Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson skrifar 27. nóvember 2024 10:42 Mig langar ekki að ræða þessi hefðbundnu kosningamál, heldur langar mig að benda á hvers vegna Píratar eru mikilvægir og hvað það er sem aðgreinir Pírata frá öðrum flokkum. Því ég tel, þrátt fyrir yfirlýsingar gamalla stjórnmálamanna, að Píratar eigi sannarlega erindi. Borgararéttindi Það sem dró mig upphaflega að Pírötum, löngu áður en ég fór að taka þátt í starfinu voru opin og heiðarleg stjórnmál, borgararéttindi, valdefling almennings í gegnum opin lýðræðisleg kerfi, frelsi og mannréttindi í stafrænum heimi. Allt þetta framreiddu Píratar með sínum einstaka pönkaralega stíl. Fólkið fram yfir KERFIÐ Píratar hafa alltaf verið framsækin flokkur með stórar róttækar hugmyndir. Fyrir tíma Pírata þekktist það nánast ekki að flokkar sætu þegjandi undir því þegar annað stjórnmálafólk tileinkaði sér hugmyndir þeirra og hugsjónir. Píratar eru öðruvísi flokkur sem talar fyrir öðruvísi stjórnmálum. Píratar fagna því þegar annað stjórnmálafólk fer að tala eins og Pírati. Þessar hugsjónir eru oft óvinsælar þegar þær eru fyrst settar fram en verða svo hluti af umræðunni og þarna grundvallast mikilvægi Pírata. Fyrir nokkrum árum þá þótti það róttæk skoðun að afglæpavæða vímuefni, hætta að refsa notendum og hjálpa þeim frekar. Píratar voru óhrædd að setja þetta mikilvæga heilbrigðismál á dagskrá og í dag þykir þetta mjög eðlilegt stefnumál. Eitthvað sem hægt er að kalla „main stream“ þetta má sjá á stefnuskrá margra flokka sem hafa nákvæmlega þetta stóra Píratamál á sinni stefnuskrá. Píratar vilja að þú ráðir Beint lýðræði var ekki á dagskrá fyrir svo mörgum árum en er það nú. Margir flokkar tala fyrir auknum þjóðaratkvæðagreiðslum í tengslum við stærri mál er snerta þjóðina eins t.d. ESB og aðild að NATO. Þrátt fyrir að flokkar vísi ekki með beinum hætti í beint lýðræði þá er það öllum ljóst sem vilja sjá að þessi málflutningur talar fyrir auknu beinu lýðræði. Nakti keisarinn Gagnsæ stjórnmál hafa líka rutt sér meira til rúms með tilkomu Pírata og mikið hefur verið hnýtt í þingfólk flokksins vegna fjölda fyrirspurna, sem hafa meðal annars leitt til þess að almenningur hefur fengið upplýsingar er varða þjóðkjörna fulltrúa á alþingi. Mér þykir mikilvægt að benda á að Píratar eru einstök rödd í íslenskum stjórnmálum sem hafa rutt braut margra þeirra stefnumála sem aðrir flokkar boða nú og þykja sjálfsögð. Það háir Pírötum svolítið að slæmt umtal sem skapast þegar brautin er rudd, og það umtal virðist oft loða við okkur og við eigum erfitt með að hrista stimpilinn af okkur. Eins og þegar brautin fyrir afglæpavæðingu var rudd þá skapaðist stemning fyrir því að mála flokkinn sem hassreykjandi kjána vegna þessara “róttæku” hugmynda. Treystir þú Alþingi án Pírata? Það að koma málum á dagskrá er ekki alltaf vinsælt, það gefur Pírötum yfirleitt ekki gott umtal og skapar oft “óstjórntæka” ímynd af flokknum, Það má spyrja sig hvort það sé ásættanlegur fórnarkostnaður en þegar allt kemur til alls, þá munu Píratar aldrei skorast undan því að taka slagi þegar þess þarf eða skipta um skoðun ef að samferðafólk okkar - hvort sem er úti í samfélaginu eða í stjórnmálum - færir okkur nýjar upplýsingar sem skipta máli fyrir umræðuna. Píratar vilja mest af öllu leiða saman ólík sjónarmið frá öllum hornum samfélagsins svo hægt sé að komast að sameiginlegri niðurstöðu með hagsmuni almennings í fyrirrúmi. Ég skrifa þennan pistil vegna þess að Píratar fagna því þegar aðrir flokkar af heiðarleika og hugsjón taka upp okkar mál og gera þau að sínum eigin. Það er nefnilega ein af grunnstefnum Pírata að styðja góð mál sama hvaðan þau koma. Öll mál hafa áhrif á “allt hitt” Píratar eru með gríðarlega metnaðarfullar stefnur, þar ber kannski helst að nefna í ljósi þeirra mála sem helst eru í forgrunni í þessum kosningum, húsnæðisstefnu, menntastefnu og efnahagsstefnu. Það eru málefni sem margir flokkar virðast vera sammála um og virðast einnig vera sammála um útfærsluna. Ég minni á að Píratar styðja alltaf góð mál sama hvaðan þau koma. Það eru hinsvegar öðruvísi aðferðir, öðruvísi nálgun og öðruvísi umræða sem ræður því að ég kýs Pírata. Mig langar til að biðja ykkur að hafa þetta í huga þegar þið gangið inn í kjörklefann á laugardaginn og spyrja ykkur að eftirfarandi spurningu: “Hafa Píratar haft áhrif á samfélagið og þykir þér þau áhrif mikilvæg?” Ef þú vilt framsækinn, róttækan flokk sem þorir að sameina ólík sjónarmið þá ættir þú að setja X við P. Höfundur er formaður Pírata í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Mig langar ekki að ræða þessi hefðbundnu kosningamál, heldur langar mig að benda á hvers vegna Píratar eru mikilvægir og hvað það er sem aðgreinir Pírata frá öðrum flokkum. Því ég tel, þrátt fyrir yfirlýsingar gamalla stjórnmálamanna, að Píratar eigi sannarlega erindi. Borgararéttindi Það sem dró mig upphaflega að Pírötum, löngu áður en ég fór að taka þátt í starfinu voru opin og heiðarleg stjórnmál, borgararéttindi, valdefling almennings í gegnum opin lýðræðisleg kerfi, frelsi og mannréttindi í stafrænum heimi. Allt þetta framreiddu Píratar með sínum einstaka pönkaralega stíl. Fólkið fram yfir KERFIÐ Píratar hafa alltaf verið framsækin flokkur með stórar róttækar hugmyndir. Fyrir tíma Pírata þekktist það nánast ekki að flokkar sætu þegjandi undir því þegar annað stjórnmálafólk tileinkaði sér hugmyndir þeirra og hugsjónir. Píratar eru öðruvísi flokkur sem talar fyrir öðruvísi stjórnmálum. Píratar fagna því þegar annað stjórnmálafólk fer að tala eins og Pírati. Þessar hugsjónir eru oft óvinsælar þegar þær eru fyrst settar fram en verða svo hluti af umræðunni og þarna grundvallast mikilvægi Pírata. Fyrir nokkrum árum þá þótti það róttæk skoðun að afglæpavæða vímuefni, hætta að refsa notendum og hjálpa þeim frekar. Píratar voru óhrædd að setja þetta mikilvæga heilbrigðismál á dagskrá og í dag þykir þetta mjög eðlilegt stefnumál. Eitthvað sem hægt er að kalla „main stream“ þetta má sjá á stefnuskrá margra flokka sem hafa nákvæmlega þetta stóra Píratamál á sinni stefnuskrá. Píratar vilja að þú ráðir Beint lýðræði var ekki á dagskrá fyrir svo mörgum árum en er það nú. Margir flokkar tala fyrir auknum þjóðaratkvæðagreiðslum í tengslum við stærri mál er snerta þjóðina eins t.d. ESB og aðild að NATO. Þrátt fyrir að flokkar vísi ekki með beinum hætti í beint lýðræði þá er það öllum ljóst sem vilja sjá að þessi málflutningur talar fyrir auknu beinu lýðræði. Nakti keisarinn Gagnsæ stjórnmál hafa líka rutt sér meira til rúms með tilkomu Pírata og mikið hefur verið hnýtt í þingfólk flokksins vegna fjölda fyrirspurna, sem hafa meðal annars leitt til þess að almenningur hefur fengið upplýsingar er varða þjóðkjörna fulltrúa á alþingi. Mér þykir mikilvægt að benda á að Píratar eru einstök rödd í íslenskum stjórnmálum sem hafa rutt braut margra þeirra stefnumála sem aðrir flokkar boða nú og þykja sjálfsögð. Það háir Pírötum svolítið að slæmt umtal sem skapast þegar brautin er rudd, og það umtal virðist oft loða við okkur og við eigum erfitt með að hrista stimpilinn af okkur. Eins og þegar brautin fyrir afglæpavæðingu var rudd þá skapaðist stemning fyrir því að mála flokkinn sem hassreykjandi kjána vegna þessara “róttæku” hugmynda. Treystir þú Alþingi án Pírata? Það að koma málum á dagskrá er ekki alltaf vinsælt, það gefur Pírötum yfirleitt ekki gott umtal og skapar oft “óstjórntæka” ímynd af flokknum, Það má spyrja sig hvort það sé ásættanlegur fórnarkostnaður en þegar allt kemur til alls, þá munu Píratar aldrei skorast undan því að taka slagi þegar þess þarf eða skipta um skoðun ef að samferðafólk okkar - hvort sem er úti í samfélaginu eða í stjórnmálum - færir okkur nýjar upplýsingar sem skipta máli fyrir umræðuna. Píratar vilja mest af öllu leiða saman ólík sjónarmið frá öllum hornum samfélagsins svo hægt sé að komast að sameiginlegri niðurstöðu með hagsmuni almennings í fyrirrúmi. Ég skrifa þennan pistil vegna þess að Píratar fagna því þegar aðrir flokkar af heiðarleika og hugsjón taka upp okkar mál og gera þau að sínum eigin. Það er nefnilega ein af grunnstefnum Pírata að styðja góð mál sama hvaðan þau koma. Öll mál hafa áhrif á “allt hitt” Píratar eru með gríðarlega metnaðarfullar stefnur, þar ber kannski helst að nefna í ljósi þeirra mála sem helst eru í forgrunni í þessum kosningum, húsnæðisstefnu, menntastefnu og efnahagsstefnu. Það eru málefni sem margir flokkar virðast vera sammála um og virðast einnig vera sammála um útfærsluna. Ég minni á að Píratar styðja alltaf góð mál sama hvaðan þau koma. Það eru hinsvegar öðruvísi aðferðir, öðruvísi nálgun og öðruvísi umræða sem ræður því að ég kýs Pírata. Mig langar til að biðja ykkur að hafa þetta í huga þegar þið gangið inn í kjörklefann á laugardaginn og spyrja ykkur að eftirfarandi spurningu: “Hafa Píratar haft áhrif á samfélagið og þykir þér þau áhrif mikilvæg?” Ef þú vilt framsækinn, róttækan flokk sem þorir að sameina ólík sjónarmið þá ættir þú að setja X við P. Höfundur er formaður Pírata í Reykjavík.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar