Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar 3. desember 2024 16:02 Stjórn Félags atvinnurekenda telur brýnt að koma á framfæri við stjórnmálaflokkana, sem fengu kjörna þingmenn í alþingiskosningunum á laugardag, nokkrum hagsmunamálum fyrirtækjanna. Góður rekstur fyrirtækja er undirstaða atvinnu og velferðar í landinu og mikilvægt að hagsmunamál atvinnulífsins fái sinn sess í nýjum stjórnarsáttmála. Eftirfarandi ályktun var samþykkt af stjórninni í gær, 2. desember, og send á formenn allra flokkanna sex. I. Jafnvægi og ráðdeild í ríkisfjármálum Ný ríkisstjórn ætti að stefna að því að skila hallalausum fjárlögum án skattahækkana á fyrirtækin, en með rækilegri tiltekt á gjaldahlið ríkissjóðs. Jafnvægi í ríkisrekstrinum er gífurlega mikilvægt til að stuðla að áframhaldandi lækkun verðbólgu og vaxta. Til þess að ná markmiðum um hagræðingu og sveigjanleika í rekstri ríkisins þarf að fækka ríkisstarfsmönnum og breyta lögum sem veita þeim sérréttindi umfram launþega á almennum vinnumarkaði, á borð við uppsagnarvernd. II. Eftirlit með opinberum innkaupum Tryggja þarf að opinberar stofnanir fari að lögum um opinber innkaup með því að bjóða út innkaup á vörum og þjónustu. Slíkt er bæði mikilvægt fyrir buddu skattgreiðenda og samkeppni á markaði. Í dag vantar stórlega upp á eftirlit með því að stofnanir fari að lögum. FA leggur til að Samkeppniseftirlitið verði eflt og fái það hlutverk að fylgja eftir lögunum um opinber innkaup. III. Afnám samkeppnishindrana Ný ríkisstjórn ætti að stuðla að eflingu samkeppni og afnema samkeppnishindranir. Fella ætti úr gildi undanþágur mjólkur- og kjötiðnaðarins frá samkeppnislögum og tryggja að öll fyrirtæki starfi eftir sömu samkeppnislöggjöf. Fylgja þarf eftir áliti Samkeppniseftirlitsins um samkeppnishömlur í sjávarútvegi og afnema tvöfalda verðlagningu sjávarafla. Stjórnvöld þurfa að fylgja fast eftir ábendingum samkeppnisyfirvalda til að tryggja virka samkeppni á flutningamarkaði, sem er eitt stærsta hagsmunamál fyrirtækjanna. IV. Lækkun tolla og lægra matvöruverð Lækkun tolla á búvörum stuðlar að því að efla samkeppni og lækka verð á nauðsynjum. Færa á stuðning við landbúnaðinn í auknum mæli frá ómarkvissri og samkeppnishamlandi tollvernd og í gegnsæjar beinar greiðslur til bænda. Stjórnvöld eiga að hætta að rugla í tollskránni í þágu sérhagsmuna; slíkt skapar uppnám í milliríkjaviðskiptum Íslands og vinnur gegn fyrirsjáanleika í rekstrarumhverfi innflutningsfyrirtækja. Úthluta á tollkvótum, sem Ísland hefur samið um í milliríkjasamningum, án endurgjalds og koma í veg fyrir að innlendar afurðastöðvar geti boðið í tollkvóta og ýtt þannig upp verði á innflutningi. V. Bremsa á hækkun fasteignaskatta Ný ríkisstjórn ætti að taka til skoðunar tillögur FA, Samtaka íslenskra sveitarfélaga, Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, Húseigendafélagsins og Landssambands eldri borgara, um umbætur á kerfi fasteignaskatta. Á meðal þeirra er að sett verði eins konar skattabremsa á fasteignaskatta þannig að þótt skattstofninn, fasteignamatið, taki miklum breytingum verði hækkun og lækkun skattanna innan ákveðinna marka. VI. Breytt vinnubrögð á vinnumarkaði Nauðsynlegt er að stuðla að breyttum vinnubrögðum á vinnumarkaði, efla embætti ríkissáttasemjara og auka heimildir þess til að grípa inn í kjaradeilur í takt við það sem gerist í öðrum norrænum ríkjum. Tryggja þarf að opinberi markaðurinn hafi ekki forystuna varðandi breytingar á launum og öðrum starfskjörum, heldur fylgi eftir þeim kjarabótum sem fyrirtækin í landinu ráða við að semja um. VII. Einföldun regluverks Ráðast þarf í átak til að einfalda regluverk atvinnulífsins. Tryggja þarf að stjórnvöld fari eftir lögum um opinberar eftirlitsreglur og að ráðgjafanefnd um opinberar eftirlitsreglur verði skipuð á ný í samræmi við lögin. Fela ætti nefndinni það sérstaka verkefni að vinna gegn svokallaðri gullhúðun EES-reglna og gera tillögur um „afhúðun“, þ.e. að undið verði ofan af séríslenskum og íþyngjandi reglum, sem bætt hefur verið við Evrópureglur á undanförnum árum. VIII. Traust lífeyriskerfi Lífeyrissjóðirnir eru ein af undirstöðum velsældar á Íslandi, byggðir upp í góðu samstarfi atvinnurekenda og verkalýðshreyfingar um árabil. Tryggja þarf að lífeyrissjóðirnir haldi sjálfstæði sínu og vinni fyrst og fremst að því markmiði að að hámarka lífeyri sjóðsfélaga og tryggja þeim ævilangan lífeyri. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Alþingiskosningar 2024 Atvinnurekendur Efnahagsmál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórn Félags atvinnurekenda telur brýnt að koma á framfæri við stjórnmálaflokkana, sem fengu kjörna þingmenn í alþingiskosningunum á laugardag, nokkrum hagsmunamálum fyrirtækjanna. Góður rekstur fyrirtækja er undirstaða atvinnu og velferðar í landinu og mikilvægt að hagsmunamál atvinnulífsins fái sinn sess í nýjum stjórnarsáttmála. Eftirfarandi ályktun var samþykkt af stjórninni í gær, 2. desember, og send á formenn allra flokkanna sex. I. Jafnvægi og ráðdeild í ríkisfjármálum Ný ríkisstjórn ætti að stefna að því að skila hallalausum fjárlögum án skattahækkana á fyrirtækin, en með rækilegri tiltekt á gjaldahlið ríkissjóðs. Jafnvægi í ríkisrekstrinum er gífurlega mikilvægt til að stuðla að áframhaldandi lækkun verðbólgu og vaxta. Til þess að ná markmiðum um hagræðingu og sveigjanleika í rekstri ríkisins þarf að fækka ríkisstarfsmönnum og breyta lögum sem veita þeim sérréttindi umfram launþega á almennum vinnumarkaði, á borð við uppsagnarvernd. II. Eftirlit með opinberum innkaupum Tryggja þarf að opinberar stofnanir fari að lögum um opinber innkaup með því að bjóða út innkaup á vörum og þjónustu. Slíkt er bæði mikilvægt fyrir buddu skattgreiðenda og samkeppni á markaði. Í dag vantar stórlega upp á eftirlit með því að stofnanir fari að lögum. FA leggur til að Samkeppniseftirlitið verði eflt og fái það hlutverk að fylgja eftir lögunum um opinber innkaup. III. Afnám samkeppnishindrana Ný ríkisstjórn ætti að stuðla að eflingu samkeppni og afnema samkeppnishindranir. Fella ætti úr gildi undanþágur mjólkur- og kjötiðnaðarins frá samkeppnislögum og tryggja að öll fyrirtæki starfi eftir sömu samkeppnislöggjöf. Fylgja þarf eftir áliti Samkeppniseftirlitsins um samkeppnishömlur í sjávarútvegi og afnema tvöfalda verðlagningu sjávarafla. Stjórnvöld þurfa að fylgja fast eftir ábendingum samkeppnisyfirvalda til að tryggja virka samkeppni á flutningamarkaði, sem er eitt stærsta hagsmunamál fyrirtækjanna. IV. Lækkun tolla og lægra matvöruverð Lækkun tolla á búvörum stuðlar að því að efla samkeppni og lækka verð á nauðsynjum. Færa á stuðning við landbúnaðinn í auknum mæli frá ómarkvissri og samkeppnishamlandi tollvernd og í gegnsæjar beinar greiðslur til bænda. Stjórnvöld eiga að hætta að rugla í tollskránni í þágu sérhagsmuna; slíkt skapar uppnám í milliríkjaviðskiptum Íslands og vinnur gegn fyrirsjáanleika í rekstrarumhverfi innflutningsfyrirtækja. Úthluta á tollkvótum, sem Ísland hefur samið um í milliríkjasamningum, án endurgjalds og koma í veg fyrir að innlendar afurðastöðvar geti boðið í tollkvóta og ýtt þannig upp verði á innflutningi. V. Bremsa á hækkun fasteignaskatta Ný ríkisstjórn ætti að taka til skoðunar tillögur FA, Samtaka íslenskra sveitarfélaga, Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, Húseigendafélagsins og Landssambands eldri borgara, um umbætur á kerfi fasteignaskatta. Á meðal þeirra er að sett verði eins konar skattabremsa á fasteignaskatta þannig að þótt skattstofninn, fasteignamatið, taki miklum breytingum verði hækkun og lækkun skattanna innan ákveðinna marka. VI. Breytt vinnubrögð á vinnumarkaði Nauðsynlegt er að stuðla að breyttum vinnubrögðum á vinnumarkaði, efla embætti ríkissáttasemjara og auka heimildir þess til að grípa inn í kjaradeilur í takt við það sem gerist í öðrum norrænum ríkjum. Tryggja þarf að opinberi markaðurinn hafi ekki forystuna varðandi breytingar á launum og öðrum starfskjörum, heldur fylgi eftir þeim kjarabótum sem fyrirtækin í landinu ráða við að semja um. VII. Einföldun regluverks Ráðast þarf í átak til að einfalda regluverk atvinnulífsins. Tryggja þarf að stjórnvöld fari eftir lögum um opinberar eftirlitsreglur og að ráðgjafanefnd um opinberar eftirlitsreglur verði skipuð á ný í samræmi við lögin. Fela ætti nefndinni það sérstaka verkefni að vinna gegn svokallaðri gullhúðun EES-reglna og gera tillögur um „afhúðun“, þ.e. að undið verði ofan af séríslenskum og íþyngjandi reglum, sem bætt hefur verið við Evrópureglur á undanförnum árum. VIII. Traust lífeyriskerfi Lífeyrissjóðirnir eru ein af undirstöðum velsældar á Íslandi, byggðir upp í góðu samstarfi atvinnurekenda og verkalýðshreyfingar um árabil. Tryggja þarf að lífeyrissjóðirnir haldi sjálfstæði sínu og vinni fyrst og fremst að því markmiði að að hámarka lífeyri sjóðsfélaga og tryggja þeim ævilangan lífeyri. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun