Tvær sviðsmyndir á kjördag Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. nóvember 2024 12:03 Ástríður Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri landskjörstjórnar. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Kjördegi í heild sinni verður ekki frestað að sögn framkvæmdastjóra landskjörstjórnar sem liggur yfir veðurspánni. Veðrið gæti þó valdið því að niðurstaða kosninga liggi fyrir síðar en ella. „Við erum bara að fylgjast með stöðunni dag frá degi og það er í rauninni ekkert annað sem okkur er fært að gera. En við erum í þéttu samtali við yfirkjörstjórnir kjördæma á þessum svæðum sem helst verða fyrir áhrifum veðursins ef spárnar ganga eftir,“ segir Ástríður Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri landskjörstjórnar. Yfirgnæfandi líkur eru nú taldar á óveðri á kjördag og Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun líklegt að einhverjir vegir teppist vegna snjókomu. Eins og staðan er núna virðist ástandið geta orðið verst á Suðausturhorninu, Austurlandi og Austfjörðum. „Þar erum við að skoða bæði möguleika á auka mokstri hjá Vegagerðinni og staðsetningu viðbragðsaðila á svæðinu,“ segir Ástríður. Kæmi til greina að nýta björgunarsveitir á einhvern hátt í þetta, að koma fólki á kjörstað eða koma atkvæðum til skila? „Við erum auðvitað með þá stefnu að leggja hvorki fólk né atkvæði í neina hættu við framkvæmd konsinga en auðvitað er ekki hægt að útiloka neitt og það er eitthvað sem yrði bara metið þegar að því kemur.“ Miðað við spár séu sviðsmyndirnar nú tvær. Annars vegar að veðrið valdi seinkun á því að atkvæði berist á talningarstaði og hins vegar að fresta þurfi kjörfundi á ákveðnum stöðum vegna ófærðar. Þar sem veður leyfir er þó gert ráð fyrir hefðbundnum kjördegi. „Og svo verður metið hvort grípa þurfi til þessara óvenjulegu viðbragða ef veðrið gengur eftir eins og spáð er núna,“ segir Ástríður. Ekki er hægt að hefja talningu fyrr en öll atkvæði hafa borist á talningastaði og allir náð að kjósa. Talningu gæti því seinkað og bið gæti orðið í niðurstöðu kosninga. Óljóst er hvenær það mun liggja fyrir hvort svo fari. „Við fundum daglega með yfirkjörstjórnum og viðbragðsaðilum og með Veðurstofuna með okkur líka. En það er pínu erfitt að spá um þetta eins og er,“ segir Ástræður. Alþingiskosningar 2024 Veður Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Erlent Fleiri fréttir Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Sjá meira
„Við erum bara að fylgjast með stöðunni dag frá degi og það er í rauninni ekkert annað sem okkur er fært að gera. En við erum í þéttu samtali við yfirkjörstjórnir kjördæma á þessum svæðum sem helst verða fyrir áhrifum veðursins ef spárnar ganga eftir,“ segir Ástríður Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri landskjörstjórnar. Yfirgnæfandi líkur eru nú taldar á óveðri á kjördag og Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun líklegt að einhverjir vegir teppist vegna snjókomu. Eins og staðan er núna virðist ástandið geta orðið verst á Suðausturhorninu, Austurlandi og Austfjörðum. „Þar erum við að skoða bæði möguleika á auka mokstri hjá Vegagerðinni og staðsetningu viðbragðsaðila á svæðinu,“ segir Ástríður. Kæmi til greina að nýta björgunarsveitir á einhvern hátt í þetta, að koma fólki á kjörstað eða koma atkvæðum til skila? „Við erum auðvitað með þá stefnu að leggja hvorki fólk né atkvæði í neina hættu við framkvæmd konsinga en auðvitað er ekki hægt að útiloka neitt og það er eitthvað sem yrði bara metið þegar að því kemur.“ Miðað við spár séu sviðsmyndirnar nú tvær. Annars vegar að veðrið valdi seinkun á því að atkvæði berist á talningarstaði og hins vegar að fresta þurfi kjörfundi á ákveðnum stöðum vegna ófærðar. Þar sem veður leyfir er þó gert ráð fyrir hefðbundnum kjördegi. „Og svo verður metið hvort grípa þurfi til þessara óvenjulegu viðbragða ef veðrið gengur eftir eins og spáð er núna,“ segir Ástríður. Ekki er hægt að hefja talningu fyrr en öll atkvæði hafa borist á talningastaði og allir náð að kjósa. Talningu gæti því seinkað og bið gæti orðið í niðurstöðu kosninga. Óljóst er hvenær það mun liggja fyrir hvort svo fari. „Við fundum daglega með yfirkjörstjórnum og viðbragðsaðilum og með Veðurstofuna með okkur líka. En það er pínu erfitt að spá um þetta eins og er,“ segir Ástræður.
Alþingiskosningar 2024 Veður Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Erlent Fleiri fréttir Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Sjá meira