Steyptu fyrsta gullmolann Árni Sæberg skrifar 28. nóvember 2024 09:55 Eldur Ólafsson, forstjóri Amaroq, heldur stoltur á fyrsta gullinu sem félagið steypti í Nalunaq. Amaroq Íslenska námafyrirtækið Amaroq hefur tilkynnt að fyrsta framleiðsla og steypun á gulli hafi átt sér stað í Nalunaq gullnámu félagsins í Suður-Grænlandi. Í tilkynningunni segir að þann 26. nóvember 2024 hafi Amaroq fengið endanlegt leyfi frá stjórnvöldum í Grænlandi fyrir gangsetningu á fyrsta áfanga vinnslustöðvar félagsins, sem hafi síðan starfað á fullum afköstum. Fyrsta steypun á gulli hafi átt sér stað í gær, þegar framleidd hafi verið 1,2 kílógrömm af gulli, 39 troy-únsur, eftir að vinnsla hefði staðið yfir í tíu klukkustundir. Hér má sjá afrakstur tíu klukkustunda vinnu.Amaroq Félagið muni halda áfram að stilla af og besta framleiðsluferla í vinnslustöðinni í kjölfar gangsetningar og stefni á vikulega steypun á gulli. Ætla að vinna allt að 300 tonn á dag Áætlað sé að ljúka öðrum áfanga vinnslustöðvarinnar, uppsetningu á flotrás á öðrum ársfjórðungi 2025. Félagið stefni á að auka framleiðslu upp í stöðug, full afköst á lokaársfjórðungi 2025, þar sem unnin verði 260 til 300 tonn á dag af efni með áætluðum 12 til 16 g/t af gullstyrkleika. Birting á uppfærðu auðlindamati fyrir Nalunaq sé áætluð á fyrsta ársfjórðungi 2025. Stór áfangi „Ég vil þakka samstarfsfólki mínu og teyminu á staðnum, sem unnið hefur sleitulaust við uppbyggingu og nú gangsetningu til að skila fyrsta gulli á réttum tíma, samhliða því að viðhalda góðum árangri í öryggismálum. Þetta er mikið afrek fyrir Amaroq og samstarfsaðila okkar,“ er haft eftir Eldi Ólafssyni, forstjóra Amaroq. Eldur er ánægður.Amaroq Fyrsta framleiðsla á gulli í Nalunaq sé stór áfangi í vegferð Amaroq, sér í lagi þar sem náman muni nú hefja tekjumyndun. Eftir því sem náman færist úr fjárfestingarfasa yfir í rekstur muni áherslur félagsins snúa að því að auka við gullmagn og þar með líftíma námunnar, sem og áframhaldandi rannsóknir til að raungera enn frekar virði eignasafns þess í Grænlandi. „Í gegnum þetta ferli höfum við lagt áherslu á að framkvæma verkefnið á sjálfbæran máta í nánu samstarfi við innlent samfélag, og viljum sérstaklega þakka grænlenskum stjórnvöldum, nærsamfélaginu og hluthöfum okkar fyrir áframhaldandi stuðning.“ Amaroq Minerals Grænland Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Í tilkynningunni segir að þann 26. nóvember 2024 hafi Amaroq fengið endanlegt leyfi frá stjórnvöldum í Grænlandi fyrir gangsetningu á fyrsta áfanga vinnslustöðvar félagsins, sem hafi síðan starfað á fullum afköstum. Fyrsta steypun á gulli hafi átt sér stað í gær, þegar framleidd hafi verið 1,2 kílógrömm af gulli, 39 troy-únsur, eftir að vinnsla hefði staðið yfir í tíu klukkustundir. Hér má sjá afrakstur tíu klukkustunda vinnu.Amaroq Félagið muni halda áfram að stilla af og besta framleiðsluferla í vinnslustöðinni í kjölfar gangsetningar og stefni á vikulega steypun á gulli. Ætla að vinna allt að 300 tonn á dag Áætlað sé að ljúka öðrum áfanga vinnslustöðvarinnar, uppsetningu á flotrás á öðrum ársfjórðungi 2025. Félagið stefni á að auka framleiðslu upp í stöðug, full afköst á lokaársfjórðungi 2025, þar sem unnin verði 260 til 300 tonn á dag af efni með áætluðum 12 til 16 g/t af gullstyrkleika. Birting á uppfærðu auðlindamati fyrir Nalunaq sé áætluð á fyrsta ársfjórðungi 2025. Stór áfangi „Ég vil þakka samstarfsfólki mínu og teyminu á staðnum, sem unnið hefur sleitulaust við uppbyggingu og nú gangsetningu til að skila fyrsta gulli á réttum tíma, samhliða því að viðhalda góðum árangri í öryggismálum. Þetta er mikið afrek fyrir Amaroq og samstarfsaðila okkar,“ er haft eftir Eldi Ólafssyni, forstjóra Amaroq. Eldur er ánægður.Amaroq Fyrsta framleiðsla á gulli í Nalunaq sé stór áfangi í vegferð Amaroq, sér í lagi þar sem náman muni nú hefja tekjumyndun. Eftir því sem náman færist úr fjárfestingarfasa yfir í rekstur muni áherslur félagsins snúa að því að auka við gullmagn og þar með líftíma námunnar, sem og áframhaldandi rannsóknir til að raungera enn frekar virði eignasafns þess í Grænlandi. „Í gegnum þetta ferli höfum við lagt áherslu á að framkvæma verkefnið á sjálfbæran máta í nánu samstarfi við innlent samfélag, og viljum sérstaklega þakka grænlenskum stjórnvöldum, nærsamfélaginu og hluthöfum okkar fyrir áframhaldandi stuðning.“
Amaroq Minerals Grænland Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira