Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar 27. nóvember 2024 19:36 Nú er ýmislegt sem ég er orðinn dauðþreyttur á í stjórnmálalegri umræðu en þessa dagana ber helst að nefna spurninguna: „Ertu orðinn þreyttur á vók?“ Ég er svo sannarlega þreyttur á „þreyttur á vók“. Ég veit satt best að segja ekki hvað það er við þessa spurningu sem pirrar mig mest. Er það orðalagsletin? Letin sem felst í því að nota eins atkvæðis slanguryrði í stað þess að spyrja mig hvort ég sé orðinn þreyttur á … … pólitískum rétttrúnaði? … ofuráherslu á sjálfsmyndarstjórnmál? eða … dyggðaskreytingu án innihalds? Nei, ég hef í raun aldrei verið sérstaklega ofurnæmur fyrir notkun á slettum í íslensku máli. Þegar Union Berlin skorar mark segi ég oftast „jess!“ Þegar ég missi lyklana mína nálægt kamrinum (hvað þá ofan í hann!) þá segi ég oft „sjitt!“ eða „fokk!“ Og þegar orðskrýpið vók blasir við mér hendi ég jafnvel í eitt stykki „díses kræst!“ Hvað er þá málið? Er það sú staðreynd að enska orðið „woke“ í pólitísku samhengi er orðið jafn fullkomlega innihaldslaust og hugtakið „frelsi“ í meðförum þeirra sem hafa ofurtrú á markaðslausnum og halda að allir eigi nú svona eins og alla vega eina milljón eða tvær inni á bók í einhverjum banka? Að þeir sem röfli yfir vókinu viti í raun ekkert sjálfir hvað þeir séu að tala um og að erfiðara sé að fá þá til að vera sjálfum sér samkvæmir varðandi merkingu þessa hugtaks en að fá kanínu til að skrifa undir húsaleigusamning? Mögulega. Kannski er það bara tilgerðin í samhenginu öllu saman. Árum saman hefur verið tuðað yfir Heilagri Reglu Riddara Félagslegs Réttlætis og þeir sem trana sér fram í umræðu um mannréttindi eru þá kallaðir „góða fólkið“. Hverjir sæmdu riddara þessa slíkum nafnbótum? Menn (já, yfirleitt karlkyns menn, en ekki eingöngu) sem tala um að „skera upp herör“ gegn þeim sem skáru upp herör gegn mannréttindabrotum. Riddarar gegn riddaramennsku! Þvert á það sem algengt er að halda fram í slíku samhengi held ég að það sem andstæðinga vóksins vanti sé spegill. Ekki ber þó að skilja mig sem svo að ég sé blindur fyrir því að til sé fólk sem gerir sér leik að því að láta alla skapaða hluti snúast um sjálfsmyndarstjórnmál. Vissulega eru slíkir einstaklingar til, sem ígrunda ekki hvert málefni fyrir sig heldur hópa sér einfaldlega aftan við þá sem hafa hæst um að andstæðingar þeirra séu uppfullir af hinu og þessu hatri. Gott dæmi um það eru þeir sem töldu forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur hafa strandað á kvenfyrirlitningu þegar önnur kona sigraði hana. En hvað gera þeir sem eru brjálaðir út í þetta fólk fyrir slíka hegðun? Þeir ígrunda ekki hvert málefni fyrir sig heldur hópa sér einfaldlega aftan við þá sem hafa hæst um að andstæðingar þeirra séu uppfullir af uppgerðarást, útblásinni réttlætiskennd og aumingjagæsku. „Ertu orðinn þreyttur á vók?“ Ég er orðinn þreyttur á allri þessari herbúðamiðuðu umræðu og asnalegu, innantómu tökuorðum. Eins og hægt sé að berja mannvonskuna úr fólki með munnræpu. Maður gæti allt eins reynt að nota sleggju til að skrúfa ljósaperu í stæði. Til er fólk sem stendur höllum fæti í veröldinni, jafnvel í þessari Norður-Atlantshafsparadís okkar og allir sem búa yfir einhvers konar náungakærleika ættu að sjá sóma sinn í því að rétta hlut þess fólks í stað þess að standa í montkeppni á vefmiðlum um það hver sé hinn raunverulegi Prins Valíant sannleikans. Það sem við þurfum er raunverulegur, áþreifanlegur, efnislegur jöfnuður sem nær ekki bara inn á hið pólitíska svið heldur líka hið efnahagslega. Raunverulegt lýðræði er ósamrýmanlegt kapítalisma. Þar til því markmiði er náð er mér algjörlega sama hver óskammfeilnasti dyggðaskreytirinn á ballinu reynist vera. Eins og Sólveig Anna Jónsdóttir benti nýverið á skiptir það meira máli að vera trúr raunverulegum dyggðum en að sýnast dyggðugur fyrir öðrum. Þegar ég stend við hlið einhverjum í mótmælum gegn þjóðarmorði á Gaza er mér dru-hu-hu-hullusama hvort viðkomandi manneskja sé mætt af einlægri samhygð með kúguðu fólki eða hvort henni sé mest umhugað um að allir líti á hana sem frelsishetju. Hún mætti á svæðið og stendur með mér í dag. Annað er hennar mál. Við skulum ekki láta eins og neitt okkar sé ególaust. Einu er ég þó enn þreyttari á en þessu heilalausa þvaðri um vók og ekki vók. Nefnilega því að stjórnmálaumræða hafi svona ofboðslega lítið með stjórnmál að gera. Árum saman hef ég heyrt út undan mér þegar fólk segir að „það sé til gott fólk í öllum flokkum“ og að hinir eða þessir „komi svo vel fyrir“ í „atvinnuviðtali sínu við þjóðina“. Í stað þess að taka afstöðu varðandi það í hvaða átt við þurfum að stefna eða ræða það hvers vegna örfáir einstaklingar ráði alltof miklu í krafti eignastöðu sinnar tölum við endalaust um útlit, persónuleika og útgeislun frambjóðenda eins og við séum að ráða þá í fyrirsætustörf eða sópa þeim til hægri eða vinstri á Tinder. Ég skora á hvern þann sem betur getur að benda mér á muninn á kosningabaráttu nú til dags og raunveruleikaþætti. Jú, reyndar er einn munur. Stundum eru raunveruleikaþættir spennandi. Ég skal kveikja aftur á þessu þegar ríkjandi spurningin er ekki lengur „hver á eftir að kitla egóið mitt mest næstu fjögur árin?“ heldur „hver á eftir að taka slaginn við auðvaldið allt frá fyrsta degi?“ Svarið við fyrri spurningunni er bundin við smekk hvers og eins. Síðari spurningunni er auðsvarað með Joði. Þreyttur er ég á „þreyttur á vók“,það orð er mér lokuð bók,þvaður slíkt færir mig í mók,minna en gagnslaust er slíkt djók. Höfundur er tónlistarmaður sem gerir stundum aðra hluti líka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Símon Vestarr Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Nú er ýmislegt sem ég er orðinn dauðþreyttur á í stjórnmálalegri umræðu en þessa dagana ber helst að nefna spurninguna: „Ertu orðinn þreyttur á vók?“ Ég er svo sannarlega þreyttur á „þreyttur á vók“. Ég veit satt best að segja ekki hvað það er við þessa spurningu sem pirrar mig mest. Er það orðalagsletin? Letin sem felst í því að nota eins atkvæðis slanguryrði í stað þess að spyrja mig hvort ég sé orðinn þreyttur á … … pólitískum rétttrúnaði? … ofuráherslu á sjálfsmyndarstjórnmál? eða … dyggðaskreytingu án innihalds? Nei, ég hef í raun aldrei verið sérstaklega ofurnæmur fyrir notkun á slettum í íslensku máli. Þegar Union Berlin skorar mark segi ég oftast „jess!“ Þegar ég missi lyklana mína nálægt kamrinum (hvað þá ofan í hann!) þá segi ég oft „sjitt!“ eða „fokk!“ Og þegar orðskrýpið vók blasir við mér hendi ég jafnvel í eitt stykki „díses kræst!“ Hvað er þá málið? Er það sú staðreynd að enska orðið „woke“ í pólitísku samhengi er orðið jafn fullkomlega innihaldslaust og hugtakið „frelsi“ í meðförum þeirra sem hafa ofurtrú á markaðslausnum og halda að allir eigi nú svona eins og alla vega eina milljón eða tvær inni á bók í einhverjum banka? Að þeir sem röfli yfir vókinu viti í raun ekkert sjálfir hvað þeir séu að tala um og að erfiðara sé að fá þá til að vera sjálfum sér samkvæmir varðandi merkingu þessa hugtaks en að fá kanínu til að skrifa undir húsaleigusamning? Mögulega. Kannski er það bara tilgerðin í samhenginu öllu saman. Árum saman hefur verið tuðað yfir Heilagri Reglu Riddara Félagslegs Réttlætis og þeir sem trana sér fram í umræðu um mannréttindi eru þá kallaðir „góða fólkið“. Hverjir sæmdu riddara þessa slíkum nafnbótum? Menn (já, yfirleitt karlkyns menn, en ekki eingöngu) sem tala um að „skera upp herör“ gegn þeim sem skáru upp herör gegn mannréttindabrotum. Riddarar gegn riddaramennsku! Þvert á það sem algengt er að halda fram í slíku samhengi held ég að það sem andstæðinga vóksins vanti sé spegill. Ekki ber þó að skilja mig sem svo að ég sé blindur fyrir því að til sé fólk sem gerir sér leik að því að láta alla skapaða hluti snúast um sjálfsmyndarstjórnmál. Vissulega eru slíkir einstaklingar til, sem ígrunda ekki hvert málefni fyrir sig heldur hópa sér einfaldlega aftan við þá sem hafa hæst um að andstæðingar þeirra séu uppfullir af hinu og þessu hatri. Gott dæmi um það eru þeir sem töldu forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur hafa strandað á kvenfyrirlitningu þegar önnur kona sigraði hana. En hvað gera þeir sem eru brjálaðir út í þetta fólk fyrir slíka hegðun? Þeir ígrunda ekki hvert málefni fyrir sig heldur hópa sér einfaldlega aftan við þá sem hafa hæst um að andstæðingar þeirra séu uppfullir af uppgerðarást, útblásinni réttlætiskennd og aumingjagæsku. „Ertu orðinn þreyttur á vók?“ Ég er orðinn þreyttur á allri þessari herbúðamiðuðu umræðu og asnalegu, innantómu tökuorðum. Eins og hægt sé að berja mannvonskuna úr fólki með munnræpu. Maður gæti allt eins reynt að nota sleggju til að skrúfa ljósaperu í stæði. Til er fólk sem stendur höllum fæti í veröldinni, jafnvel í þessari Norður-Atlantshafsparadís okkar og allir sem búa yfir einhvers konar náungakærleika ættu að sjá sóma sinn í því að rétta hlut þess fólks í stað þess að standa í montkeppni á vefmiðlum um það hver sé hinn raunverulegi Prins Valíant sannleikans. Það sem við þurfum er raunverulegur, áþreifanlegur, efnislegur jöfnuður sem nær ekki bara inn á hið pólitíska svið heldur líka hið efnahagslega. Raunverulegt lýðræði er ósamrýmanlegt kapítalisma. Þar til því markmiði er náð er mér algjörlega sama hver óskammfeilnasti dyggðaskreytirinn á ballinu reynist vera. Eins og Sólveig Anna Jónsdóttir benti nýverið á skiptir það meira máli að vera trúr raunverulegum dyggðum en að sýnast dyggðugur fyrir öðrum. Þegar ég stend við hlið einhverjum í mótmælum gegn þjóðarmorði á Gaza er mér dru-hu-hu-hullusama hvort viðkomandi manneskja sé mætt af einlægri samhygð með kúguðu fólki eða hvort henni sé mest umhugað um að allir líti á hana sem frelsishetju. Hún mætti á svæðið og stendur með mér í dag. Annað er hennar mál. Við skulum ekki láta eins og neitt okkar sé ególaust. Einu er ég þó enn þreyttari á en þessu heilalausa þvaðri um vók og ekki vók. Nefnilega því að stjórnmálaumræða hafi svona ofboðslega lítið með stjórnmál að gera. Árum saman hef ég heyrt út undan mér þegar fólk segir að „það sé til gott fólk í öllum flokkum“ og að hinir eða þessir „komi svo vel fyrir“ í „atvinnuviðtali sínu við þjóðina“. Í stað þess að taka afstöðu varðandi það í hvaða átt við þurfum að stefna eða ræða það hvers vegna örfáir einstaklingar ráði alltof miklu í krafti eignastöðu sinnar tölum við endalaust um útlit, persónuleika og útgeislun frambjóðenda eins og við séum að ráða þá í fyrirsætustörf eða sópa þeim til hægri eða vinstri á Tinder. Ég skora á hvern þann sem betur getur að benda mér á muninn á kosningabaráttu nú til dags og raunveruleikaþætti. Jú, reyndar er einn munur. Stundum eru raunveruleikaþættir spennandi. Ég skal kveikja aftur á þessu þegar ríkjandi spurningin er ekki lengur „hver á eftir að kitla egóið mitt mest næstu fjögur árin?“ heldur „hver á eftir að taka slaginn við auðvaldið allt frá fyrsta degi?“ Svarið við fyrri spurningunni er bundin við smekk hvers og eins. Síðari spurningunni er auðsvarað með Joði. Þreyttur er ég á „þreyttur á vók“,það orð er mér lokuð bók,þvaður slíkt færir mig í mók,minna en gagnslaust er slíkt djók. Höfundur er tónlistarmaður sem gerir stundum aðra hluti líka
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun