Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. desember 2024 10:30 Frá vinstri: Stefán Rafn Stefánsson, framkvæmdastjóri Cubus, Reynir Ingi Árnason, framkvæmdastjóri Expectus, Ragnar Þórir Guðgeirsson, stjórnarformaður Expectus og Andri Páll Heiðberg, stjórnarformaður og ráðgjafi hjá Cubus. Expectus hefur gengið frá kaupum á viðskiptageindarhluta Cubus. Bæði félög hafa unnið með lausnir á sviði viðskiptagreindar, áætlanagerðar, greininga og skýrslugerðar undanfarin ár. Með kaupunum er gert ráð fyrir að þrír starfsmenn Cubus á þessu sviði bætist við hóp Expectus. Einnig fylgja kaupunum hugbúnaðarlausnir sem Cubus hefur þróað eða verið endurseljandi að á Íslandi. „Bæði félög verða enn sterkari og geta veitt enn betri þjónustu til sinna viðskiptavina,“ segir Reynir Ingi Árnason, framkvæmdastjóri Expectus. Expectus sé að kaupa eina af þremur einingum Cubus. Stefán Rafn Stefánsson verður áfram framkvæmdastjóri Cubus en Andri Páll Heiðberg stjórnarformaður færir sig yfir til Expectus. „Það er ánægjulegt að fá Andra Pál og félaga til liðs við okkur,“ segir Reynir Ingi. Viðskiptin feli ekki í sér neinar uppsagnir starfsfólks, hvorki hjá Expectus eða Cubus. „Það styrkir teymið okkar að fá reynslumikla sérfræðinga á þessu sviði sem hafa þjónustað fjölbreyttar greinar atvinnulífsins og víkka um leið vöruframboð okkar.“ „Fyrir okkar hóp er frábært að koma inn í stærra fyrirtæki á þessu sviði eins og Expectus. Með því sjáum við fram á að geta enn betur þjónustað góðan hóp viðskiptavina enda er Expectus með um 20 einstaklinga sem sinna viðskiptagreind og tengdum lausnum,“ segir Andri Páll Heiðberg, sem leitt hefur hópinn innan Cubus. Í tilkynningu segir að Expectus sé ráðgjafarfyrirtæki sem styðji við íslensk fyrirtæki og stofnanir sem vilja ná auknum árangri í rekstri með gagnadrifnum ákvörðunum. „Það aðstoðar rekstraraðila við að móta skýra stefnu og koma henni í framkvæmd með því að finna bestu lausnir hvaðanæva að, aðlaga að aðstæðum og gera enn betri. Fyrirtækið er leiðandi hér á landi í ráðgjöf varðandi gagnagreiningar og uppsetningu stjórnendamælaborða og eru viðskiptavinir á því sviði yfir 200 hér á landi. Expectus ráðgjöf er einnig með öfluga rekstrar- og stjórnendaráðgjöf við fyrirtæki og stofnanir,“ segir í tilkynningunni frá Expectus. Kaupverðið er ekki gefið upp í tilkynningunni en samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða viðskipti upp á þó nokkra tugi milljóna króna. Kaup og sala fyrirtækja Tækni Mest lesið Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sjá meira
„Bæði félög verða enn sterkari og geta veitt enn betri þjónustu til sinna viðskiptavina,“ segir Reynir Ingi Árnason, framkvæmdastjóri Expectus. Expectus sé að kaupa eina af þremur einingum Cubus. Stefán Rafn Stefánsson verður áfram framkvæmdastjóri Cubus en Andri Páll Heiðberg stjórnarformaður færir sig yfir til Expectus. „Það er ánægjulegt að fá Andra Pál og félaga til liðs við okkur,“ segir Reynir Ingi. Viðskiptin feli ekki í sér neinar uppsagnir starfsfólks, hvorki hjá Expectus eða Cubus. „Það styrkir teymið okkar að fá reynslumikla sérfræðinga á þessu sviði sem hafa þjónustað fjölbreyttar greinar atvinnulífsins og víkka um leið vöruframboð okkar.“ „Fyrir okkar hóp er frábært að koma inn í stærra fyrirtæki á þessu sviði eins og Expectus. Með því sjáum við fram á að geta enn betur þjónustað góðan hóp viðskiptavina enda er Expectus með um 20 einstaklinga sem sinna viðskiptagreind og tengdum lausnum,“ segir Andri Páll Heiðberg, sem leitt hefur hópinn innan Cubus. Í tilkynningu segir að Expectus sé ráðgjafarfyrirtæki sem styðji við íslensk fyrirtæki og stofnanir sem vilja ná auknum árangri í rekstri með gagnadrifnum ákvörðunum. „Það aðstoðar rekstraraðila við að móta skýra stefnu og koma henni í framkvæmd með því að finna bestu lausnir hvaðanæva að, aðlaga að aðstæðum og gera enn betri. Fyrirtækið er leiðandi hér á landi í ráðgjöf varðandi gagnagreiningar og uppsetningu stjórnendamælaborða og eru viðskiptavinir á því sviði yfir 200 hér á landi. Expectus ráðgjöf er einnig með öfluga rekstrar- og stjórnendaráðgjöf við fyrirtæki og stofnanir,“ segir í tilkynningunni frá Expectus. Kaupverðið er ekki gefið upp í tilkynningunni en samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða viðskipti upp á þó nokkra tugi milljóna króna.
Kaup og sala fyrirtækja Tækni Mest lesið Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sjá meira
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent