Rafa Benítez hefur áhuga á því að taka við norska landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2024 13:01 Rafael Benitez hefur verið atvinnulaus síðan í mars en hér sést hann meðal áhorfenda á leik í ítölsku deildinni. Getty/ James Gill Rafael Benítez segir það alveg koma til greina að taka við norska karlalandsliðinu í fótbolta. Umræða um Spánverjann sem næsta þjálfara norska liðsins flæðir um norska fjölmiðla þessa dagana. Norðmenn eru orðnir mjög þreyttir á því að bíða eftir að landsliðið þeirra fari að ná einhverjum árangri enda uppfullt af frábærum leikmanni. Benítez er staddur í Noregi og var gripinn í viðtal. Þessi fyrrum knattspyrnustjóri Liverpool hefur verið atvinnulaus síðan að hann var rekinn frá Celta Vigo í mars. Norska ríkisútvarpið segir frá viðtali við Benítez í hlaðvarpsþættinum Bakrommet. Þar var spænski stjórinn spurður út í norska landsliðið og hvort hann hefði áhuga á því að taka við liðinu í framtíðinni. Telur þú að þetta sé gott lið? „Ég myndi íhuga það að taka við góðu liðu. Telur þú að þetta sé gott lið?“ spurði Benítez til baka. „Já,“ svaraði blaðamaður NRK. „Já þá myndi ég skoða það, Það gæti verið góð áskorun fyrir mig að taka við landsliði,“ sagði Benítez. Norska landsliðið er fullt af öflugum leikmönnum en hefur ekki komist á stórmót síðan sumarið 2000. Ståle Solbakken er þjálfari norska landsliðsins og hefur verið það frá því í desember 2020. Liðið hefur unnið 22 af 42 leikjum undir hans stjórn en um leið misst af einu stórmóti. Solbakken hefur ýjað að því að undankeppni eða úrslitakeppni HM 2026 gæti verið hans síðustu leikir með liðið. Ekki að flýta sér Benítez hefur mikið álit á norskum leikmönnum „Það sem mér líkar best við norsku leikmennina er að þeir eru fagmannlegir og vilja alltaf verða betri. Ég horfði líka á Noreg spila við Slóveníu og næstum því allan leikinn þeirra á móti Kasakstan. Þeir voru miklu betri í þessum leikjum, pressuðu vel og voru vel skipulagðir,“ sagði Benítez. „Kannski voru það samt nokkrir hlutir sem ég hefði gert öðruvísi þegar kemur að liðsskipulaginu,“ sagði Benítez. Hann tekur það þó fram að hann vilji ekki tjá sig um störf sem eru ekki laus. Hann er heldur ekkert að flýta sér í nýtt starf. Það þarf jafnvægi í liðið „Ég mun bíða og sjá hvað gerist á næstu mánuðum. Ég tel samt að ég gæti komið liðinu á EM eða HM og reyna að ná árangri þar,“ sagði Benítez. „Liðið er með mjög góða leikmenn framarlega á vellinum. Vörnin er vel skipulögð en svo snýst þetta um að breyta nokkrum hlutum. Það þarf jafnvægi í liðið,“ sagði Benítez. Benítez er þekktastur fyrir að vinna Meistaradeildina með Liverpool en hann gerði Valencia einnig tvisvar að spænskum meisturum, Internazionale að heimsmeisturum félagsliða og vann Evrópudeildina með Chelsea. Norski boltinn HM 2026 í fótbolta Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Sjá meira
Norðmenn eru orðnir mjög þreyttir á því að bíða eftir að landsliðið þeirra fari að ná einhverjum árangri enda uppfullt af frábærum leikmanni. Benítez er staddur í Noregi og var gripinn í viðtal. Þessi fyrrum knattspyrnustjóri Liverpool hefur verið atvinnulaus síðan að hann var rekinn frá Celta Vigo í mars. Norska ríkisútvarpið segir frá viðtali við Benítez í hlaðvarpsþættinum Bakrommet. Þar var spænski stjórinn spurður út í norska landsliðið og hvort hann hefði áhuga á því að taka við liðinu í framtíðinni. Telur þú að þetta sé gott lið? „Ég myndi íhuga það að taka við góðu liðu. Telur þú að þetta sé gott lið?“ spurði Benítez til baka. „Já,“ svaraði blaðamaður NRK. „Já þá myndi ég skoða það, Það gæti verið góð áskorun fyrir mig að taka við landsliði,“ sagði Benítez. Norska landsliðið er fullt af öflugum leikmönnum en hefur ekki komist á stórmót síðan sumarið 2000. Ståle Solbakken er þjálfari norska landsliðsins og hefur verið það frá því í desember 2020. Liðið hefur unnið 22 af 42 leikjum undir hans stjórn en um leið misst af einu stórmóti. Solbakken hefur ýjað að því að undankeppni eða úrslitakeppni HM 2026 gæti verið hans síðustu leikir með liðið. Ekki að flýta sér Benítez hefur mikið álit á norskum leikmönnum „Það sem mér líkar best við norsku leikmennina er að þeir eru fagmannlegir og vilja alltaf verða betri. Ég horfði líka á Noreg spila við Slóveníu og næstum því allan leikinn þeirra á móti Kasakstan. Þeir voru miklu betri í þessum leikjum, pressuðu vel og voru vel skipulagðir,“ sagði Benítez. „Kannski voru það samt nokkrir hlutir sem ég hefði gert öðruvísi þegar kemur að liðsskipulaginu,“ sagði Benítez. Hann tekur það þó fram að hann vilji ekki tjá sig um störf sem eru ekki laus. Hann er heldur ekkert að flýta sér í nýtt starf. Það þarf jafnvægi í liðið „Ég mun bíða og sjá hvað gerist á næstu mánuðum. Ég tel samt að ég gæti komið liðinu á EM eða HM og reyna að ná árangri þar,“ sagði Benítez. „Liðið er með mjög góða leikmenn framarlega á vellinum. Vörnin er vel skipulögð en svo snýst þetta um að breyta nokkrum hlutum. Það þarf jafnvægi í liðið,“ sagði Benítez. Benítez er þekktastur fyrir að vinna Meistaradeildina með Liverpool en hann gerði Valencia einnig tvisvar að spænskum meisturum, Internazionale að heimsmeisturum félagsliða og vann Evrópudeildina með Chelsea.
Norski boltinn HM 2026 í fótbolta Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Sjá meira