Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Sindri Sverrisson skrifar 3. desember 2024 23:32 Ruben Dias og félagar í Manchester City eru vanir því að vinna flesta leiki en hafa nú ekki unnið í sjö leikjum í röð. getty/Carl Recine Rúben Dias, varnarmaður Manchester City, reiddist fréttamanni eftir ítrekaðar spurningar um það hvernig leikmenn liðsins reyndu að takast á við versta gengi þess í háa herrans tíð. Leikmenn Manchester City hafa aldrei gengið í gegnum eins erfiða tíma og nú með liðinu en eftir tapið gegn Liverpool á sunnudaginn er City ellefu stigum frá toppi ensku úrvalsdeildarinnar. City hefur ekki unnið í síðustu sjö leikjum sínum og tapað sex þeirra. Um þetta spurði norski fréttamaðurinn Jan Aage Fjortoft, fyrrverandi framherji í ensku úrvalsdeildinni, í viðtali hjá Viaplay eftir leikinn á Anfield. Fjortoft vildi vita hvernig leikmenn öxluðu ábyrgð í þessum aðstæðum, og hvort þeir hefðu til dæmis sjálfir tekið upp á því að halda liðsfundi til að fara yfir stöðuna. Dias virtist allt annað en sáttur við þessar spurningar. „Þú veist að þú ert að tala við einn af leikmönnum eins af liðunum í heiminum sem unnið hafa mest á síðustu árum?“ spurði Dias. „Hugsaðu út í það og vertu viss um að við vitum hvernig á að takast á við þetta,“ bætti hann við. Jan, as an ex pro, understands the frustrations of the player here. Not sure there’s many, if any, who could handle a surly, difficult interviewee better. That said, it’s really poor from Ruben Dias pic.twitter.com/73W5WvBBDg— John Bradley (@jbradleymedia) December 2, 2024 Fjortoft lét stælana í Dias ekki koma sér úr jafnvægi og benti á að þessi sjö leikja törn án sigurs væri algjört einsdæmi hjá City undir stjórn Pep Guardiola. Þess vegna vildi hann vita hvað væri að fara í gegnum hausinn á leikmönnum. „Ekkert mál. Bara næsti leikur,“ sagði Dias stuttorður en næsti leikur City er gegn Nottingham Forest annað kvöld. Liðið á svo útileik við Crystal Palace áður en við taka leikir við Juventus og Manchester United. Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Sjá meira
Leikmenn Manchester City hafa aldrei gengið í gegnum eins erfiða tíma og nú með liðinu en eftir tapið gegn Liverpool á sunnudaginn er City ellefu stigum frá toppi ensku úrvalsdeildarinnar. City hefur ekki unnið í síðustu sjö leikjum sínum og tapað sex þeirra. Um þetta spurði norski fréttamaðurinn Jan Aage Fjortoft, fyrrverandi framherji í ensku úrvalsdeildinni, í viðtali hjá Viaplay eftir leikinn á Anfield. Fjortoft vildi vita hvernig leikmenn öxluðu ábyrgð í þessum aðstæðum, og hvort þeir hefðu til dæmis sjálfir tekið upp á því að halda liðsfundi til að fara yfir stöðuna. Dias virtist allt annað en sáttur við þessar spurningar. „Þú veist að þú ert að tala við einn af leikmönnum eins af liðunum í heiminum sem unnið hafa mest á síðustu árum?“ spurði Dias. „Hugsaðu út í það og vertu viss um að við vitum hvernig á að takast á við þetta,“ bætti hann við. Jan, as an ex pro, understands the frustrations of the player here. Not sure there’s many, if any, who could handle a surly, difficult interviewee better. That said, it’s really poor from Ruben Dias pic.twitter.com/73W5WvBBDg— John Bradley (@jbradleymedia) December 2, 2024 Fjortoft lét stælana í Dias ekki koma sér úr jafnvægi og benti á að þessi sjö leikja törn án sigurs væri algjört einsdæmi hjá City undir stjórn Pep Guardiola. Þess vegna vildi hann vita hvað væri að fara í gegnum hausinn á leikmönnum. „Ekkert mál. Bara næsti leikur,“ sagði Dias stuttorður en næsti leikur City er gegn Nottingham Forest annað kvöld. Liðið á svo útileik við Crystal Palace áður en við taka leikir við Juventus og Manchester United.
Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Sjá meira