Skrifaði á skothylki sem urðu eftir Samúel Karl Ólason skrifar 5. desember 2024 17:52 Nýjar myndir af manni sem talinn er vera morðinginn voru birtar í dag. Lögreglan í New York Maðurinn sem skaut forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna til bana á götum New York í gær, er sagður hafa skilið eftir skilaboð á patrónum, eða skothylkjum, skota sem hann skaut Brian Thompson með. Þá hafa verið birtar nýjar myndir af manninum, þær fyrstu þar sem andlit hans sést, en maðurinn gengur enn laus. Thompson var skotinn til bana fyrir utan hótel á Manhattan í gær, þar sem hann var að halda árlega fjárfestaráðstefnu. Svo virðist sem morðinginn hafi beðið sérstaklega eftir Thompson og skaut hann í bakið með skammbyssu með hljóðdeyfi. Morðið náðist á mynd úr öryggismyndavél og sést þar hvernig byssan stóð á sér milli skota og að launmorðinginn brást mjög hratt við því. Sagt var frá því í dag að morðinginn hefði skrifað á patrónur sem urðu eftir á vettvangi morðsins. Á meðal þess sem hann hafði skrifað voru orðin „Defend“, „delay“ og „deny“ eða „Verja“, „tefja“ og „neita“. Í grein New York Times segir mögulegt að með því sé morðinginn að vísa til þess hvernig tryggingafélög eiga það til að reyna að komast hjá því að greiða veiku fólki út sjúkratryggingar. Fyrirtækið UnitedHealthcare, sem Thompson stýrði, hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir slíka háttsemi á undanförnum árum. Sagt var frá því í gær að Thompson hefði borist nokkrar hótanir að undanförnu en hversu alvarlegar þær voru liggur ekki fyrir. Thompson sjálfur var ekki með nokkurs konar öryggisgæslu. Var á gistiheimili Nýju myndirnar af manninum sem birtar voru í dag voru teknar á gistiheimili þar sem maðurinn er talinn hafa gist í aðdraganda morðsins. Ekki er vitað hvað hann heitir en NYT segir rannsakendur hafa nokkrar vísbendingar til að rannsaka. Eric Adams, umdeildur borgarstjóri New York, sagði í dag að lögreglan væri á réttri slóð og að morðinginn yrði handsamaður. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Erlend sakamál Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Tengdar fréttir Leita enn byssumannsins og lofa peningaverðlaunum Lögreglan í New York-borg í Bandaríkjunum leitar enn logandi ljósi að vísbendingum um mann sem skaut annan til bana fyrir utan hótel á Manhattan í gær. 5. desember 2024 06:33 Launmorð á götum New York Umfangsmikil leit stendur yfir í New York í Bandaríkjunum að manni sem skaut mann til bana fyrir utan hótel á Manhattan. Brian Thompson, forstjóri UnitedHealthcare, eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna, var skotinn ítrekað þar sem hann var að halda fjárfestaráðstefnu. 4. desember 2024 17:50 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir „Þetta er í rauninni þreyfingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Sjá meira
Thompson var skotinn til bana fyrir utan hótel á Manhattan í gær, þar sem hann var að halda árlega fjárfestaráðstefnu. Svo virðist sem morðinginn hafi beðið sérstaklega eftir Thompson og skaut hann í bakið með skammbyssu með hljóðdeyfi. Morðið náðist á mynd úr öryggismyndavél og sést þar hvernig byssan stóð á sér milli skota og að launmorðinginn brást mjög hratt við því. Sagt var frá því í dag að morðinginn hefði skrifað á patrónur sem urðu eftir á vettvangi morðsins. Á meðal þess sem hann hafði skrifað voru orðin „Defend“, „delay“ og „deny“ eða „Verja“, „tefja“ og „neita“. Í grein New York Times segir mögulegt að með því sé morðinginn að vísa til þess hvernig tryggingafélög eiga það til að reyna að komast hjá því að greiða veiku fólki út sjúkratryggingar. Fyrirtækið UnitedHealthcare, sem Thompson stýrði, hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir slíka háttsemi á undanförnum árum. Sagt var frá því í gær að Thompson hefði borist nokkrar hótanir að undanförnu en hversu alvarlegar þær voru liggur ekki fyrir. Thompson sjálfur var ekki með nokkurs konar öryggisgæslu. Var á gistiheimili Nýju myndirnar af manninum sem birtar voru í dag voru teknar á gistiheimili þar sem maðurinn er talinn hafa gist í aðdraganda morðsins. Ekki er vitað hvað hann heitir en NYT segir rannsakendur hafa nokkrar vísbendingar til að rannsaka. Eric Adams, umdeildur borgarstjóri New York, sagði í dag að lögreglan væri á réttri slóð og að morðinginn yrði handsamaður.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Erlend sakamál Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Tengdar fréttir Leita enn byssumannsins og lofa peningaverðlaunum Lögreglan í New York-borg í Bandaríkjunum leitar enn logandi ljósi að vísbendingum um mann sem skaut annan til bana fyrir utan hótel á Manhattan í gær. 5. desember 2024 06:33 Launmorð á götum New York Umfangsmikil leit stendur yfir í New York í Bandaríkjunum að manni sem skaut mann til bana fyrir utan hótel á Manhattan. Brian Thompson, forstjóri UnitedHealthcare, eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna, var skotinn ítrekað þar sem hann var að halda fjárfestaráðstefnu. 4. desember 2024 17:50 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir „Þetta er í rauninni þreyfingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Sjá meira
Leita enn byssumannsins og lofa peningaverðlaunum Lögreglan í New York-borg í Bandaríkjunum leitar enn logandi ljósi að vísbendingum um mann sem skaut annan til bana fyrir utan hótel á Manhattan í gær. 5. desember 2024 06:33
Launmorð á götum New York Umfangsmikil leit stendur yfir í New York í Bandaríkjunum að manni sem skaut mann til bana fyrir utan hótel á Manhattan. Brian Thompson, forstjóri UnitedHealthcare, eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna, var skotinn ítrekað þar sem hann var að halda fjárfestaráðstefnu. 4. desember 2024 17:50