Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar 28. nóvember 2024 08:32 Þegar áherslur og stefnur stjórnmálaflokkanna eru skoðaðar er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn er sá flokkur sem helst ætlar að standa vörð um landsbyggðina en ekki skattleggja hana út af kortinu eins og vinstri flokkarnir stefna að. Leyfum verðmætum að efla samfélögin þar sem þau eru sköpuð Landsbyggðin greiðir ríflega 80% veiðigjalda og því deginum ljósara að ákall vinstri flokka um stóraukin veiðigjöld eru aðför að landsbyggðinni og ekkert annað en hreinn og klár landsbyggðarskattur. Það segir sig sjálft að þegar rekstrarumhverfi sjávarútvegsins verður gert erfiðara með aukinni skattheimtu eykur það líkur á enn frekari samþjöppun í greininni, það dregur úr fjárfestinga- og framkvæmdagetu og rekstrarhæfni fyrirtækja og dregur þar með úr tækifærum til nýsköpunar og vaxtar. Flytjum ekki fjármagnið frá sveitarfélögunum Samfylkingin talar fyrir hækkun fjármagnstekjuskatts. Sveitarfélög fá ekki eina krónu af fjármagnstekjuskatti til sín og því augljóst að með slíkum skattahækkunum er verið er að færa fjármagn sem annars væri eftir í hagkerfi sveitarfélaga á landsbyggðinni í auknum mæli til 63 þingmanna til að útdeila eftir sínum geðþótta. Samfylkingin vill því flytja það fjármagn af landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðið til að útdeila þaðan. Samfylking vill skattleggja orkuframleiðslu, fiskeldi, ferðaþjónustu og sjávarútveg meira Í umfjöllun síðustu daga virðist stefna Samfylkingarinnar fyrst og fremst vera aukin skattheimta á landsbyggðina með svokölluðum auðlindagjöldum sem yrðu tekin upp í sjávarútvegi, fiskeldi, orkuvinnslu og ferðaþjónustu og af þessari upptalningu er ljóst að landsbyggðin, og ekki síst suðurkjördæmi, er gullpottur Samfylkingarinnar. Verndum miðstöð innanlandsflugs í Vatnsmýrinni Þeir stjórnmálaflokkar sem ráða í Reykjavíkurborg hafa því ver og miður leynt og ljóst þrengt verulega að starfsemi Reykjavíkurflugvallar og vilja hana helst þaðan burt. Það eru miklir hagsmunir í húfi fyrir landsbyggðina að vernda starfsemi flugvallarins í Vatnsmýri sem miðstöð sjúkraflugs á landinu en tími sjúkraflutninga frá innanlandsflugvelli að Landspítala getur skipt sköpum í alvarlegum, bráðum veikindum. Reykjavík er nefnilega höfuðborg allra landsmanna og Landspítali veitir landsbyggðinni afar mikilvæga þjónustu sem við, allir landsmenn, þurfum að hafa greiðan aðgang að. Bætum grunnheilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni Mönnun heilbrigðisstarfsfólks á landsbyggðinni hefur verið vaxandi vandamál sem mikilvægt er að bregðast við. Meðal kosningaáherslna Sjálfstæðisflokksins er að veita fjárhagslega hvata fyrir heilbrigðisstarfsfólk vegna starfa á landsbyggðinni, veita skattaívilnanir fyrir heilbrigðisstarfsfólk sem kemur heim úr námi erlendis og að fjölga heilbrigðismenntuðum til að mæta framtíðarþörf fyrir heilbrigðisþjónustu Af þessari stuttu en alls ekki tæmandi upptalningu er það kýrskýrt að valkostur íbúa á landsbyggðinni er augljós. Helstu tækifæri sveitarfélaga á landsbyggðinni til vaxtar eru samhliða áherslum og stefnu Sjálfstæðisflokksins, með öflugu atvinnulífi, kröftugri verðmætasköpun, lægri sköttum og lágmörkun ríkisafskipta. Gefum atvinnulífi svigrúm og súrefni til vaxtar til að skapa meira fyrir fleiri. Stækkum kökuna. Ég kýs Sjálfstæðisflokkinn, fyrir landsbyggðina! Höfundur er sjúkraþjálfari og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Byggðamál Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Þegar áherslur og stefnur stjórnmálaflokkanna eru skoðaðar er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn er sá flokkur sem helst ætlar að standa vörð um landsbyggðina en ekki skattleggja hana út af kortinu eins og vinstri flokkarnir stefna að. Leyfum verðmætum að efla samfélögin þar sem þau eru sköpuð Landsbyggðin greiðir ríflega 80% veiðigjalda og því deginum ljósara að ákall vinstri flokka um stóraukin veiðigjöld eru aðför að landsbyggðinni og ekkert annað en hreinn og klár landsbyggðarskattur. Það segir sig sjálft að þegar rekstrarumhverfi sjávarútvegsins verður gert erfiðara með aukinni skattheimtu eykur það líkur á enn frekari samþjöppun í greininni, það dregur úr fjárfestinga- og framkvæmdagetu og rekstrarhæfni fyrirtækja og dregur þar með úr tækifærum til nýsköpunar og vaxtar. Flytjum ekki fjármagnið frá sveitarfélögunum Samfylkingin talar fyrir hækkun fjármagnstekjuskatts. Sveitarfélög fá ekki eina krónu af fjármagnstekjuskatti til sín og því augljóst að með slíkum skattahækkunum er verið er að færa fjármagn sem annars væri eftir í hagkerfi sveitarfélaga á landsbyggðinni í auknum mæli til 63 þingmanna til að útdeila eftir sínum geðþótta. Samfylkingin vill því flytja það fjármagn af landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðið til að útdeila þaðan. Samfylking vill skattleggja orkuframleiðslu, fiskeldi, ferðaþjónustu og sjávarútveg meira Í umfjöllun síðustu daga virðist stefna Samfylkingarinnar fyrst og fremst vera aukin skattheimta á landsbyggðina með svokölluðum auðlindagjöldum sem yrðu tekin upp í sjávarútvegi, fiskeldi, orkuvinnslu og ferðaþjónustu og af þessari upptalningu er ljóst að landsbyggðin, og ekki síst suðurkjördæmi, er gullpottur Samfylkingarinnar. Verndum miðstöð innanlandsflugs í Vatnsmýrinni Þeir stjórnmálaflokkar sem ráða í Reykjavíkurborg hafa því ver og miður leynt og ljóst þrengt verulega að starfsemi Reykjavíkurflugvallar og vilja hana helst þaðan burt. Það eru miklir hagsmunir í húfi fyrir landsbyggðina að vernda starfsemi flugvallarins í Vatnsmýri sem miðstöð sjúkraflugs á landinu en tími sjúkraflutninga frá innanlandsflugvelli að Landspítala getur skipt sköpum í alvarlegum, bráðum veikindum. Reykjavík er nefnilega höfuðborg allra landsmanna og Landspítali veitir landsbyggðinni afar mikilvæga þjónustu sem við, allir landsmenn, þurfum að hafa greiðan aðgang að. Bætum grunnheilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni Mönnun heilbrigðisstarfsfólks á landsbyggðinni hefur verið vaxandi vandamál sem mikilvægt er að bregðast við. Meðal kosningaáherslna Sjálfstæðisflokksins er að veita fjárhagslega hvata fyrir heilbrigðisstarfsfólk vegna starfa á landsbyggðinni, veita skattaívilnanir fyrir heilbrigðisstarfsfólk sem kemur heim úr námi erlendis og að fjölga heilbrigðismenntuðum til að mæta framtíðarþörf fyrir heilbrigðisþjónustu Af þessari stuttu en alls ekki tæmandi upptalningu er það kýrskýrt að valkostur íbúa á landsbyggðinni er augljós. Helstu tækifæri sveitarfélaga á landsbyggðinni til vaxtar eru samhliða áherslum og stefnu Sjálfstæðisflokksins, með öflugu atvinnulífi, kröftugri verðmætasköpun, lægri sköttum og lágmörkun ríkisafskipta. Gefum atvinnulífi svigrúm og súrefni til vaxtar til að skapa meira fyrir fleiri. Stækkum kökuna. Ég kýs Sjálfstæðisflokkinn, fyrir landsbyggðina! Höfundur er sjúkraþjálfari og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun