„Þú ert þjóðinni til skammar að spyrja þessara spurninga“ Ástþór Magnússon skrifar 27. nóvember 2024 12:10 Stjórnmálafólk sem er tvöfalt í roðinu er hættulegt framtíð þjóðarinnar. Sumir frambjóðendur til alþingis telja það sitt einkamál hvar þeir standa í stórum ákvarðanatökum sem hafa veruleg áhrif á framtíð og velferð þjóðarinnar. Einn slíkur reyndi að banna Friði 2000 að birta svar sitt um milljarða vopnakaup ríkisstjórnarinnar sem send verða í stríð við Rússland. Ísland hentugt skotmark Á síðustu vikum og dögum hefur Rússland hótað að ráðast á þau ríki sem senda vopn til árása á Rússland. Ísland liggur vel við höggi. Einangruð eyja í miðju Atlantshafinu, langt frá fjölbýlum borgum Evrópu og bandaríkjanna og eina herlausa þjóðin í NATO. Í Rússlandi eru uppi raddir að senda kjarnorkusprengju á NATO ríki sem viðvörunarskot. Um leið og árásir á landið aukast verður aukinn þrýstingur á forsetann að nota kjarnorkusprengju til að stöðva árásir með vopnum frá NATO þjóðum á Rússland. Það mun enginn heilvita stjórnmálamaður skjóta kjarnorkusprengju á Rússland og eiga á hættu að fá aðra til baka á stórborg sína í Evrópu þar sem milljónatugir gætu látist. Í stóra samhenginu væri slík aðgerð sem myndi ógna framtíð viðkomandi þjóðar ekki þess virði til að svara fyrir útrýmingu smáþjóðar í miðju Atlantshafi sem fylltist oflæti á alþjóðavettvangi. Þrjú hundruð áttatíu og þrjú þúsund hræður á einangraðri eyju er eins og lítið þorp í Evrópu. Enginn NATO þjóð mun svara með kjarnorkusprengjum og hætta milljóna tugum eða framtíð mannkyns. Þeir munu hinsvegar verða fljótir til svara með friðarumleitunum til að stöðva átökin. Það er auðvitað það sem Íslensk stjórnvöld ættu að vera að gera núna í stað þess að senda vopn til árásar á þjóð sem hefur hótað að svara fyrir sig með kjarnorkuvopnum. Þjóðinni til skammar Það kom illa við kauninn á frambjóðendum Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks þegar ég hringdi og krafði þá svara um hver afstaða þeirra væri til vopnakaupa, en nú liggur fyrir forseta Íslands frumvarp til fjárlaga með um 7 milljarða krónum til vopnakaupa og hernaðar gegn Rússlandi sem samþykkt var af þessum flokkum á meðan stjórnarandstaðan sat hjá. “Þú ert þjóðinni til skammar að spyrja þessara spurninga” sagði Dagný Finnbjörnsdóttir frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi um leið og hún ítrekaði að Friður 2000 hefði enga heimild til að birta svar hennar við spurningunni hvort hún styður vopnakaup eða ekki. Við þurfum enga heimild til að birta slíkt svar. Ekki tók við betra hjá Höllu Signý Kristjánsdóttur frambjóðanda Framsóknarflokksins í sama kjördæmi. Hún vildi ekki svara spurningunni. Konurnar eru í framboði til alþingis Íslendinga og því er það ekki þeirra einkamál hvar þær standa í svo mikilvægu máli sem ógnar allri framtíð þjóðarinnar. Fólk sem ekki getur komið heiðarlega fram við kjósendur á ekkert erindi á Alþingi. Moðreykur Samtaka herstöðvaandstæðinga Samtök herstöðvaandstæðinga láta stjórnmálamenn komast upp með algeran moðreyk í svörum við spurningum um vopnakaup. Án nokkurra athugasemda birta samtökin fagurgala lygasvör sem ganga þvert á það sem hermangsliðið í Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki gerðu á Alþingi fyrr í þessum mánuði. Forseta Íslands var sent frumvarp með sjö milljarða króna stuðningi við vopnakaup og hernaði gegn Rússlandi. Mun forseti Íslands egna til árásar á landið? Hvorki friðarsamtök né aðrir eiga að láta stjórnmálafólk komast upp með að blinda kjósendur með fagurgala sem er stórhættulegur þegar á reynir. Það sama á við forseta Íslands. Samþykki Halla Tómasdóttir þetta ráðabrugg er hún að egna til árásar með kjarnorkuvopnum á landið og útrýmingu smáþjóðarinnar sem byggir Ísland. Nánari upplýsingar á austurvollur.is Höfundur er stofnandi Friðar 2000. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástþór Magnússon Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Stjórnmálafólk sem er tvöfalt í roðinu er hættulegt framtíð þjóðarinnar. Sumir frambjóðendur til alþingis telja það sitt einkamál hvar þeir standa í stórum ákvarðanatökum sem hafa veruleg áhrif á framtíð og velferð þjóðarinnar. Einn slíkur reyndi að banna Friði 2000 að birta svar sitt um milljarða vopnakaup ríkisstjórnarinnar sem send verða í stríð við Rússland. Ísland hentugt skotmark Á síðustu vikum og dögum hefur Rússland hótað að ráðast á þau ríki sem senda vopn til árása á Rússland. Ísland liggur vel við höggi. Einangruð eyja í miðju Atlantshafinu, langt frá fjölbýlum borgum Evrópu og bandaríkjanna og eina herlausa þjóðin í NATO. Í Rússlandi eru uppi raddir að senda kjarnorkusprengju á NATO ríki sem viðvörunarskot. Um leið og árásir á landið aukast verður aukinn þrýstingur á forsetann að nota kjarnorkusprengju til að stöðva árásir með vopnum frá NATO þjóðum á Rússland. Það mun enginn heilvita stjórnmálamaður skjóta kjarnorkusprengju á Rússland og eiga á hættu að fá aðra til baka á stórborg sína í Evrópu þar sem milljónatugir gætu látist. Í stóra samhenginu væri slík aðgerð sem myndi ógna framtíð viðkomandi þjóðar ekki þess virði til að svara fyrir útrýmingu smáþjóðar í miðju Atlantshafi sem fylltist oflæti á alþjóðavettvangi. Þrjú hundruð áttatíu og þrjú þúsund hræður á einangraðri eyju er eins og lítið þorp í Evrópu. Enginn NATO þjóð mun svara með kjarnorkusprengjum og hætta milljóna tugum eða framtíð mannkyns. Þeir munu hinsvegar verða fljótir til svara með friðarumleitunum til að stöðva átökin. Það er auðvitað það sem Íslensk stjórnvöld ættu að vera að gera núna í stað þess að senda vopn til árásar á þjóð sem hefur hótað að svara fyrir sig með kjarnorkuvopnum. Þjóðinni til skammar Það kom illa við kauninn á frambjóðendum Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks þegar ég hringdi og krafði þá svara um hver afstaða þeirra væri til vopnakaupa, en nú liggur fyrir forseta Íslands frumvarp til fjárlaga með um 7 milljarða krónum til vopnakaupa og hernaðar gegn Rússlandi sem samþykkt var af þessum flokkum á meðan stjórnarandstaðan sat hjá. “Þú ert þjóðinni til skammar að spyrja þessara spurninga” sagði Dagný Finnbjörnsdóttir frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi um leið og hún ítrekaði að Friður 2000 hefði enga heimild til að birta svar hennar við spurningunni hvort hún styður vopnakaup eða ekki. Við þurfum enga heimild til að birta slíkt svar. Ekki tók við betra hjá Höllu Signý Kristjánsdóttur frambjóðanda Framsóknarflokksins í sama kjördæmi. Hún vildi ekki svara spurningunni. Konurnar eru í framboði til alþingis Íslendinga og því er það ekki þeirra einkamál hvar þær standa í svo mikilvægu máli sem ógnar allri framtíð þjóðarinnar. Fólk sem ekki getur komið heiðarlega fram við kjósendur á ekkert erindi á Alþingi. Moðreykur Samtaka herstöðvaandstæðinga Samtök herstöðvaandstæðinga láta stjórnmálamenn komast upp með algeran moðreyk í svörum við spurningum um vopnakaup. Án nokkurra athugasemda birta samtökin fagurgala lygasvör sem ganga þvert á það sem hermangsliðið í Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki gerðu á Alþingi fyrr í þessum mánuði. Forseta Íslands var sent frumvarp með sjö milljarða króna stuðningi við vopnakaup og hernaði gegn Rússlandi. Mun forseti Íslands egna til árásar á landið? Hvorki friðarsamtök né aðrir eiga að láta stjórnmálafólk komast upp með að blinda kjósendur með fagurgala sem er stórhættulegur þegar á reynir. Það sama á við forseta Íslands. Samþykki Halla Tómasdóttir þetta ráðabrugg er hún að egna til árásar með kjarnorkuvopnum á landið og útrýmingu smáþjóðarinnar sem byggir Ísland. Nánari upplýsingar á austurvollur.is Höfundur er stofnandi Friðar 2000.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun