Símtölum í hjálparlínuna fjölgaði mikið eftir dóm Conors McGregor Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2024 08:40 Conor McGregor mætti fyrir dómstólinn með konu sinni Dee Devlin en mikill fjöldi fjölmiðlamanna beið eftir honum. Getty/David Fitzgerald Fórnarlömb kynferðisbrota á Írlandi hafa komið fram í miklum mæli eftir að kona hafði betur í dómsmáli gegn einum frægasta íþróttamanni Íra. Bardagakappinn Conor McGregor var á dögunum dæmdur fyrir nauðgun í einkamáli sem var höfðað gegn honum vegna kynferðisbrots sem Írinn framdi árið 2018. McGregor þarf að greina fórnarlambinu 250 þúsund pund eða rúmlega 36 milljónir íslenskra króna í skaðabætur. Breska ríkisútvarpið segir frá því að símtölum í hjálparlínu fórnarlamba kynferðisbrota hafi fjölgað mjög mikið eftir að dómurinn féll. Dómstóll í Dublin komst að því að McGregor hafi brotið á Nikitu Hand í hótelherbergi hennar í desember fyrir sex árum síðan. „Sama hversu hræddur þú ert við að stíga fram og segja frá því hvað gerðist, þá hefur þú rödd,“ sagði Nikita eftir að dómur var kveðinn. Barátta hennar fyrir réttlæti hefur aukið trú fórnarlamba á að það borgi sig að segja frá eða leita sér aðstoðar. Í framhaldinu hafa verslunarkeðjur gefið það út að þær ætli að hætta að selja vörur sem eru tengdar McGregor eins og sem dæmi vörur írska viskíframleiðandans Proper No. Twelve. Rachel Morrogh er yfirmaður hjá neyðarlínunni og hún segir frá miklum viðbrögðum við dómnum. „Á fyrstu sex klukkutímunum eftir að dómurinn féll á föstudaginn þá ruku símtölin upp um 150 prósent,“ sagði Morrogh. Hún ræðir mikilvægi þess að skömmin sé hjá gerendum en ekki fórnarlömbunum og þessi dómur hafi hjálpað við gefa fórnarlömbum sjálfstraust til að koma fram. Rape helpline calls almost doubled after McGregor case https://t.co/ZXezC5NR5C— BBC News (UK) (@BBCNews) November 26, 2024 MMA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Fleiri fréttir Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Sjá meira
Bardagakappinn Conor McGregor var á dögunum dæmdur fyrir nauðgun í einkamáli sem var höfðað gegn honum vegna kynferðisbrots sem Írinn framdi árið 2018. McGregor þarf að greina fórnarlambinu 250 þúsund pund eða rúmlega 36 milljónir íslenskra króna í skaðabætur. Breska ríkisútvarpið segir frá því að símtölum í hjálparlínu fórnarlamba kynferðisbrota hafi fjölgað mjög mikið eftir að dómurinn féll. Dómstóll í Dublin komst að því að McGregor hafi brotið á Nikitu Hand í hótelherbergi hennar í desember fyrir sex árum síðan. „Sama hversu hræddur þú ert við að stíga fram og segja frá því hvað gerðist, þá hefur þú rödd,“ sagði Nikita eftir að dómur var kveðinn. Barátta hennar fyrir réttlæti hefur aukið trú fórnarlamba á að það borgi sig að segja frá eða leita sér aðstoðar. Í framhaldinu hafa verslunarkeðjur gefið það út að þær ætli að hætta að selja vörur sem eru tengdar McGregor eins og sem dæmi vörur írska viskíframleiðandans Proper No. Twelve. Rachel Morrogh er yfirmaður hjá neyðarlínunni og hún segir frá miklum viðbrögðum við dómnum. „Á fyrstu sex klukkutímunum eftir að dómurinn féll á föstudaginn þá ruku símtölin upp um 150 prósent,“ sagði Morrogh. Hún ræðir mikilvægi þess að skömmin sé hjá gerendum en ekki fórnarlömbunum og þessi dómur hafi hjálpað við gefa fórnarlömbum sjálfstraust til að koma fram. Rape helpline calls almost doubled after McGregor case https://t.co/ZXezC5NR5C— BBC News (UK) (@BBCNews) November 26, 2024
MMA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Fleiri fréttir Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Sjá meira