Franska ríkisstjórnin fallin Samúel Karl Ólason skrifar 4. desember 2024 20:20 Michel Barnier á þingi fyrr í kvöld. Þar ávarpaði hann þingmenn en vantrautstillaga gegn honum var samþykkt. AP/Michel Euler Ríkisstjórn Michel Barnier, forsætisráðherra Frakklands, er fallin. Vantrauststillaga gegn ríkisstjórninni var samþykkt á þingi í kvöld, eins og stefnt hefur í á undanförnum dögum. Þingmenn kalla nú eftir afsögn Emmanuel Macron, forseta. Vinstri og hægri flokkar tóku höndum saman gegn Barnier eftir að hann þvingaði óvinsælt fjárlagafrumvarp gegnum þingið án atkvæðagreiðslu þar. 331 þingmaður, af 574, greiddi atkvæði með tillögunni en 288 þingmenn þurfti til. Samkvæmt frétt France24 er þetta í fyrsta sinn frá 1962 sem vantrauststillaga gegn forsætisráðherra er samþykkt. Þá var Georges Pompidou forsætisráðherra og Charles de Gaulle forseti. Þó vantrauststillagan hafi verið samþykkt mun Barnier sitja áfram í embætti þar til Emmanuel Macron, forseti, finnur annan mann í embættið. Macron hefur heitið því að finna nýjan forsætisráðherra eins og hratt og auðið er. Þingmenn á vinstri vængnum í Frakklandi hafa í kvöld kallað eftir því að Macron fari með Barnier og boði til skyndikosninga. Það sé eina leiðin til að leysa pólitíska krísu Frakklands. Macron hefur áður sagt að það komi ekki til greina. Macron ætlar að ávarpa þjóðina í kvöld. Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi, sem er stærsti flokkurinn á þingi, hefur ekki kallað eftir afsögn Macrons en ítrekaði í kvöld að hann væri undir miklum þrýstingi. Sjá einnig: Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Le Monde segir að þó Le Pen hafi ekki kallað eftir afsögn Macron, þá séu flokksmenn hennar og annarra flokka á hægri vængnum að gera það. Meðal annars hafa þessir þingmenn lýst Macron í embætti forseta sem liðnu líki og sagt að Barnier sé ekki vandamálið. Það sé Macron sjálfur. Hann sé einangraður forseti með minnihluta á þingi. Frakkland Kosningar í Frakklandi Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Sigríður Björk segir af sér Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Sjá meira
Vinstri og hægri flokkar tóku höndum saman gegn Barnier eftir að hann þvingaði óvinsælt fjárlagafrumvarp gegnum þingið án atkvæðagreiðslu þar. 331 þingmaður, af 574, greiddi atkvæði með tillögunni en 288 þingmenn þurfti til. Samkvæmt frétt France24 er þetta í fyrsta sinn frá 1962 sem vantrauststillaga gegn forsætisráðherra er samþykkt. Þá var Georges Pompidou forsætisráðherra og Charles de Gaulle forseti. Þó vantrauststillagan hafi verið samþykkt mun Barnier sitja áfram í embætti þar til Emmanuel Macron, forseti, finnur annan mann í embættið. Macron hefur heitið því að finna nýjan forsætisráðherra eins og hratt og auðið er. Þingmenn á vinstri vængnum í Frakklandi hafa í kvöld kallað eftir því að Macron fari með Barnier og boði til skyndikosninga. Það sé eina leiðin til að leysa pólitíska krísu Frakklands. Macron hefur áður sagt að það komi ekki til greina. Macron ætlar að ávarpa þjóðina í kvöld. Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi, sem er stærsti flokkurinn á þingi, hefur ekki kallað eftir afsögn Macrons en ítrekaði í kvöld að hann væri undir miklum þrýstingi. Sjá einnig: Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Le Monde segir að þó Le Pen hafi ekki kallað eftir afsögn Macron, þá séu flokksmenn hennar og annarra flokka á hægri vængnum að gera það. Meðal annars hafa þessir þingmenn lýst Macron í embætti forseta sem liðnu líki og sagt að Barnier sé ekki vandamálið. Það sé Macron sjálfur. Hann sé einangraður forseti með minnihluta á þingi.
Frakkland Kosningar í Frakklandi Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Sigríður Björk segir af sér Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Sjá meira