„Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Árni Gísli Magnússon skrifar 11. desember 2025 21:33 Einar Baldvin Baldvinsson einbeittur á svip. Vísir/Jón Gautur Einar Baldvin Baldvinsson, markmaður hjá Aftureldingu, átti stórleik þegar Afturelding sigraði KA með sex marka mun norður á Akureyri í fjórtándu umferð Olís deildar karla í handbolta. Lokatölur 22-28. Einar varði 19 skot sem gerir 50% markvörslu og mætti hress í viðtal að leik loknum. „Þetta er erfiðasti útivöllurinni til að koma á þannig ég er mjög stoltur að hafa mætt með rétta hugarfarið. Það er erfitt að komast hingað og erfitt að komast í gang í svona mikilli stemningu en við bara náðum að kalla eitthvað innra með okkur sem uppskar þennan sigur“. Undiritaður benti Einari á að hann sjálfur hafi ekki verið lengi í gang en Einar virtist ekki alveg muna það. „Ég veit það ekki, þetta er svona smá í móðu, ég var aðeins æstur en það er bara eins og það er“ sagði Einar og hló. Afturelding leiddi með einu marki í hálfleik en komst svo í 8 marka forystu þar sem KA skoraði ekki mark fyrr en eftir þrettán mínútur í síðari hálfleik og þakkar Einar vörninni helst fyrir þann kafla. „Vörnin held ég bara. Þeir voru sturlaðir þarna í vörninni fyrir framan, ég hafði ekki mikið fyrir þessu. Allt kredit fyrir þá og bara uppleggið hjá Stefáni (Árnasyni) þjálfara og Danna (Daníeli Berg Grétarssyni) og Hreiðari (Levý Guðmundssyni) líka, það má ekki gleyma kónginum á Akureyri [innsk.: Hreiðar varði mark KA á árum áður].“ Einar fór í viðtal fyrr í vetur þar sem hann fór yfir það hvernig hann notar gervigreind til að hjálpa sér í undirbúning fyrir leiki og því kjörið að spyrja kauða hvort það hafi skilað frammistöðunni í kvöld. Það var ekki bara ChatGPT sem var að skila þessum vörslum? „Alls ekki“, sagði Einar og hló mikið áður en hann hélt áfram: „Þetta var alls ekki það, þetta var bara barátta og vilji hjá okkur sko.“ „Það er markmiðið okkar allavega að spila fasta og góða vörn og reyna vinna þannig leiki ásamt því að spila sókn og skora meira en hinir og fá færri mörk á sig.“ Þið viljið svo væntanlega fara inn í pásuna löngu á fullu skriði? „Já bara hundrað prósent, við eigum tvo leiki eftir núna fram að jólum og nú er bara næsti leikur á mánudaginn á móti ÍR og við verðum bara að mæta fókuseraðir í hann og bara mæta eins í þann leik því að þeir geta verið rosalega erfiðir.“ Blaðamaður benti á að það væri auðveldara að fara í Breiðholtið og átti þá við hvaða varðar ferðalengd en Einar var fljótur að benda á að þangað væri erfitt að fara. „Það erfitt að fara í Breiðholtið eigum við ekki að segja það líka! En já það er styttri leið“, sagði hinn kampakáti Einar að endingu. Olís-deild karla Afturelding KA Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Handbolti Fleiri fréttir „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta Sjá meira
Einar varði 19 skot sem gerir 50% markvörslu og mætti hress í viðtal að leik loknum. „Þetta er erfiðasti útivöllurinni til að koma á þannig ég er mjög stoltur að hafa mætt með rétta hugarfarið. Það er erfitt að komast hingað og erfitt að komast í gang í svona mikilli stemningu en við bara náðum að kalla eitthvað innra með okkur sem uppskar þennan sigur“. Undiritaður benti Einari á að hann sjálfur hafi ekki verið lengi í gang en Einar virtist ekki alveg muna það. „Ég veit það ekki, þetta er svona smá í móðu, ég var aðeins æstur en það er bara eins og það er“ sagði Einar og hló. Afturelding leiddi með einu marki í hálfleik en komst svo í 8 marka forystu þar sem KA skoraði ekki mark fyrr en eftir þrettán mínútur í síðari hálfleik og þakkar Einar vörninni helst fyrir þann kafla. „Vörnin held ég bara. Þeir voru sturlaðir þarna í vörninni fyrir framan, ég hafði ekki mikið fyrir þessu. Allt kredit fyrir þá og bara uppleggið hjá Stefáni (Árnasyni) þjálfara og Danna (Daníeli Berg Grétarssyni) og Hreiðari (Levý Guðmundssyni) líka, það má ekki gleyma kónginum á Akureyri [innsk.: Hreiðar varði mark KA á árum áður].“ Einar fór í viðtal fyrr í vetur þar sem hann fór yfir það hvernig hann notar gervigreind til að hjálpa sér í undirbúning fyrir leiki og því kjörið að spyrja kauða hvort það hafi skilað frammistöðunni í kvöld. Það var ekki bara ChatGPT sem var að skila þessum vörslum? „Alls ekki“, sagði Einar og hló mikið áður en hann hélt áfram: „Þetta var alls ekki það, þetta var bara barátta og vilji hjá okkur sko.“ „Það er markmiðið okkar allavega að spila fasta og góða vörn og reyna vinna þannig leiki ásamt því að spila sókn og skora meira en hinir og fá færri mörk á sig.“ Þið viljið svo væntanlega fara inn í pásuna löngu á fullu skriði? „Já bara hundrað prósent, við eigum tvo leiki eftir núna fram að jólum og nú er bara næsti leikur á mánudaginn á móti ÍR og við verðum bara að mæta fókuseraðir í hann og bara mæta eins í þann leik því að þeir geta verið rosalega erfiðir.“ Blaðamaður benti á að það væri auðveldara að fara í Breiðholtið og átti þá við hvaða varðar ferðalengd en Einar var fljótur að benda á að þangað væri erfitt að fara. „Það erfitt að fara í Breiðholtið eigum við ekki að segja það líka! En já það er styttri leið“, sagði hinn kampakáti Einar að endingu.
Olís-deild karla Afturelding KA Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Handbolti Fleiri fréttir „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta Sjá meira