Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Samúel Karl Ólason skrifar 29. nóvember 2024 13:33 Emmanuel Macron og Mahamat Idriss Deby Itno, forseti Tjad í Frakklandi í október. AP/Aurelien Morissard Ríkisstjórn Tjad tilkynnti í gær að binda ætti enda á varnarsamstarf með Frakklandi og mun það væntanlega fela í sér brotthvarf franskra hermanna þaðan. Tjad er síðasta ríkið á Sahelsvæðinu þar sem Frakkar eru enn með viðveru, eftir að þeim var vísað frá Búrkína Fasó, Malí og Níger í kjölfar valdarána. Þetta var skömmu eftir að utanríkisráðherra Frakklands sótti Tjad heim. Sá fór einnig til Senegal en Bassirou Diomaye Faye, forseti þess ríkis, lýsti því einnig yfir í gær að Frakkar ættu að loka herstöðvum sínum í Senegal. Vera franskra hermanna í landinu færi gegn fullveldi þess. Faye vill samt ekki meina að með því vilji hann slíta tengsl Senegal og Frakklands, eins og fram kemur í frétt France24. Hann var kjörinn til embættis í mars og hét hann því að tryggja fullveldi landsins. Vilja fækka hermönnum á svæðinu Frakkar hafa um árabil verið með hermenn í Tjad, Gabon og Fílabeinsströndinni en undanfarið hefur átt sér stað umræða í Frakklandi um að draga úr umsvifum ríkisins þar. Um þúsund franskir hermenn eru í Tjad, með orrustuþotur og önnur hergögn. 🇹🇩🇫🇷 Le Tchad decide de mettre fin à l'accord de coopération en matière de défense avec la France.Communiqué du Gouvernement 👇 pic.twitter.com/YXeBjv2WZ4— Ambassade du Tchad en France (@Ambatchadparis) November 28, 2024 AFP fréttaveitan hefur eftir heimildarmönnum sínum að ráðamenn í Frakklandi hafi íhugað að fækka hermönnum í Senegal og Gabon úr um 350 í hundrað. Í Tjad hafi staðið til að fækka hermönnum úr um þúsund í þrjú hundrað og á Fílabeinsströndinni úr um sex hundrað í hundrað. Á undanförnum árum hafa herforingjastjórnir í Búrkína Fasó, Malí og Níger vísað frönskum og bandarískum hermönnum á brott og þess í stað bætt samskipti við Rússland og ráðið rússneska málaliða á vegum varnarmálaráðuneytis Rússlands. Öryggisástand þessara ríkja hefur síðan þá versnað töluvert og á það sérstaklega við Malí og Búrkína Fasó. Vígahópum hefur vaxið mjög ásmegin á öllu Sahel-svæðinu og víðar í Afríku. Líta meira til Rússlands Tjad hefur spilað stóra rullu í baráttunni gegn þessum vígahópum, sem bandalagsríki Vesturlanda en að undanförnu hefur ríkið færst nær Rússlandi, eins og fleiri ríki á svæðinu, samkvæmt frétt Reuters. Ríkisstjórn Tjad vísaði bandarískum sérsveitarmönnum úr landi fyrr á þessu ári en viðræður um endurkomu þeirra munu hafa átt sér stað á undanförnum mánuðum. Mahamat Deby Itno, forseti Tjad, tók völd eftir að faðir hans, sem stjórnað hafði landinu í rúma þrjá áratugi, var felldur í átökum við uppreisnarmenn árið 2021. AP fréttaveitan hefur eftir sérfræðingum í málefnum Afríku að ákvörðun hans muni líklega reynast tækifæri fyrir Rússa, Tyrki og ráðamenn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum en þessi þrjú ríki hafa verið að auka umsvif sín á Sahelsvæðinu. Tjad Senegal Hryðjuverkastarfsemi Frakkland Hernaður Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Sjá meira
Þetta var skömmu eftir að utanríkisráðherra Frakklands sótti Tjad heim. Sá fór einnig til Senegal en Bassirou Diomaye Faye, forseti þess ríkis, lýsti því einnig yfir í gær að Frakkar ættu að loka herstöðvum sínum í Senegal. Vera franskra hermanna í landinu færi gegn fullveldi þess. Faye vill samt ekki meina að með því vilji hann slíta tengsl Senegal og Frakklands, eins og fram kemur í frétt France24. Hann var kjörinn til embættis í mars og hét hann því að tryggja fullveldi landsins. Vilja fækka hermönnum á svæðinu Frakkar hafa um árabil verið með hermenn í Tjad, Gabon og Fílabeinsströndinni en undanfarið hefur átt sér stað umræða í Frakklandi um að draga úr umsvifum ríkisins þar. Um þúsund franskir hermenn eru í Tjad, með orrustuþotur og önnur hergögn. 🇹🇩🇫🇷 Le Tchad decide de mettre fin à l'accord de coopération en matière de défense avec la France.Communiqué du Gouvernement 👇 pic.twitter.com/YXeBjv2WZ4— Ambassade du Tchad en France (@Ambatchadparis) November 28, 2024 AFP fréttaveitan hefur eftir heimildarmönnum sínum að ráðamenn í Frakklandi hafi íhugað að fækka hermönnum í Senegal og Gabon úr um 350 í hundrað. Í Tjad hafi staðið til að fækka hermönnum úr um þúsund í þrjú hundrað og á Fílabeinsströndinni úr um sex hundrað í hundrað. Á undanförnum árum hafa herforingjastjórnir í Búrkína Fasó, Malí og Níger vísað frönskum og bandarískum hermönnum á brott og þess í stað bætt samskipti við Rússland og ráðið rússneska málaliða á vegum varnarmálaráðuneytis Rússlands. Öryggisástand þessara ríkja hefur síðan þá versnað töluvert og á það sérstaklega við Malí og Búrkína Fasó. Vígahópum hefur vaxið mjög ásmegin á öllu Sahel-svæðinu og víðar í Afríku. Líta meira til Rússlands Tjad hefur spilað stóra rullu í baráttunni gegn þessum vígahópum, sem bandalagsríki Vesturlanda en að undanförnu hefur ríkið færst nær Rússlandi, eins og fleiri ríki á svæðinu, samkvæmt frétt Reuters. Ríkisstjórn Tjad vísaði bandarískum sérsveitarmönnum úr landi fyrr á þessu ári en viðræður um endurkomu þeirra munu hafa átt sér stað á undanförnum mánuðum. Mahamat Deby Itno, forseti Tjad, tók völd eftir að faðir hans, sem stjórnað hafði landinu í rúma þrjá áratugi, var felldur í átökum við uppreisnarmenn árið 2021. AP fréttaveitan hefur eftir sérfræðingum í málefnum Afríku að ákvörðun hans muni líklega reynast tækifæri fyrir Rússa, Tyrki og ráðamenn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum en þessi þrjú ríki hafa verið að auka umsvif sín á Sahelsvæðinu.
Tjad Senegal Hryðjuverkastarfsemi Frakkland Hernaður Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Sjá meira