Ógilda kosningar og endurtaka allt ferlið Lovísa Arnardóttir skrifar 6. desember 2024 14:52 Calin Georgescu fór með sigur af hólmi í kosningunum. Georgescu er öfgahægrisinnaður, styður Rússland og Nató-efasemdarmaður Vísir/EPA Stjórnarskrárdómstóll Rúmeníu hefur ógilt niðurstöður fyrri umferðar forsetakosninganna nokkrum dögum áður en seinni umferðin átti að fara fram. Vegna ógildingarinnar þarf að hefja ferlið að nýju og velja nýjan dag fyrir kosningu fyrri umferðar. Það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar að gera það. Nokkuð óvænt niðurstaða var í fyrri umferð þar sem þjóðernissinninn Calin Georgescu bar sigur af hólmi. Georgescu er öfgahægrisinnaður, styður Rússland og er NATÓ-efasemdarmaður. Í frétt BBC segir að hann hafi í gegnum tíðina lofsungið forseta Rússlands, Vladimír Pútín. Ákvörðun dómstólsins kom í kjölfar þess að trúnaðargögn leyniþjónustunnar voru gerð opinber. Í þeim var gefið í skyn að Georgescu hefði grætt á aðgerð sem hefði snúið að því að snúa almenningsáliti og þannig hafa áhrif á kosninguna. Þá kom einnig fram að aðgerðinni hefði verið stýrt erlendis. Ciolacu hefur sagt ákvörðun dómstólsins þá einu réttu. Fram kemur í umfjöllun BBC að dómarar dómstólsins hafi hist í morgun, föstudag, þrátt fyrir að hafa tilkynnt í gær að þeir myndu ekki ræða þessar nýju upplýsingar varðandi möguleg utanaðkomandi áhrif á kosningarnar fyrr en það kæmi að annarri umferð kosninganna. Samkvæmt rúmenskum lögum á að halda kosningu tveimur sunnudögum eftir ógildingu sem hefði þá verið 22. desember. Dómstóllinn hefur hins vegar beðið stjórnvöld að endurtaka allt kosningaferlið, þar á meðal kosningaherferðina. Forgangur á TikTok Dómstóllinn óskaði eftir endurtalningu í síðustu viku eftir ásakanir um það færslur Calin Georgescu á samfélagsmiðlinum Tiktok hefðu notið einhvers konar forgangs í aðdraganda kosninganna og þannig fleiri séð þær en færslur annarra frambjóðenda. Georgescu háði sína kosningabaráttu að mestu á Tiktok. Miðillinn hefur sagt það alrangt að reikningur hans hafi fengið einhverja aðra meðferð en aðrir reikningar miðilsins. Elena Lasconi var í öðru sæti í kosningunum og átti því að mæta Georgescu í seinni umferðinni.Vísir/EPA Georgescu fékk 23 prósent atkvæða, Elena Lasconi, fékk 19 prósent í öðru sæti og forsætisráðherrann, Marcel Ciolacu var í þriðja sæti. Stjórnarskrárdómstóllinn vísaði á sama tíma frá kröfu tveggja frambjóðenda um að Georgescu um að afla fjár fyrir kosningabaráttuna með ólöglegum hætti. Hann hefur sjálfur neitað því að vera „Moskvumaður“ og segir pólitískar stofnanir ekki ráða við sigur hans og séu þannig að reyna að koma í veg fyrir hann. Rúmenía Evrópusambandið NATO Samfélagsmiðlar Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Sjá meira
Nokkuð óvænt niðurstaða var í fyrri umferð þar sem þjóðernissinninn Calin Georgescu bar sigur af hólmi. Georgescu er öfgahægrisinnaður, styður Rússland og er NATÓ-efasemdarmaður. Í frétt BBC segir að hann hafi í gegnum tíðina lofsungið forseta Rússlands, Vladimír Pútín. Ákvörðun dómstólsins kom í kjölfar þess að trúnaðargögn leyniþjónustunnar voru gerð opinber. Í þeim var gefið í skyn að Georgescu hefði grætt á aðgerð sem hefði snúið að því að snúa almenningsáliti og þannig hafa áhrif á kosninguna. Þá kom einnig fram að aðgerðinni hefði verið stýrt erlendis. Ciolacu hefur sagt ákvörðun dómstólsins þá einu réttu. Fram kemur í umfjöllun BBC að dómarar dómstólsins hafi hist í morgun, föstudag, þrátt fyrir að hafa tilkynnt í gær að þeir myndu ekki ræða þessar nýju upplýsingar varðandi möguleg utanaðkomandi áhrif á kosningarnar fyrr en það kæmi að annarri umferð kosninganna. Samkvæmt rúmenskum lögum á að halda kosningu tveimur sunnudögum eftir ógildingu sem hefði þá verið 22. desember. Dómstóllinn hefur hins vegar beðið stjórnvöld að endurtaka allt kosningaferlið, þar á meðal kosningaherferðina. Forgangur á TikTok Dómstóllinn óskaði eftir endurtalningu í síðustu viku eftir ásakanir um það færslur Calin Georgescu á samfélagsmiðlinum Tiktok hefðu notið einhvers konar forgangs í aðdraganda kosninganna og þannig fleiri séð þær en færslur annarra frambjóðenda. Georgescu háði sína kosningabaráttu að mestu á Tiktok. Miðillinn hefur sagt það alrangt að reikningur hans hafi fengið einhverja aðra meðferð en aðrir reikningar miðilsins. Elena Lasconi var í öðru sæti í kosningunum og átti því að mæta Georgescu í seinni umferðinni.Vísir/EPA Georgescu fékk 23 prósent atkvæða, Elena Lasconi, fékk 19 prósent í öðru sæti og forsætisráðherrann, Marcel Ciolacu var í þriðja sæti. Stjórnarskrárdómstóllinn vísaði á sama tíma frá kröfu tveggja frambjóðenda um að Georgescu um að afla fjár fyrir kosningabaráttuna með ólöglegum hætti. Hann hefur sjálfur neitað því að vera „Moskvumaður“ og segir pólitískar stofnanir ekki ráða við sigur hans og séu þannig að reyna að koma í veg fyrir hann.
Rúmenía Evrópusambandið NATO Samfélagsmiðlar Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Sjá meira