins og aðra daga. Þá er ekkert að marka andstæðinga Evrópusambandsins og það er ekkert að fara að breytast. Andstæðingar Evrópusambandsins á Íslandi eru andstæðingar framfara á Íslandi og hafa alltaf verið það. Þessi grein er svar við rangfærslu grein sem Hjörtur J. Guðmundsson skrifar. Enda skrifar hann ekkert nema rangfærslu greinar um Evrópusambandið. Þetta er það sem andstæðingar Evrópusambandsins hafa verið að gera á Íslandi í mjög langan tíma. Höfundur er borgaralegur vísindamaður og vill að Ísland verði aðildarríki að Evrópusambandinu sem fyrst. Búsettur í Danmörku og Evrópusambandinu.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun