Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar 30. nóvember 2024 16:15 Í baráttunni fyrir þingkosningar sem fram fara í dag hefur Alþýðusamband Íslands (ASÍ) lagt áherslu á að koma sjónarmiðum launafólks á framfæri. Það höfum við gert með ýmsu móti. Við efndum, ásamt BSRB, til opins fundar með leiðtogum stjórnmálaflokka, við höfum skrifað fjölmargar greinar, þar af nokkrar í samfloti við BSRB, við fengum Gallup til að gera fyrir okkur þjóðmálakönnun sem vakið hefur mikla athygli og síðast en ekki síst framleiddum við myndbönd sem dreift hefur verið á vefjum ASÍ og á samfélagsmiðlum og hlotið hafa góðar viðtökur. Hvað vinnslu og miðlun á efni og upplýsingum varðar hefur ASÍ stigið stór skref að undanförnu. Grunnurinn að öllu þessu starfi var lagður á 46. þingi Alþýðusambandsins sem haldið var í október. Þar eins og á fyrri þingum fór fram ítarleg málefnaumræða sem skilaði sér í fullbúinni stefnu í öllum helstu málaflokkum. Miklu skiptir að þessum grundvelli sé haldið til skila gagnvart almenningi í landinu. Þau sjónarmið sem birtast í öllu því efni sem ASÍ hefur miðlað fyrir kosningar í dag eru byggð á afstöðu launafólks og sýn þess til samfélagsins. Þannig birtist almannaviljinn á hinum lýðræðislega vettvangi og þannig skapast forsendur fyrir varðstöðu um almannahagsmuni sem er eitt helsta verkefni okkar fjölmennu samtaka. Þetta er sú pólitík sem Alþýðusambandið stundar og hún er óháð stjórnmálamönnum og flokkum þeirra. Í aðdraganda kosninganna höfum við leitast við að halda á lofti réttnefndum stórmálum sem við teljum einkennandi fyrir samfélag á krossgötum. Peningasuga í ríkissjóði Þar nefni ég fyrst markaðsvæðingu í heilbrigðiskerfinu og velferðarþjónustu, sem fjármagnsöflin hafa einsett sér að koma á og snýst fyrst og fremst um óheftan aðgang þeirra sömu að ríkissjóði landsmanna. Hið sama á við um orkumálin. Þar eygja fjárplógsmenn mikil tækifæri í frekari markaðsvæðingu líkt og sjá má af skipulögðum uppkaupum á landi undir vindmyllur og aðra starfsemi sem ætlað er að skapa viðkomandi mikinn hagnað með nýtingu auðlinda og landsins gæða. Og gleymum því ekki að þessi sömu öfl standa vörð um fákeppni og einokun í verslun og viðskiptum sem er fólkinu í landinu óheyrilega dýr. Nái þessir erindrekar sérhagsmuna markmiðum sínum verður Ísland gjörbreytt samfélag og þau umskipti munu ekki taka langan tíma. Hér verður innleitt einkavætt heilbrigðis- og velferðarkerfi og skiptir þá engu þótt fræðimenn í Svíþjóð, Bretlandi og víðar ráði Íslendingum eindregið frá því að halda út á þessa ógæfubraut. Í aðdraganda kosninganna fengum við hingað til lands tvo af virtustu sérfræðingum Svíþjóðar sem gerðu okkur grein fyrir þeim hörmungum sem fylgt hafa einkavæðingu í velferðarþjónustunni þar í landi. Viðvörunarorð þeirra voru áhrifamikil og afdráttarlaus. Mikil hækkun orkuverðs er markmiðið Aukna markaðsvæðingu má þegar greina í orkumálum og hefur þar mestu valdið innleiðing svonefndra „orkupakka“ Evrópusambandsins (ESB). Verð á raforku fer hækkandi í landinu enda hefur milliliðum verið fjölgað skipulega og stefnan er augljóslega sú að keyra verðið upp í það sem þekkist á meginlandinu. Þannig reyna peningaöflin í landinu að nýta sér lög og reglugerðir Evrópusambandsins sem þeir keppast síðan við að lýsa yfir að Íslendingar eigi ekkert erindi í. Það er fáheyrð ósvífni. Hér er í húfi sú sérstaða sem landsmenn hafa notið hvað varðar raforkuverð. Í alþjóðlegum samanburði er það eitt af örfáu sem fullyrða má að selt sér hér á landi við lægra verði en víðast hvar í okkar heimshluta. Mikil hækkun raforkuverðs yrði almenningi öllum þungt högg og vitanlega kæmi það verst við þá sem lægst hafa launin. Vatnið, jarðvarminn, landið og vindurinn Ásókn fjármagnsins í auðlindir landsins sést ekki síður í skipulögðum uppkaupum á jörðum sem nú er eina ferðina enn tekið að vara við. Fyrr í vikunni sagði framkvæmdastjóri Bændasamtakanna að jarðakaup innlendra og erlendra spákaupmanna fælu í sér ógnun við þjóðar- og fæðuöryggi. Þessir fulltrúar græðginnar eru á höttunum eftir vatnsauðlindum á bújörðum. Já, kalda vatnið er ekki síður verðmætt en jarðvarminn og vindurinn og er ómissandi í ýmissi starfsemi svo sem landeldi. Framkvæmdastjórinn telur að stjórnvöld hafi sofið á verðinum en er það örugglega svo? Vitaskuld er miklu líklegra að hagsmunaverðir hafi unnið og vinni að því að skapa fjárplógsmönnum möguleika til uppkaupa á bújörðum. Það er hægt að vinna milka vinnu með aðgerðarleysi. Og það virðist hafa tekist ágætlega. Velferðarþjónustan, auðlindirnar og innviðirnir hljóta að vera efst á verkefnalista þeirra sem standa vörð um hagsmuni almennings. Á þessum grunnsviðum samfélagsins stefna markaðsöflin að því að knýja fram grundvallarbreytingar þvert á vilja meirihluta þjóðarinnar. Í Þjóðmálakönnun ASÍ lýstu einungis 3% landsmanna sig hlynnt því að nýting auðlinda til orkuframleiðslu sé að miklu eða öllu leyti í höndum einkafyrirtækja. Alls kváðust 85% þeirrar skoðunar að nýting ætti alfarið eða að miklu leyti að vera í höndum ríkisfyrirtækja. Bili almannasamtök í varðstöðu sinni verða þvinguð fram umskipti í landinu sem líkja má við byltingu í þágu fjármagnsins. Reynslan kennir að hófleg tortryggni er við hæfi þegar stjórnmálaflokkar lýsa afdráttarlausum stuðningi við almannahag. Hér hefur stjórnmálamönnum áratugum saman tekist að ganga „óbundnir til kosninga“ sem felur í sér að þeir geta hagað samstarfi sínu á hvern þann veg sem þeir kjósa þegar almenningur hefur skilað sér í kjörklefann. Með öðrum orðum er það hlutverk almennings eitt að gefa stjórnmálamönnum umboð til að haga málum á þann veg sem þeir kjósa eftir kosningar. Þetta er til marks um frumstæðan skilning á lýðræðinu og heldur ógeðfelld sýn til fólksins og samfélagsins. Hamfarir af mannavöldum Algjört ófremdarástand í húsnæðismálum, einkum en ekki einvörðungu á höfuðborgarsvæðinu, er annað málefni sem við höfum leitast við að bregðast við og leysa með ýmsu móti. Þar verður að segjast eins og er að árangurinn af öllu því starfi hefur ekki verið mikill og langt undir væntingum. En jafnframt verður að taka fram að þar er við ramman reip að draga. Við höfum ítrekað vakið máls á því að sveitarfélögin eru orðin háð þeim mikla tekjuauka í formi fasteignaskatta sem lóðaskortur framkallar með yfirgengilegri hækkun húsnæðisverðs. Líkt og alkunna er veldur húsnæðisskorturinn stórum hluta verðbólgunnar sem síðan getur af sér vaxtastig sem hvorki heimili né fyrirtæki geta staðið undir. Lóðaskortsstefnan viðheldur vítahring verðhækkana, verðbólgu og vaxta. Henni fylgir siðlaust brask með lóðir og hún eykur beinlínis ójöfnuð í landinu. Lóðaskortsstefnan er skýrt dæmi um þann skaða sem stjórnmálamenn og flokkar þeirra geta valdið með vanhæfni og fráleitri forgangsröðun. Hana má með réttu telja hamfarir af mannavöldum. Forkastanleg vanræksla stjórnmálamanna gagnvart almenningi birtist í algjöru og langvarandi neyðarástandi í húsnæðismálum. Íslenskir stjórnmálamenn hafa reynst gjörsamlega ófærir um að takast á við húsnæðiskreppuna en líkt og á við um kaup á bújörðum vaknar sú spurning hvort viðkomandi ráðamenn séu svo gjörsamlega ófærir um að sinna þeim störfum sem þeir telja sig verðskulda eða hvort ráðafólk á sveitarstjórnarstiginu gangi beinlínis erinda fjármagnsaflanna með því að takmarka framboð á lóðum. Því miður er ekki mikið tilefni til bjartsýni um að rofa taki til í húsnæðismálunum þrátt fyrir minnkandi verðbólgu, væntanlega lækkun vaxta og loforð stjórnmálamanna um miklar og skjótar úrbætur. Í Þjóðmálakönnun sem Gallup gerði fyrir ASÍ fyrr í mánuðinum kváðust 85% þjóðarinnar telja stjórnvöld bera mikla ábyrgð á því ófremdarástandi sem ríkir í húsnæðismálum hér á landi. Sjaldan lýgur almannarómur. Sláandi áfellisdómur yfir stjórnmálalífinu Í fyrrnefndri Þjóðmálakönnun Alþýðusambandsins kváðust tæp 70% þátttakenda telja íslenskt samfélag á rangri leið. Þetta er sláandi niðurstaða og mikill áfellisdómur yfir stjórnmálalífinu í landinu. Almenningi er ljóst að hrópleg misskipting þjóðarauðsins hefur skapað fámenna, ofurríka yfirstétt og lagt drög að lénskerfi í landinu. Fólkið veit að hér ríkir fyrirtækjaræði sem einkennist af sífellt aukinni samþjöppun í eignarhaldi og ofurvaldi fjármagnsins til að féfletta almenning. Íbúarnir velkjast ekki í vafa um að valdastéttin hefur engan áhuga á sjónarmiðum þeirra og afkomu. Nú ríður á að almenningur geri sér ljóst að til stendur að endurtaka leikfléttuna í kringum kvótakerfið og framsal veiðiheimilda. Fjármagnsöflin og töskuberar þeirra hafa einsett sér að komast yfir eignarhald á Íslandi og auðlindum þess. Verði ekki brugðist við áformum peningavaldsins og erindreka þeirra innan og utan stjórnmálanna verður vindinum, landinu, vatninu og jarðvarmanum líka komið í hendur útvaldra. Almenningur verður krafinn um miklu meiri fjármuni fyrir vatn, hita og rafmagn og stærstum hluta hagnaðarins komið úr landi. Ég hef hér fjallað stuttlega um nokkur stærstu málin sem blasa við fólkinu í landinu á þessum kjördegi. Ég leyfi mér að hvetja þá sem þessi orð mín lesa til að hugleiða hagsmuni almennings og verja atkvæði sínu í samræmi við þá niðurstöðu. Mikið er í húfi; samsetning og forgangsröðun þeirrar ríkisstjórnar sem við tekur mun ráða miklu um samfélagsþróunina, nýtingu auðlinda og innviði, skiptingu gæðanna og kjörin. Ekki verður síður mikilvægt að verjast yfirgangi sérhagsmuna þegar samningaviðræður flokksleiðtoga hefjast að kosningum loknum og stjórnmálafólk hreiðrar um sig í valdastólunum. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 ASÍ Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Í baráttunni fyrir þingkosningar sem fram fara í dag hefur Alþýðusamband Íslands (ASÍ) lagt áherslu á að koma sjónarmiðum launafólks á framfæri. Það höfum við gert með ýmsu móti. Við efndum, ásamt BSRB, til opins fundar með leiðtogum stjórnmálaflokka, við höfum skrifað fjölmargar greinar, þar af nokkrar í samfloti við BSRB, við fengum Gallup til að gera fyrir okkur þjóðmálakönnun sem vakið hefur mikla athygli og síðast en ekki síst framleiddum við myndbönd sem dreift hefur verið á vefjum ASÍ og á samfélagsmiðlum og hlotið hafa góðar viðtökur. Hvað vinnslu og miðlun á efni og upplýsingum varðar hefur ASÍ stigið stór skref að undanförnu. Grunnurinn að öllu þessu starfi var lagður á 46. þingi Alþýðusambandsins sem haldið var í október. Þar eins og á fyrri þingum fór fram ítarleg málefnaumræða sem skilaði sér í fullbúinni stefnu í öllum helstu málaflokkum. Miklu skiptir að þessum grundvelli sé haldið til skila gagnvart almenningi í landinu. Þau sjónarmið sem birtast í öllu því efni sem ASÍ hefur miðlað fyrir kosningar í dag eru byggð á afstöðu launafólks og sýn þess til samfélagsins. Þannig birtist almannaviljinn á hinum lýðræðislega vettvangi og þannig skapast forsendur fyrir varðstöðu um almannahagsmuni sem er eitt helsta verkefni okkar fjölmennu samtaka. Þetta er sú pólitík sem Alþýðusambandið stundar og hún er óháð stjórnmálamönnum og flokkum þeirra. Í aðdraganda kosninganna höfum við leitast við að halda á lofti réttnefndum stórmálum sem við teljum einkennandi fyrir samfélag á krossgötum. Peningasuga í ríkissjóði Þar nefni ég fyrst markaðsvæðingu í heilbrigðiskerfinu og velferðarþjónustu, sem fjármagnsöflin hafa einsett sér að koma á og snýst fyrst og fremst um óheftan aðgang þeirra sömu að ríkissjóði landsmanna. Hið sama á við um orkumálin. Þar eygja fjárplógsmenn mikil tækifæri í frekari markaðsvæðingu líkt og sjá má af skipulögðum uppkaupum á landi undir vindmyllur og aðra starfsemi sem ætlað er að skapa viðkomandi mikinn hagnað með nýtingu auðlinda og landsins gæða. Og gleymum því ekki að þessi sömu öfl standa vörð um fákeppni og einokun í verslun og viðskiptum sem er fólkinu í landinu óheyrilega dýr. Nái þessir erindrekar sérhagsmuna markmiðum sínum verður Ísland gjörbreytt samfélag og þau umskipti munu ekki taka langan tíma. Hér verður innleitt einkavætt heilbrigðis- og velferðarkerfi og skiptir þá engu þótt fræðimenn í Svíþjóð, Bretlandi og víðar ráði Íslendingum eindregið frá því að halda út á þessa ógæfubraut. Í aðdraganda kosninganna fengum við hingað til lands tvo af virtustu sérfræðingum Svíþjóðar sem gerðu okkur grein fyrir þeim hörmungum sem fylgt hafa einkavæðingu í velferðarþjónustunni þar í landi. Viðvörunarorð þeirra voru áhrifamikil og afdráttarlaus. Mikil hækkun orkuverðs er markmiðið Aukna markaðsvæðingu má þegar greina í orkumálum og hefur þar mestu valdið innleiðing svonefndra „orkupakka“ Evrópusambandsins (ESB). Verð á raforku fer hækkandi í landinu enda hefur milliliðum verið fjölgað skipulega og stefnan er augljóslega sú að keyra verðið upp í það sem þekkist á meginlandinu. Þannig reyna peningaöflin í landinu að nýta sér lög og reglugerðir Evrópusambandsins sem þeir keppast síðan við að lýsa yfir að Íslendingar eigi ekkert erindi í. Það er fáheyrð ósvífni. Hér er í húfi sú sérstaða sem landsmenn hafa notið hvað varðar raforkuverð. Í alþjóðlegum samanburði er það eitt af örfáu sem fullyrða má að selt sér hér á landi við lægra verði en víðast hvar í okkar heimshluta. Mikil hækkun raforkuverðs yrði almenningi öllum þungt högg og vitanlega kæmi það verst við þá sem lægst hafa launin. Vatnið, jarðvarminn, landið og vindurinn Ásókn fjármagnsins í auðlindir landsins sést ekki síður í skipulögðum uppkaupum á jörðum sem nú er eina ferðina enn tekið að vara við. Fyrr í vikunni sagði framkvæmdastjóri Bændasamtakanna að jarðakaup innlendra og erlendra spákaupmanna fælu í sér ógnun við þjóðar- og fæðuöryggi. Þessir fulltrúar græðginnar eru á höttunum eftir vatnsauðlindum á bújörðum. Já, kalda vatnið er ekki síður verðmætt en jarðvarminn og vindurinn og er ómissandi í ýmissi starfsemi svo sem landeldi. Framkvæmdastjórinn telur að stjórnvöld hafi sofið á verðinum en er það örugglega svo? Vitaskuld er miklu líklegra að hagsmunaverðir hafi unnið og vinni að því að skapa fjárplógsmönnum möguleika til uppkaupa á bújörðum. Það er hægt að vinna milka vinnu með aðgerðarleysi. Og það virðist hafa tekist ágætlega. Velferðarþjónustan, auðlindirnar og innviðirnir hljóta að vera efst á verkefnalista þeirra sem standa vörð um hagsmuni almennings. Á þessum grunnsviðum samfélagsins stefna markaðsöflin að því að knýja fram grundvallarbreytingar þvert á vilja meirihluta þjóðarinnar. Í Þjóðmálakönnun ASÍ lýstu einungis 3% landsmanna sig hlynnt því að nýting auðlinda til orkuframleiðslu sé að miklu eða öllu leyti í höndum einkafyrirtækja. Alls kváðust 85% þeirrar skoðunar að nýting ætti alfarið eða að miklu leyti að vera í höndum ríkisfyrirtækja. Bili almannasamtök í varðstöðu sinni verða þvinguð fram umskipti í landinu sem líkja má við byltingu í þágu fjármagnsins. Reynslan kennir að hófleg tortryggni er við hæfi þegar stjórnmálaflokkar lýsa afdráttarlausum stuðningi við almannahag. Hér hefur stjórnmálamönnum áratugum saman tekist að ganga „óbundnir til kosninga“ sem felur í sér að þeir geta hagað samstarfi sínu á hvern þann veg sem þeir kjósa þegar almenningur hefur skilað sér í kjörklefann. Með öðrum orðum er það hlutverk almennings eitt að gefa stjórnmálamönnum umboð til að haga málum á þann veg sem þeir kjósa eftir kosningar. Þetta er til marks um frumstæðan skilning á lýðræðinu og heldur ógeðfelld sýn til fólksins og samfélagsins. Hamfarir af mannavöldum Algjört ófremdarástand í húsnæðismálum, einkum en ekki einvörðungu á höfuðborgarsvæðinu, er annað málefni sem við höfum leitast við að bregðast við og leysa með ýmsu móti. Þar verður að segjast eins og er að árangurinn af öllu því starfi hefur ekki verið mikill og langt undir væntingum. En jafnframt verður að taka fram að þar er við ramman reip að draga. Við höfum ítrekað vakið máls á því að sveitarfélögin eru orðin háð þeim mikla tekjuauka í formi fasteignaskatta sem lóðaskortur framkallar með yfirgengilegri hækkun húsnæðisverðs. Líkt og alkunna er veldur húsnæðisskorturinn stórum hluta verðbólgunnar sem síðan getur af sér vaxtastig sem hvorki heimili né fyrirtæki geta staðið undir. Lóðaskortsstefnan viðheldur vítahring verðhækkana, verðbólgu og vaxta. Henni fylgir siðlaust brask með lóðir og hún eykur beinlínis ójöfnuð í landinu. Lóðaskortsstefnan er skýrt dæmi um þann skaða sem stjórnmálamenn og flokkar þeirra geta valdið með vanhæfni og fráleitri forgangsröðun. Hana má með réttu telja hamfarir af mannavöldum. Forkastanleg vanræksla stjórnmálamanna gagnvart almenningi birtist í algjöru og langvarandi neyðarástandi í húsnæðismálum. Íslenskir stjórnmálamenn hafa reynst gjörsamlega ófærir um að takast á við húsnæðiskreppuna en líkt og á við um kaup á bújörðum vaknar sú spurning hvort viðkomandi ráðamenn séu svo gjörsamlega ófærir um að sinna þeim störfum sem þeir telja sig verðskulda eða hvort ráðafólk á sveitarstjórnarstiginu gangi beinlínis erinda fjármagnsaflanna með því að takmarka framboð á lóðum. Því miður er ekki mikið tilefni til bjartsýni um að rofa taki til í húsnæðismálunum þrátt fyrir minnkandi verðbólgu, væntanlega lækkun vaxta og loforð stjórnmálamanna um miklar og skjótar úrbætur. Í Þjóðmálakönnun sem Gallup gerði fyrir ASÍ fyrr í mánuðinum kváðust 85% þjóðarinnar telja stjórnvöld bera mikla ábyrgð á því ófremdarástandi sem ríkir í húsnæðismálum hér á landi. Sjaldan lýgur almannarómur. Sláandi áfellisdómur yfir stjórnmálalífinu Í fyrrnefndri Þjóðmálakönnun Alþýðusambandsins kváðust tæp 70% þátttakenda telja íslenskt samfélag á rangri leið. Þetta er sláandi niðurstaða og mikill áfellisdómur yfir stjórnmálalífinu í landinu. Almenningi er ljóst að hrópleg misskipting þjóðarauðsins hefur skapað fámenna, ofurríka yfirstétt og lagt drög að lénskerfi í landinu. Fólkið veit að hér ríkir fyrirtækjaræði sem einkennist af sífellt aukinni samþjöppun í eignarhaldi og ofurvaldi fjármagnsins til að féfletta almenning. Íbúarnir velkjast ekki í vafa um að valdastéttin hefur engan áhuga á sjónarmiðum þeirra og afkomu. Nú ríður á að almenningur geri sér ljóst að til stendur að endurtaka leikfléttuna í kringum kvótakerfið og framsal veiðiheimilda. Fjármagnsöflin og töskuberar þeirra hafa einsett sér að komast yfir eignarhald á Íslandi og auðlindum þess. Verði ekki brugðist við áformum peningavaldsins og erindreka þeirra innan og utan stjórnmálanna verður vindinum, landinu, vatninu og jarðvarmanum líka komið í hendur útvaldra. Almenningur verður krafinn um miklu meiri fjármuni fyrir vatn, hita og rafmagn og stærstum hluta hagnaðarins komið úr landi. Ég hef hér fjallað stuttlega um nokkur stærstu málin sem blasa við fólkinu í landinu á þessum kjördegi. Ég leyfi mér að hvetja þá sem þessi orð mín lesa til að hugleiða hagsmuni almennings og verja atkvæði sínu í samræmi við þá niðurstöðu. Mikið er í húfi; samsetning og forgangsröðun þeirrar ríkisstjórnar sem við tekur mun ráða miklu um samfélagsþróunina, nýtingu auðlinda og innviði, skiptingu gæðanna og kjörin. Ekki verður síður mikilvægt að verjast yfirgangi sérhagsmuna þegar samningaviðræður flokksleiðtoga hefjast að kosningum loknum og stjórnmálafólk hreiðrar um sig í valdastólunum. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun