Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Samúel Karl Ólason skrifar 27. nóvember 2024 15:44 Harrison Li með mynd af föður sínum, Kai Li, hefur verið sleppt úr fangelsi í Kína. AP/Jeff Chiu Þremur Bandaríkjamönnum sem hafa setið um árabil í kínverskum fangelsum hefur verið sleppt. Það var gert í skiptum fyrir ótilgreinda kínverska ríkisborgara í haldi Bandaríkjamanna. Um er að ræða þá Mark Swidan, Kai Li og John Leung. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa sagt þá alla hafa verið ranglega fangelsaða. Li, sem er sjötugur, var handtekinn árið 2016 og dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir njósnir. Swidan var handtekinn árið 2012 og dæmdur til dauða fyrir fíkniefnalagabrot sem rannsakendur Sameinuðu þjóðanna hafa sagt að eigi ekki við rök að styðjast. Fjölskylda hans hefur einnig sagt að hann hafi ítrekaði verið pyntaður í fangelsi. Leung var handtekinn árið 2021 og dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir njósnir. Samkvæmt CNN hefur hann lengi leitt nokkur samtök í Bandaríkjunum sem þykja hliðholl yfirvöldum í Peking og hefur ítrekað fundað með og hitt háttsetta embættismenn í Kína. Kínverjar slepptu fjórða manninum, David Lin, presti, úr haldi fyrir tveimur mánuðum en hann hafði setið í fangelsi í Kína í tuttugu ár eftir að hann var dæmdur fyrir svik. AP fréttaveitan segir að ríkisstjórn Joes Biden hafi átt í löngum viðræðum við ráðamenn í Kína á undanförnum árum um að fá mennina heim. Það að viðræðurnar hafi gengið eftir þykir til marks um að ráðamenn í Kína hafi ekki viljað bíða eftir að Donald Trump taki við embætti í janúar en hann hefur boðað harða stefnu í garð Kína. Samband Kína og Bandaríkjanna hefur beðið mikla hnekki á undanförnum árum. Fyrir því eru fjölmargar ástæður eins og málefni Taívan og Suður-Kínahafs, stuðnings Kínverja við Rússa, mannréttindamála og hafa Bandaríkjamenn lengi verið reiðir í garð Kínverja vegna sölu þeirra á efnum sem notuð eru til að framleiða Fentanyl til glæpasamtaka. Bandaríkin Joe Biden Kína Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Sjá meira
Um er að ræða þá Mark Swidan, Kai Li og John Leung. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa sagt þá alla hafa verið ranglega fangelsaða. Li, sem er sjötugur, var handtekinn árið 2016 og dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir njósnir. Swidan var handtekinn árið 2012 og dæmdur til dauða fyrir fíkniefnalagabrot sem rannsakendur Sameinuðu þjóðanna hafa sagt að eigi ekki við rök að styðjast. Fjölskylda hans hefur einnig sagt að hann hafi ítrekaði verið pyntaður í fangelsi. Leung var handtekinn árið 2021 og dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir njósnir. Samkvæmt CNN hefur hann lengi leitt nokkur samtök í Bandaríkjunum sem þykja hliðholl yfirvöldum í Peking og hefur ítrekað fundað með og hitt háttsetta embættismenn í Kína. Kínverjar slepptu fjórða manninum, David Lin, presti, úr haldi fyrir tveimur mánuðum en hann hafði setið í fangelsi í Kína í tuttugu ár eftir að hann var dæmdur fyrir svik. AP fréttaveitan segir að ríkisstjórn Joes Biden hafi átt í löngum viðræðum við ráðamenn í Kína á undanförnum árum um að fá mennina heim. Það að viðræðurnar hafi gengið eftir þykir til marks um að ráðamenn í Kína hafi ekki viljað bíða eftir að Donald Trump taki við embætti í janúar en hann hefur boðað harða stefnu í garð Kína. Samband Kína og Bandaríkjanna hefur beðið mikla hnekki á undanförnum árum. Fyrir því eru fjölmargar ástæður eins og málefni Taívan og Suður-Kínahafs, stuðnings Kínverja við Rússa, mannréttindamála og hafa Bandaríkjamenn lengi verið reiðir í garð Kínverja vegna sölu þeirra á efnum sem notuð eru til að framleiða Fentanyl til glæpasamtaka.
Bandaríkin Joe Biden Kína Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Sjá meira