Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar 28. nóvember 2024 08:22 Á Íslandi er gott að búa sama hvaða mælikvarða við horfum til. Við erum friðsæl og fullvalda þjóð. Við erum rík af auðlindum bæði til lands og sjávar sem krefjast skynsamlegrar og sjálfbærrar nýtingar til að viðhalda langtímaávinningi. Við höfum um árabil verið í fararbroddi þegar kemur að jafnrétti kynjanna á heimsvísu en jöfn tækifæri allra óháð kynferði, uppruna og trú eru forsenda framfara og velferðar. Áhersla hefur verið lögð á að bæta kjör þeirra sem lægstar tekjur hafa, ekki síst með lækkun tekjuskatts og hækkun bóta almannatrygginga og barnabóta auk þess sem fæðingarorlofsgreiðslur hafa verið hækkaðar. Tekjuójöfnuður er enda minni hér á landi en í öllum öðrum OECD löndunum fyrir utan Slóveníu og Slóvakíu. Þá erum við nú í fjórða sæti yfir hamingjusömustu þjóðir heims. Sá árangur er byggður á þáttum eins og efnahagslegu öryggi, lífsgæðum, félagslegum stuðningi og frelsi einstaklinga til að taka ákvarðanir og ábyrgð á eigin lífi, innan ramma laganna. Ísland hefur lengi staðið sig vel í samanburði við önnur OECD lönd í heilbrigðismálum og er gjarnan talið vera með eitt af bestu heilbrigðiskerfum heims þegar horft er til gæða og jafns aðgengis að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. Áskoranir á borð við öldrun þjóðarinnar og aukna tíðni langvinnra sjúkdóma krefjast úrlausna og kalla á stöðugar umbætur. Aðlögun að nýjum áskorunum er nauðsynleg til að viðhalda góðum árangri og bæta gæði heilbrigðisþjónustu. Það má gera með aukinni skilvirkni, fjölbreyttum rekstrarformum og nýtingu tækninnar. Aukið vægi forvarna og snemmtækrar íhlutunar er þjóðhagslega arðbær ráðstöfun á almannafé, hvort sem er í heilbrigðis- eða menntakerfinu, og hefur í för með sér bæði efnahagslegan og samfélagslegan ávinning með því að bæta heilsu og vellíðan og auka lífsgæði og um leið draga úr kostnaði við langvarandi meðferð. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að fjárfesta í þessum þáttum með markvissum hætti. Frá upphafi hefur Sjálfstæðisflokkurinn stutt við frjáls viðskipti og takmörkuð ríkisafskipti af atvinnulífi, með áherslu á frumkvæði og framtak einstaklinga. Atvinnuþátttaka á Íslandi er með því mesta sem þekkist og atvinnuleysi á sama tíma lítið. Ísland hefur síðasta áratuginn skipað sér í fremstu röð þegar kemur að nýsköpun, hugverkaiðnaði og þekkingargreinum. Hlutur hugverka hefur aukist jafnt og þétt í útflutningi á sama tíma og fjárfesting í rannsóknum og þróun hefur margfaldast. Kaupmáttur ráðstöfunartekna hefur aukist samfleytt í 11 ár og það að teknu tilliti til vaxtagreiðslna. Þessum árangri er ekki náð í tómarúmi. Ábyrg efnahagsstefna síðustu ár og forgangsröðun fjármuna til lækkunar skulda skiptir þar miklu máli. Nú þegar vextir eru að lækka og verðbólga að hjaðna eru allar forsendur til staðar fyrir mikla lífskjarasókn. Gleymum því ekki að blómlegt atvinnulíf er forsenda velferðar. Sjálfstæðisflokkurinn mun áfram leitast við að tryggja íslenskum fyrirtækjum sem besta samkeppnisstöðu og liðka fyrir beinum samskiptum milli fólks, fyrirtækja og stofnana. Græn orka er líka einn af hornsteinum efnahagslegs árangurs. Með frekari orkuöflun tryggjum við orkuöryggi íslensku þjóðarinnar og áframhaldandi lífskjaravöxt. Á laugardag gengur þjóðin til kosninga og velur sér fulltrúa á þing. Það er mín trú að með því að setja X við D á kjördag tryggjum við best áframhaldandi lífsgæði fólksins í landinu og raunverulegan árangur fyrir samfélagið allt. Höfundur er frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Á Íslandi er gott að búa sama hvaða mælikvarða við horfum til. Við erum friðsæl og fullvalda þjóð. Við erum rík af auðlindum bæði til lands og sjávar sem krefjast skynsamlegrar og sjálfbærrar nýtingar til að viðhalda langtímaávinningi. Við höfum um árabil verið í fararbroddi þegar kemur að jafnrétti kynjanna á heimsvísu en jöfn tækifæri allra óháð kynferði, uppruna og trú eru forsenda framfara og velferðar. Áhersla hefur verið lögð á að bæta kjör þeirra sem lægstar tekjur hafa, ekki síst með lækkun tekjuskatts og hækkun bóta almannatrygginga og barnabóta auk þess sem fæðingarorlofsgreiðslur hafa verið hækkaðar. Tekjuójöfnuður er enda minni hér á landi en í öllum öðrum OECD löndunum fyrir utan Slóveníu og Slóvakíu. Þá erum við nú í fjórða sæti yfir hamingjusömustu þjóðir heims. Sá árangur er byggður á þáttum eins og efnahagslegu öryggi, lífsgæðum, félagslegum stuðningi og frelsi einstaklinga til að taka ákvarðanir og ábyrgð á eigin lífi, innan ramma laganna. Ísland hefur lengi staðið sig vel í samanburði við önnur OECD lönd í heilbrigðismálum og er gjarnan talið vera með eitt af bestu heilbrigðiskerfum heims þegar horft er til gæða og jafns aðgengis að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. Áskoranir á borð við öldrun þjóðarinnar og aukna tíðni langvinnra sjúkdóma krefjast úrlausna og kalla á stöðugar umbætur. Aðlögun að nýjum áskorunum er nauðsynleg til að viðhalda góðum árangri og bæta gæði heilbrigðisþjónustu. Það má gera með aukinni skilvirkni, fjölbreyttum rekstrarformum og nýtingu tækninnar. Aukið vægi forvarna og snemmtækrar íhlutunar er þjóðhagslega arðbær ráðstöfun á almannafé, hvort sem er í heilbrigðis- eða menntakerfinu, og hefur í för með sér bæði efnahagslegan og samfélagslegan ávinning með því að bæta heilsu og vellíðan og auka lífsgæði og um leið draga úr kostnaði við langvarandi meðferð. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að fjárfesta í þessum þáttum með markvissum hætti. Frá upphafi hefur Sjálfstæðisflokkurinn stutt við frjáls viðskipti og takmörkuð ríkisafskipti af atvinnulífi, með áherslu á frumkvæði og framtak einstaklinga. Atvinnuþátttaka á Íslandi er með því mesta sem þekkist og atvinnuleysi á sama tíma lítið. Ísland hefur síðasta áratuginn skipað sér í fremstu röð þegar kemur að nýsköpun, hugverkaiðnaði og þekkingargreinum. Hlutur hugverka hefur aukist jafnt og þétt í útflutningi á sama tíma og fjárfesting í rannsóknum og þróun hefur margfaldast. Kaupmáttur ráðstöfunartekna hefur aukist samfleytt í 11 ár og það að teknu tilliti til vaxtagreiðslna. Þessum árangri er ekki náð í tómarúmi. Ábyrg efnahagsstefna síðustu ár og forgangsröðun fjármuna til lækkunar skulda skiptir þar miklu máli. Nú þegar vextir eru að lækka og verðbólga að hjaðna eru allar forsendur til staðar fyrir mikla lífskjarasókn. Gleymum því ekki að blómlegt atvinnulíf er forsenda velferðar. Sjálfstæðisflokkurinn mun áfram leitast við að tryggja íslenskum fyrirtækjum sem besta samkeppnisstöðu og liðka fyrir beinum samskiptum milli fólks, fyrirtækja og stofnana. Græn orka er líka einn af hornsteinum efnahagslegs árangurs. Með frekari orkuöflun tryggjum við orkuöryggi íslensku þjóðarinnar og áframhaldandi lífskjaravöxt. Á laugardag gengur þjóðin til kosninga og velur sér fulltrúa á þing. Það er mín trú að með því að setja X við D á kjördag tryggjum við best áframhaldandi lífsgæði fólksins í landinu og raunverulegan árangur fyrir samfélagið allt. Höfundur er frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar