Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Atli Ísleifsson skrifar 27. nóvember 2024 08:58 Hallgrímur Th. Björnsson er framkvæmdastjóri Varist sem stofnað var í mars á síðasta ári. Íslenska netöryggisfyrirtækið Varist ehf., áður dótturfélag OK (Opin kerfi), hefur tryggt sér 975 milljónir króna í nýtt hlutafé. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu þar sem segir að fjármagnið verði nýtt til að sækja fram á ört vaxandi netöryggismarkaði með nýja lausn sem geri fyrirtækjum og stofnunum kleift að verjast nýrri kynslóð tölvuvírusa. Fyrirtækið var stofnað í mars 2023 og sérhæfir sig í netöryggislausnum á sviði vírusvarna. „Lausnir fyrirtækisins eiga sér langa sögu á Íslandi, en yfir 30 ár eru síðan þær litu fyrst dagsins ljós, þá undir nafninu Lykla-Pétur. Félagið hefur nýlega sett á markað nýja vöru, Hybrid Analyzer, sem greinir óþekkta vírusa allt að 1.000x hraðar en núverandi lausnir, sem markaðurinn fyrir þær lausnir nemur mörgum milljörðum Bandaríkjadala. Meðal viðskiptavina Varist eru stærstu tæknifyrirtæki heims en lausnir fyrirtækisins skanna allt að 400 milljarða skráa fyrir vírusum á dag og milljarðar einstaklinga eru varðir gegn netárásum með vörum Varist. Um 30 sérfræðingar starfa hjá félaginu í dag, þar af um 20 á Íslandi. Með hlutafjáraukningunni breikkar hluthafahópur Varist, en stærstu nýju hluthafarnir eru Eyrir Vöxtur og Kjölur fjárfestingarfélag. Samhliða hlutafjáraukningunni færðist eignarhlutur OK til hluthafa OK og er því framtakssjóðurinn VEX stærsti hluthafi félagsins í dag. ARMA Advisory var ráðgjafi félagsins í verkefninu,“ segir í tilkynningunni. Hallgrímur segir að fjármagnið geri fyrirtækinu kleift að sækja fram með nýja og byltingarkennda vöru. Afar ánægjulegt Haft er eftir Hallgrími Th. Björnssyni, framkvæmdastjóra Varist, að það sé afar ánægjulegt að fá svo sterka nýja fjárfesta til liðs við fyrirtækið og jafnframt áframhaldandi stuðning upphaflegra fjárfesta. „Lausnir Varist hafa í áraraðir verið notaðar af stærstu tæknifyrirtækjum heims til að verjast gagnagíslatökuárásum og öðrum vírusum. Yfir 3 milljarðar endanotenda og velflestir Íslendingar eru varðir með lausnum Varist. Fjármagnið gerir okkur kleift að sækja fram með nýja og byltingarkennda vöru og bjóða fyrirtækjum og stofnunum upp á nýja kynslóð af vírusvörn sem bætir netöryggi verulega.“ Stór tækifæri Sömuleiðis er haft eftir Trausta Jónssyni, eiganda hjá VEX, að VEX hafi fjárfest í OK árið 2022 en félagið hafi alltaf lagt ríka áherslu á að vera framarlega þegar komi að netöryggismálum viðskiptavina. „Fjárfestingin í Varist árið 2023 var því einstakt tækifæri til að styðja við þróun á netöryggislausnum sem eru í fremstu röð á heimsvísu. Við sjáum stór tækifæri fyrir Varist á alþjóðlegum mörkuðum og því var tekin ákvörðun um að gera félagið sjálfstætt og leita frekara fjármagns til vaxtar. VEX mun áfram gegna lykilhlutverki sem kjölfestufjárfestir en félagið fær einnig inn öfluga og reynda fjárfesta sem munu styðja það í næsta áfanga vaxtar,“ segir Trausti. Netöryggi Mest lesið Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu þar sem segir að fjármagnið verði nýtt til að sækja fram á ört vaxandi netöryggismarkaði með nýja lausn sem geri fyrirtækjum og stofnunum kleift að verjast nýrri kynslóð tölvuvírusa. Fyrirtækið var stofnað í mars 2023 og sérhæfir sig í netöryggislausnum á sviði vírusvarna. „Lausnir fyrirtækisins eiga sér langa sögu á Íslandi, en yfir 30 ár eru síðan þær litu fyrst dagsins ljós, þá undir nafninu Lykla-Pétur. Félagið hefur nýlega sett á markað nýja vöru, Hybrid Analyzer, sem greinir óþekkta vírusa allt að 1.000x hraðar en núverandi lausnir, sem markaðurinn fyrir þær lausnir nemur mörgum milljörðum Bandaríkjadala. Meðal viðskiptavina Varist eru stærstu tæknifyrirtæki heims en lausnir fyrirtækisins skanna allt að 400 milljarða skráa fyrir vírusum á dag og milljarðar einstaklinga eru varðir gegn netárásum með vörum Varist. Um 30 sérfræðingar starfa hjá félaginu í dag, þar af um 20 á Íslandi. Með hlutafjáraukningunni breikkar hluthafahópur Varist, en stærstu nýju hluthafarnir eru Eyrir Vöxtur og Kjölur fjárfestingarfélag. Samhliða hlutafjáraukningunni færðist eignarhlutur OK til hluthafa OK og er því framtakssjóðurinn VEX stærsti hluthafi félagsins í dag. ARMA Advisory var ráðgjafi félagsins í verkefninu,“ segir í tilkynningunni. Hallgrímur segir að fjármagnið geri fyrirtækinu kleift að sækja fram með nýja og byltingarkennda vöru. Afar ánægjulegt Haft er eftir Hallgrími Th. Björnssyni, framkvæmdastjóra Varist, að það sé afar ánægjulegt að fá svo sterka nýja fjárfesta til liðs við fyrirtækið og jafnframt áframhaldandi stuðning upphaflegra fjárfesta. „Lausnir Varist hafa í áraraðir verið notaðar af stærstu tæknifyrirtækjum heims til að verjast gagnagíslatökuárásum og öðrum vírusum. Yfir 3 milljarðar endanotenda og velflestir Íslendingar eru varðir með lausnum Varist. Fjármagnið gerir okkur kleift að sækja fram með nýja og byltingarkennda vöru og bjóða fyrirtækjum og stofnunum upp á nýja kynslóð af vírusvörn sem bætir netöryggi verulega.“ Stór tækifæri Sömuleiðis er haft eftir Trausta Jónssyni, eiganda hjá VEX, að VEX hafi fjárfest í OK árið 2022 en félagið hafi alltaf lagt ríka áherslu á að vera framarlega þegar komi að netöryggismálum viðskiptavina. „Fjárfestingin í Varist árið 2023 var því einstakt tækifæri til að styðja við þróun á netöryggislausnum sem eru í fremstu röð á heimsvísu. Við sjáum stór tækifæri fyrir Varist á alþjóðlegum mörkuðum og því var tekin ákvörðun um að gera félagið sjálfstætt og leita frekara fjármagns til vaxtar. VEX mun áfram gegna lykilhlutverki sem kjölfestufjárfestir en félagið fær einnig inn öfluga og reynda fjárfesta sem munu styðja það í næsta áfanga vaxtar,“ segir Trausti.
Netöryggi Mest lesið Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sjá meira
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent