Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Árni Sæberg skrifar 27. nóvember 2024 10:32 Jón gefur lítið fyrir fullyrðingar Ásmundar Einars. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson, fulltrúi ráðherra í matvælaráðuneytinu, segir fullyrðingar barna- og menntamálaráðherra, um að Bjarni Benediktsson hafi staðið fjármögnun ráðgjafar-og greiningarmiðstöð barna fyrir þrifum, vera til marks um taugaveiklun Framsóknarmanna. „Enn og aftur standast fullyrðingar framsóknarmanna enga skoðun. Alþingi hefur nýverið afgreitt fjárlög sem allir þingmenn Framsóknar samþykktu. Það er Alþingi sem hefur fjárveitingavaldið en ekki fjármálaráðherra. Skilningsleysi Ásmundar eða kannski frekar tilraunir til blekkingar breyta engu þar um,“ segir Jón í færslu á Facebook. Sagði Sigurð Inga ætla að bjarga greiningarmiðstöðinni Tilefnið er frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi, þar sem Ásmundur Einar Daðason, barna- og menntamálaráðherra, sagði skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins hafa komið í veg fyrir að ráðgjafar-og greiningarmiðstöð barna hafi fengið nægt fjármagn til að sinna þjónustu sinni að fullu. Núverandi fjármálaráðherra ætli að taka á málinu. Birtingarmynd ábyrgðarleysis Framsóknarmanna Jón segir þó ekki nýlundu að núverandi fjármálaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, sé tilbúinn að sólunda fé án heimilda frá Alþingi og því megi leiða líkum að því að hér sé enn ein birtingarmynd ábyrgðarleysis Framsóknarmanna á ferðinni. „Við þekkjum vel dæmin um hvernig núverandi fjármálaráðherra hunsaði vilja þingsins gagnvart samgönguáætlun á 7 ára ferli sínum sem ráðherra samgöngumála. Þar var sólundað með fé og forgangsraðað verkefnum án þess að sækja heimildir fyrir því til Alþingis. Það er skýringin á miklum seinkunum á öðrum forgangsverkefnum víða um land. Ég segi við Ásmund og aðra framsóknarmenn í taugveiklun þeirra, róa sig og líttu þér nær.“ Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Börn og uppeldi Tengdar fréttir Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Ráðgjafar-og greiningarstöð vantar allt tvö hundruð og fimmtíu milljónir í fjárveitingar til að geta staðið undir lögbundinni þjónustu að sögn forstjóra. Tilvísanir hafi aukist um 60 prósent síðustu ár á meðan hafi fjárveitingar verið skornar niður á fjárlögum. Verði ekki breyting þurfi stofnunin að skera niður þjónustu. 25. nóvember 2024 12:18 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
„Enn og aftur standast fullyrðingar framsóknarmanna enga skoðun. Alþingi hefur nýverið afgreitt fjárlög sem allir þingmenn Framsóknar samþykktu. Það er Alþingi sem hefur fjárveitingavaldið en ekki fjármálaráðherra. Skilningsleysi Ásmundar eða kannski frekar tilraunir til blekkingar breyta engu þar um,“ segir Jón í færslu á Facebook. Sagði Sigurð Inga ætla að bjarga greiningarmiðstöðinni Tilefnið er frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi, þar sem Ásmundur Einar Daðason, barna- og menntamálaráðherra, sagði skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins hafa komið í veg fyrir að ráðgjafar-og greiningarmiðstöð barna hafi fengið nægt fjármagn til að sinna þjónustu sinni að fullu. Núverandi fjármálaráðherra ætli að taka á málinu. Birtingarmynd ábyrgðarleysis Framsóknarmanna Jón segir þó ekki nýlundu að núverandi fjármálaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, sé tilbúinn að sólunda fé án heimilda frá Alþingi og því megi leiða líkum að því að hér sé enn ein birtingarmynd ábyrgðarleysis Framsóknarmanna á ferðinni. „Við þekkjum vel dæmin um hvernig núverandi fjármálaráðherra hunsaði vilja þingsins gagnvart samgönguáætlun á 7 ára ferli sínum sem ráðherra samgöngumála. Þar var sólundað með fé og forgangsraðað verkefnum án þess að sækja heimildir fyrir því til Alþingis. Það er skýringin á miklum seinkunum á öðrum forgangsverkefnum víða um land. Ég segi við Ásmund og aðra framsóknarmenn í taugveiklun þeirra, róa sig og líttu þér nær.“
Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Börn og uppeldi Tengdar fréttir Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Ráðgjafar-og greiningarstöð vantar allt tvö hundruð og fimmtíu milljónir í fjárveitingar til að geta staðið undir lögbundinni þjónustu að sögn forstjóra. Tilvísanir hafi aukist um 60 prósent síðustu ár á meðan hafi fjárveitingar verið skornar niður á fjárlögum. Verði ekki breyting þurfi stofnunin að skera niður þjónustu. 25. nóvember 2024 12:18 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Ráðgjafar-og greiningarstöð vantar allt tvö hundruð og fimmtíu milljónir í fjárveitingar til að geta staðið undir lögbundinni þjónustu að sögn forstjóra. Tilvísanir hafi aukist um 60 prósent síðustu ár á meðan hafi fjárveitingar verið skornar niður á fjárlögum. Verði ekki breyting þurfi stofnunin að skera niður þjónustu. 25. nóvember 2024 12:18