Styrkar stoðir Vinstri grænna Ynda Eldborg skrifar 27. nóvember 2024 09:10 Þegar horft er yfir ríkisstjórnarferil Vinstri grænna síðastliðin sjö ár blasir við einstök afrekaskrá þegar kemur að stuðningi við hinsegin fólk. Miðað við þá flokka sem VG hefur unnið með, sögu þeirra og fylgjenda, þá var það ekki sjálfgefið að svo margar og mikilvægar réttarbætur fyrir hinsegin fólk litu dagsins ljós sem raun ber vitni. Hvað þá að þingfólk ýmissa flokka á pólitíska litrófinu léti sjá sig á hátíðarstundum Samtakanna ´78. Stuðingur VG við réttindabaráttu hinsegin fólks er ekki bara einstakur þegar litið er til Íslands heldur til Evrópu og heimsins alls eins og nýjasta úttekt ILGA á stöðu réttindamála hinsegin fólks sýnir, en þar er Ísalnd stokkið uppí 2. sæti með 83,01 stig næst á eftir Möltu sem er með 87.83 stig. Allar þessar framfarir í réttindum hinsegin fólks hafa orðið þrátt fyrir bakslag og hatursorðræðu síðustu ára. Að einn þingflokkur skuli með svo afgerandi hætti standa með LGBTQI2S+ fólki án þess að hika er ekki bara saga til nærliggjandi landa heldur líka til næstu sólkerfa. Þetta sýnir svo ekki verður um villst að sókn er besta vörnin. Þetta uppbyggilega flæði milli Vinstri grænna, hinsegin samfélagsins og Samtakanna ´78 hefur blásið öllum hlutaðeigandi baráttuanda í brjóst og leitt til upplýsts samtals milli hinsegin samfélagsins, almennings og valdastofnanna á Íslandi. Þess er skemmst að minnast að um áramótin 2023/24 gengu í gildi lög sem banna bælingarmeðferðir á öllu hinsegin fólki hér á landi, bæði börnum og fullorðnum. Lögin hafa burði til þess að gera Ísland að fyrirmynd þjóða þar sem hinsegin fólk hefur háð hetjulega baráttu til að losna við slíkt ofbeldi sem venjulega er rekið af trúarlegum, pólitískum og hugmyndafræðilegum ofbeldissveitum. Einnig hafa lög um kynrænt sjálfræði frá árinu 2019 leitt til mikilla réttarbóta fyrir trans-, kynsegin og intersex fólk sem nú eiga hægara með að breyta nafni og kynskráningu en áður. Einnig hefur réttarstaða hinsegin fólks verið stór-bætt með viðbótum við 70. gr almennra hegningarlaga varðandi kynhneigð, kynvitund og kyneinkenni. Allt þetta á þátt í því að verja hinsegin fólk fyrir hatursorðræðu og glæpum ofbeldisfólks. Þessar réttarbætur hefðu aldrei litið dagsins ljós án frumkvæðis VG. Að auki er vert að fagna þeim framförum sem nú hafa orðið með því að ráða lækni að Transteyminu sem sinnir fullorðnu trans fólki auk teymisstjóra og félagsráðgjafa til viðbótar við sálfræðing og fleiri sérfræðinga. Starfsemi teymisins er loksins komin í fastar skorður þó enn vanti mikið uppá stuðning við trans börn og ungmenni varðandi aðgang að krosshormónum og hormóna blokkerum. Foreldrar barnanna berjast hetjulega fyrir velferð barna sinna þó oft sé við ramman reip að draga. Það sannaðist í Forystusætinu á Rúv þriðjudaginn 26. nóvember 2024 þar sem talað var við Arnar Þór Jónsson frá Lýðræðisflokknum sem hélt því fram að gerðar væru kynstaðfestingaraðgerðir á börnum og að hann og Eldur Smári Kristinsson sem hefur ráðist inní skóla til að ljósmynda starfsfólk og börn og veist harkalega og með dónaskap að þekktri baráttukonu fyrir réttindum trans fólks. Þessir kallar telja sig þess umkomna að ráða því hvaða heilbrigðisþjónustu foreldrar trans barna sækja börnum sínum svo þeim geti liðið vel í eigin skinni. Það er greinilegt af orðum Arnars að þeir kumpánar skilja ekki kjarna lýðræðisins og að það kemur þeim ekki við hvaða læknisþjónustu foreldrar trans barna sækja börnum sínum. Ekki nóg með það heldur var það afhjúpað í Forystusætinu þann 20. nóvember sl. þegar rætt var við Kristrúnu Frostadóttur forman Samfylkingarinnar að hún lætur velfeð hinsegin fólks sér í léttu rúmi liggja (í viðtalinu var eingöngu vísað til samkynhneigðra). Sigríður Hagalín stjórnandi þáttarins benti á að í stefnuskrá flokksins væri ekki minnst á jöfnuð, jafnréttismál, mannréttindi, réttindi samkynneigðra og réttindi flóttafólks. Allt gamalkunnugir þræðir úr leikjabók jafnaðarfólks. Svar Kristrúnar var á þá leið að flokkurinn þyrfti að einbeita sér að því sem sameinar fólk fremur en að skipta fólki í hópa og festa á þau merkimiða. Þetta er að sögn Kristrúnar gert til að sameina fólk og koma í veg fyrir klofning. Hinsvegar, þegar upp er staðið er þetta ekki annað en illa dulbúin hinsegin fóbía og sinnuleysi um málefni minnihlutahópa og viðleitni til að kveða niður fjölmenningarsamfélagið. Enda hafa borist fréttir af því að hinsegin fólk hafi flúið Samfylkinguna undanfarna mánuði eftir hreinsanir í flokknum. Tilbrigði við sömnu stefnu hafa viðgengist í Flokki fólksins og Miðflokknunm frá stofnun þeirra. Þau framfaraskref sem stigin hafa verið af festu og öryggi af VG undanfarin ár og rakin eru hérna fyrir ofan eru í algerri andstöðu við ólýðræðislega stefnu ofangreindra flokka. Þetta þarf hinsegin samfélagið og stuðningsfólk þeirra að hafa í huga þegar við kjósum til Alþingis 30. nóvember næstkomandi. Það er kominn tími til þess að við sameinumst um að sýna þakklæti okkar í verki því hjá Vinstri grænum eigum við öruggt stuðningsfólk á þingi. Af ofangreindum ástæðum eru Vinstri græn mitt fólk og við munum halda áfram að styðja hinsegin samfélagið með ráðum og dáð enda er fjöldi hinsegin fólks í efstu sætum á framboðslistum hreyfingarinnar í þessum kosningum Ég mnun ekki láta mitt eftir liggja við að halda merkjum hinsegin fólks á lofti innan VG ásamt kvenréttindum, náttúruvernd, geðherilbrigðismálum, réttindum minnihlutahópa og fjölmenningu. Höfundur er stolt hinsegin kona og býður sig fram til Alþingis fyrir VG í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Sjá meira
Þegar horft er yfir ríkisstjórnarferil Vinstri grænna síðastliðin sjö ár blasir við einstök afrekaskrá þegar kemur að stuðningi við hinsegin fólk. Miðað við þá flokka sem VG hefur unnið með, sögu þeirra og fylgjenda, þá var það ekki sjálfgefið að svo margar og mikilvægar réttarbætur fyrir hinsegin fólk litu dagsins ljós sem raun ber vitni. Hvað þá að þingfólk ýmissa flokka á pólitíska litrófinu léti sjá sig á hátíðarstundum Samtakanna ´78. Stuðingur VG við réttindabaráttu hinsegin fólks er ekki bara einstakur þegar litið er til Íslands heldur til Evrópu og heimsins alls eins og nýjasta úttekt ILGA á stöðu réttindamála hinsegin fólks sýnir, en þar er Ísalnd stokkið uppí 2. sæti með 83,01 stig næst á eftir Möltu sem er með 87.83 stig. Allar þessar framfarir í réttindum hinsegin fólks hafa orðið þrátt fyrir bakslag og hatursorðræðu síðustu ára. Að einn þingflokkur skuli með svo afgerandi hætti standa með LGBTQI2S+ fólki án þess að hika er ekki bara saga til nærliggjandi landa heldur líka til næstu sólkerfa. Þetta sýnir svo ekki verður um villst að sókn er besta vörnin. Þetta uppbyggilega flæði milli Vinstri grænna, hinsegin samfélagsins og Samtakanna ´78 hefur blásið öllum hlutaðeigandi baráttuanda í brjóst og leitt til upplýsts samtals milli hinsegin samfélagsins, almennings og valdastofnanna á Íslandi. Þess er skemmst að minnast að um áramótin 2023/24 gengu í gildi lög sem banna bælingarmeðferðir á öllu hinsegin fólki hér á landi, bæði börnum og fullorðnum. Lögin hafa burði til þess að gera Ísland að fyrirmynd þjóða þar sem hinsegin fólk hefur háð hetjulega baráttu til að losna við slíkt ofbeldi sem venjulega er rekið af trúarlegum, pólitískum og hugmyndafræðilegum ofbeldissveitum. Einnig hafa lög um kynrænt sjálfræði frá árinu 2019 leitt til mikilla réttarbóta fyrir trans-, kynsegin og intersex fólk sem nú eiga hægara með að breyta nafni og kynskráningu en áður. Einnig hefur réttarstaða hinsegin fólks verið stór-bætt með viðbótum við 70. gr almennra hegningarlaga varðandi kynhneigð, kynvitund og kyneinkenni. Allt þetta á þátt í því að verja hinsegin fólk fyrir hatursorðræðu og glæpum ofbeldisfólks. Þessar réttarbætur hefðu aldrei litið dagsins ljós án frumkvæðis VG. Að auki er vert að fagna þeim framförum sem nú hafa orðið með því að ráða lækni að Transteyminu sem sinnir fullorðnu trans fólki auk teymisstjóra og félagsráðgjafa til viðbótar við sálfræðing og fleiri sérfræðinga. Starfsemi teymisins er loksins komin í fastar skorður þó enn vanti mikið uppá stuðning við trans börn og ungmenni varðandi aðgang að krosshormónum og hormóna blokkerum. Foreldrar barnanna berjast hetjulega fyrir velferð barna sinna þó oft sé við ramman reip að draga. Það sannaðist í Forystusætinu á Rúv þriðjudaginn 26. nóvember 2024 þar sem talað var við Arnar Þór Jónsson frá Lýðræðisflokknum sem hélt því fram að gerðar væru kynstaðfestingaraðgerðir á börnum og að hann og Eldur Smári Kristinsson sem hefur ráðist inní skóla til að ljósmynda starfsfólk og börn og veist harkalega og með dónaskap að þekktri baráttukonu fyrir réttindum trans fólks. Þessir kallar telja sig þess umkomna að ráða því hvaða heilbrigðisþjónustu foreldrar trans barna sækja börnum sínum svo þeim geti liðið vel í eigin skinni. Það er greinilegt af orðum Arnars að þeir kumpánar skilja ekki kjarna lýðræðisins og að það kemur þeim ekki við hvaða læknisþjónustu foreldrar trans barna sækja börnum sínum. Ekki nóg með það heldur var það afhjúpað í Forystusætinu þann 20. nóvember sl. þegar rætt var við Kristrúnu Frostadóttur forman Samfylkingarinnar að hún lætur velfeð hinsegin fólks sér í léttu rúmi liggja (í viðtalinu var eingöngu vísað til samkynhneigðra). Sigríður Hagalín stjórnandi þáttarins benti á að í stefnuskrá flokksins væri ekki minnst á jöfnuð, jafnréttismál, mannréttindi, réttindi samkynneigðra og réttindi flóttafólks. Allt gamalkunnugir þræðir úr leikjabók jafnaðarfólks. Svar Kristrúnar var á þá leið að flokkurinn þyrfti að einbeita sér að því sem sameinar fólk fremur en að skipta fólki í hópa og festa á þau merkimiða. Þetta er að sögn Kristrúnar gert til að sameina fólk og koma í veg fyrir klofning. Hinsvegar, þegar upp er staðið er þetta ekki annað en illa dulbúin hinsegin fóbía og sinnuleysi um málefni minnihlutahópa og viðleitni til að kveða niður fjölmenningarsamfélagið. Enda hafa borist fréttir af því að hinsegin fólk hafi flúið Samfylkinguna undanfarna mánuði eftir hreinsanir í flokknum. Tilbrigði við sömnu stefnu hafa viðgengist í Flokki fólksins og Miðflokknunm frá stofnun þeirra. Þau framfaraskref sem stigin hafa verið af festu og öryggi af VG undanfarin ár og rakin eru hérna fyrir ofan eru í algerri andstöðu við ólýðræðislega stefnu ofangreindra flokka. Þetta þarf hinsegin samfélagið og stuðningsfólk þeirra að hafa í huga þegar við kjósum til Alþingis 30. nóvember næstkomandi. Það er kominn tími til þess að við sameinumst um að sýna þakklæti okkar í verki því hjá Vinstri grænum eigum við öruggt stuðningsfólk á þingi. Af ofangreindum ástæðum eru Vinstri græn mitt fólk og við munum halda áfram að styðja hinsegin samfélagið með ráðum og dáð enda er fjöldi hinsegin fólks í efstu sætum á framboðslistum hreyfingarinnar í þessum kosningum Ég mnun ekki láta mitt eftir liggja við að halda merkjum hinsegin fólks á lofti innan VG ásamt kvenréttindum, náttúruvernd, geðherilbrigðismálum, réttindum minnihlutahópa og fjölmenningu. Höfundur er stolt hinsegin kona og býður sig fram til Alþingis fyrir VG í Reykjavík norður.
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar