Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 29. nóvember 2024 12:32 Margir hafa nýtt sér það að greiða atkvæði utankjörfundar hjá sýslumönnum. Vísir/Vilhelm Hátt í fjörutíu þúsund manns hafa greitt atkvæði utankjörfundar fyrir komandi Alþingiskosningar. Þátttakan hefur verið töluvert meiri á landsbyggðinni. Á Austurlandi greiddu helmingi fleiri atkvæði í morgun en á öðrum svæðum. Sýslumaður þar segir ljóst að slæm veðurspá á kjördag sé að hafa áhrif. Nokkrar vikur eru síðan utankjörfundaratkvæðagreiðsla fyrir Alþingiskosningarnar hófst hjá sýslumönnum um allt land. Fyrir hádegi höfðu um þrjátíu og átta þúsund manns greitt atkvæði utankjörfundar á landinu öllu. „Það hefur verið góð þátttaka í utankjörfundaratkvæðagreiðslu á höfuðborgarsvæðinu. Við skráðum í gær hérna á höfuðborgarsvæðinu 3.770 atkvæði og það hafa greitt hjá okkur hérna á höfuðborgarsvæðinu 22.300 manns, sem sagt skráð atkvæði,“ segir Einar Jónsson er staðgengill Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Hægt er að greiða atkvæði utankjörfundar í Holtagörðum en þar verður opið til tíu í kvöld. Einar segir atkvæðagreiðslu utankjörfundar hafa farið rólega af stað. „Það jókst verulega núna í byrjun vikunnar. Sérstaklega frá og með þriðjudagsmorgni þá var mikil aukning.“ Gul veðurviðvörun tekur gildi síðdegis fyrir Suðausturland og klukkan átta í kvöld á Austfjörðum. Þar er spáð norðaustan hríðarveðri. Afmarkaðar samgöngutruflanir og lokanir á vegum gætu fylgt. Veðrið á að standa yfir nóttina á Suðausturlandi en á Austfjörðum á því hins vegar ekki að slota fyrr en annað kvöld, á sjálfan kjördag. Kjósendur í Múlaþingi hafa því verið hvattir til að kjósa snemma. Svavar Pálsson settur sýslumaður á Austurlandi segir marga hafa brugðist við hvattningunni. „Það hefur bara verið nokkuð mikil kjörsókn ekki síst á Austurlandi. Það má segja kjörsóknin hafi verið í takti við umræðuna og upplýsingar sem fólk hefur haft um veðurhorfur. Gærdagurinn var mjög stór og dagurinn í dag hann er líka stór að því leiti að kjörsóknin á Austurlandi í morgun er meiri heldur en annars staðar en á landinu sýnist mér og fólk er greinilega að bregðast við. Miðað við tölurnar sem ég er að horfa á hérna þá virðist vera um það bil helmingi meiri kjörsókn í umdæmi embættisins á Austurlandi heldur en í öðrum umdæmum á landsbyggðinni.“ Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Gul veðurviðvörun tekur gildi síðdegis fyrir Suðausturland og klukkan átta í kvöld á Austfjörðum, þar sem spáð er norðaustan hríðarveðri þar sem vindhraði verði 15 til 20 metrar á sekúndu. 29. nóvember 2024 06:51 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Sjá meira
Nokkrar vikur eru síðan utankjörfundaratkvæðagreiðsla fyrir Alþingiskosningarnar hófst hjá sýslumönnum um allt land. Fyrir hádegi höfðu um þrjátíu og átta þúsund manns greitt atkvæði utankjörfundar á landinu öllu. „Það hefur verið góð þátttaka í utankjörfundaratkvæðagreiðslu á höfuðborgarsvæðinu. Við skráðum í gær hérna á höfuðborgarsvæðinu 3.770 atkvæði og það hafa greitt hjá okkur hérna á höfuðborgarsvæðinu 22.300 manns, sem sagt skráð atkvæði,“ segir Einar Jónsson er staðgengill Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Hægt er að greiða atkvæði utankjörfundar í Holtagörðum en þar verður opið til tíu í kvöld. Einar segir atkvæðagreiðslu utankjörfundar hafa farið rólega af stað. „Það jókst verulega núna í byrjun vikunnar. Sérstaklega frá og með þriðjudagsmorgni þá var mikil aukning.“ Gul veðurviðvörun tekur gildi síðdegis fyrir Suðausturland og klukkan átta í kvöld á Austfjörðum. Þar er spáð norðaustan hríðarveðri. Afmarkaðar samgöngutruflanir og lokanir á vegum gætu fylgt. Veðrið á að standa yfir nóttina á Suðausturlandi en á Austfjörðum á því hins vegar ekki að slota fyrr en annað kvöld, á sjálfan kjördag. Kjósendur í Múlaþingi hafa því verið hvattir til að kjósa snemma. Svavar Pálsson settur sýslumaður á Austurlandi segir marga hafa brugðist við hvattningunni. „Það hefur bara verið nokkuð mikil kjörsókn ekki síst á Austurlandi. Það má segja kjörsóknin hafi verið í takti við umræðuna og upplýsingar sem fólk hefur haft um veðurhorfur. Gærdagurinn var mjög stór og dagurinn í dag hann er líka stór að því leiti að kjörsóknin á Austurlandi í morgun er meiri heldur en annars staðar en á landinu sýnist mér og fólk er greinilega að bregðast við. Miðað við tölurnar sem ég er að horfa á hérna þá virðist vera um það bil helmingi meiri kjörsókn í umdæmi embættisins á Austurlandi heldur en í öðrum umdæmum á landsbyggðinni.“
Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Gul veðurviðvörun tekur gildi síðdegis fyrir Suðausturland og klukkan átta í kvöld á Austfjörðum, þar sem spáð er norðaustan hríðarveðri þar sem vindhraði verði 15 til 20 metrar á sekúndu. 29. nóvember 2024 06:51 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Sjá meira
Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Gul veðurviðvörun tekur gildi síðdegis fyrir Suðausturland og klukkan átta í kvöld á Austfjörðum, þar sem spáð er norðaustan hríðarveðri þar sem vindhraði verði 15 til 20 metrar á sekúndu. 29. nóvember 2024 06:51