„Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Valur Páll Eiríksson skrifar 3. desember 2024 15:01 Díana Dögg er sérlega spennt að mæta þeim þýsku. Vísir/Hulda Margrét Díana Dögg Magnúsdóttir þekkir þýska landsliðið betur en margur í íslenska kvennalandsliðinu enda leikið í Þýskalandi undanfarin ár. Hún segir töluverða pressu á Þjóðverjunum og hjá þeim hafi gengið á ýmsu. „Mér finnst geggjað að fá að spila á móti Þjóðverjum. Náttúrulega margir leikmenn sem maður hefur spilað oft við síðustu árin og þekki þær vel. Við viljum sýna hvað við getum og okkar rétta andlit á móti þeim,“ segir Díana Dögg sem leikur með Blomberg-Lippe í Þýskalandi og hefur fylgst vel með umfjölluninni um þýska liðið. „Þær eru særðar og vilja auðvitað sýna hvað þær geta. Á móti Hollendingum voru þær ekki alveg á sínum rétta stað, fyrir utan byrjunina. En við þurfum að vera klárar að slá þær til baka. Þær munu spila hart,“ segir Díana Dögg. Klippa: Díana Dögg hugsaði lítið og stressaði sig minna Er mikil pressa á þessu þýska liði? „Það er mikil pressa á þeim. Þær komu sér inn á ÓL fyrir sumarið en stóðu sig ekki vel þar og þær fengu að alveg að heyra það að þetta væri ekki í lagi. Þær eru alveg búnar að taka nokkra krísufundina og maður hefur heyrt eitthvað um þá,“ „Það er mikils ætlast til af þeim og þær ætla sér að koma sér í þennan topp sex klúbb. Núna sér maður mikið á miðlunum að þær eru gagnrýndar fyrir það að þær eigi langt í land. Að sjálfsögðu viljum við nýta það tækifæri og slá þær út,“ segir Díana og bætir við: „Öll pressan er á þeim og við höfum allt að vinna.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Fram undan hjá íslenska liðinu er hreinn úrslitaleikur við Þýskaland um það hvort liðanna fer áfram í milliriðil í Vínarborg. Leikurinn er klukkan 19:30 í kvöld og verður íslenska liðinu fylgt vel eftir á Vísi fram að leik. EM kvenna í handbolta 2024 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Íslenski boltinn „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira
„Mér finnst geggjað að fá að spila á móti Þjóðverjum. Náttúrulega margir leikmenn sem maður hefur spilað oft við síðustu árin og þekki þær vel. Við viljum sýna hvað við getum og okkar rétta andlit á móti þeim,“ segir Díana Dögg sem leikur með Blomberg-Lippe í Þýskalandi og hefur fylgst vel með umfjölluninni um þýska liðið. „Þær eru særðar og vilja auðvitað sýna hvað þær geta. Á móti Hollendingum voru þær ekki alveg á sínum rétta stað, fyrir utan byrjunina. En við þurfum að vera klárar að slá þær til baka. Þær munu spila hart,“ segir Díana Dögg. Klippa: Díana Dögg hugsaði lítið og stressaði sig minna Er mikil pressa á þessu þýska liði? „Það er mikil pressa á þeim. Þær komu sér inn á ÓL fyrir sumarið en stóðu sig ekki vel þar og þær fengu að alveg að heyra það að þetta væri ekki í lagi. Þær eru alveg búnar að taka nokkra krísufundina og maður hefur heyrt eitthvað um þá,“ „Það er mikils ætlast til af þeim og þær ætla sér að koma sér í þennan topp sex klúbb. Núna sér maður mikið á miðlunum að þær eru gagnrýndar fyrir það að þær eigi langt í land. Að sjálfsögðu viljum við nýta það tækifæri og slá þær út,“ segir Díana og bætir við: „Öll pressan er á þeim og við höfum allt að vinna.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Fram undan hjá íslenska liðinu er hreinn úrslitaleikur við Þýskaland um það hvort liðanna fer áfram í milliriðil í Vínarborg. Leikurinn er klukkan 19:30 í kvöld og verður íslenska liðinu fylgt vel eftir á Vísi fram að leik.
EM kvenna í handbolta 2024 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Íslenski boltinn „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira