Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Sindri Sverrisson skrifar 4. desember 2024 07:02 Þórir Hergeirsson og Katrine Lunde eiga bæði ríkan þátt í gríðarlegri velgengni Noregs í gegnum árin. Samsett/Getty Markvörðurinn magnaði Katrine Lunde fékk kökk í hálsinn þegar hún var beðin um að lýsa því hvernig væri að hafa eins skilningsríkan þjálfara og Þóri Hergeirsson, í norska landsliðinu í handbolta. Lunde er aldursforseti norska hópsins á Evrópumótinu sem nú stendur yfir, 44 ára gömul, og hefur unnið til fjölmargra verðlauna með Þóri í gegnum árin. Hún hefur hins vegar misst af síðustu tveimur leikjum á EM, eftir að hafa fengið leyfi hjá Þóri til að ferðast frá Innsbruck í Austurríki og heim til Noregs. Lunde útskýrði í gær að tilgangurinn með ferðinni hefði verið sá að hún gæti sótt dóttur sína sem hún flaug svo með til Belgrad en eiginmaður Lunde, Nikola Trajkovic, þjálfar þar lið í efstu deild serbneska fótboltans. Í gær sneri Lunde svo aftur til móts við norska hópinn og verður því til taks í milliriðlakeppninni sem hefst hjá Noregi með sannkölluðum stórleik við Danmörku í Vínarborg á morgun. „Lært mikið af honum um jafnrétti“ Lunde var svo spurð að því á blaðamannafundi í gær hvernig væri að hafa þjálfara sem styddi svona við hana, og var bersýnilega hrærð: „Ég fæ bara kökk í hálsinn,“ sagði hún eftir stutt hlé en hélt svo áfram: „Ég er mjög stolt af því hvernig Þórir tekur á málum. Ég hef sagt það nokkrum sinnum. Þórir hefur komið með gríðarlega margt inn í landsliðið. Auðvitað það sem snertir íþróttina en líka það mannlega. Þar eru nokkrir hlutir sem hafa áhrif á hvernig við stöndum okkur. Ég hef lært mikið af honum um jafnrétti,“ sagði Lunde. Ákvörðunin tekin fyrir mót Þórir vissi að hann myndi missa Lunde út þegar hann valdi EM-hópinn sinn og var því um samkomulag á milli hans og markvarðarins að ræða. Það er alveg skiljanlegt að Lunde fái smá slaka því hún hefur heldur betur skilað til norska kvennalandsliðsins síðustu ár. Lunde, er sigursælasta handboltakona allra tíma og hefur spilað með norska landsliðinu frá árinu 2002. Hún hefur unnið ellefu gull á stórmótum með norska landsliðinu og síðasti leikur hennar, fyrsti leikur Noregs á Evrópumótinu, var leikur númer 366 fyrir norska landsliðið. Lunda er enn í dag einn besti markvörður heims enda valin mikilvægasti leikmaðurinn þegar norska liðið vann gull á Ólympíuleikunum í París í sumar. Hún hefur þrisvar verið valin besti markvörður EM og er nú að reyna að verða Evrópumeistari í sjöunda skiptið. EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira
Lunde er aldursforseti norska hópsins á Evrópumótinu sem nú stendur yfir, 44 ára gömul, og hefur unnið til fjölmargra verðlauna með Þóri í gegnum árin. Hún hefur hins vegar misst af síðustu tveimur leikjum á EM, eftir að hafa fengið leyfi hjá Þóri til að ferðast frá Innsbruck í Austurríki og heim til Noregs. Lunde útskýrði í gær að tilgangurinn með ferðinni hefði verið sá að hún gæti sótt dóttur sína sem hún flaug svo með til Belgrad en eiginmaður Lunde, Nikola Trajkovic, þjálfar þar lið í efstu deild serbneska fótboltans. Í gær sneri Lunde svo aftur til móts við norska hópinn og verður því til taks í milliriðlakeppninni sem hefst hjá Noregi með sannkölluðum stórleik við Danmörku í Vínarborg á morgun. „Lært mikið af honum um jafnrétti“ Lunde var svo spurð að því á blaðamannafundi í gær hvernig væri að hafa þjálfara sem styddi svona við hana, og var bersýnilega hrærð: „Ég fæ bara kökk í hálsinn,“ sagði hún eftir stutt hlé en hélt svo áfram: „Ég er mjög stolt af því hvernig Þórir tekur á málum. Ég hef sagt það nokkrum sinnum. Þórir hefur komið með gríðarlega margt inn í landsliðið. Auðvitað það sem snertir íþróttina en líka það mannlega. Þar eru nokkrir hlutir sem hafa áhrif á hvernig við stöndum okkur. Ég hef lært mikið af honum um jafnrétti,“ sagði Lunde. Ákvörðunin tekin fyrir mót Þórir vissi að hann myndi missa Lunde út þegar hann valdi EM-hópinn sinn og var því um samkomulag á milli hans og markvarðarins að ræða. Það er alveg skiljanlegt að Lunde fái smá slaka því hún hefur heldur betur skilað til norska kvennalandsliðsins síðustu ár. Lunde, er sigursælasta handboltakona allra tíma og hefur spilað með norska landsliðinu frá árinu 2002. Hún hefur unnið ellefu gull á stórmótum með norska landsliðinu og síðasti leikur hennar, fyrsti leikur Noregs á Evrópumótinu, var leikur númer 366 fyrir norska landsliðið. Lunda er enn í dag einn besti markvörður heims enda valin mikilvægasti leikmaðurinn þegar norska liðið vann gull á Ólympíuleikunum í París í sumar. Hún hefur þrisvar verið valin besti markvörður EM og er nú að reyna að verða Evrópumeistari í sjöunda skiptið.
EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira