Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar 26. nóvember 2024 15:51 Vanlíðan í íslensku samfélagi er vaxandi vandamál sem birtist meðal annars í streitu, kvíða, þunglyndi og félagslegri einangrun. Fjárhagsáhyggjur, hraðinn í hinu daglegu lífi og aukið álag í starfi og námi eru meðal helstu orsaka vanlíðaninnar sem við sjáum svo víða. Fordómar og skömm gagnvart geðheilbrigðismálum gera sumum erfitt fyrir að leita hjálpar. Þörf er á aukinni fræðslu, forvörnum og betra aðgengi að þjónustu til að takast á við þessa vá og skapa samfélag þar sem vellíðan er í fyrirrúmi. Eitt er víst að eitthvað þarf að breytast. Við getum ekki haldið áfram á sömu braut. Þess vegna hafa Píratar lagt mikla áherslu á geðheilbrigðismál og lítum við á þau sem ómissandi hluta af réttlátri og sjálfbærri velferðarstefnu. Við teljum að geðheilbrigði sé ekki aðeins persónulegt málefni heldur samfélagslegt verkefni sem krefst heildrænnar nálgunar. Með skýrum áherslum á forvarnir, jafnan aðgang að þjónustu og opinni umræðu um geðheilsu leitast Píratar við að bæta lífsskilyrðin hér á landi. Fjárfesting í forvörnum Við Píratar teljum að geðheilbrigðismál eigi að vera í forgangi í heilbrigðiskerfinu og að vanræksla á þessu sviði í gegnum tíðina hafi haft alvarlegar afleiðingar, bæði fyrir einstaklinga og samfélagið í heild. Langir biðlistar, skortur á sérfræðingum og ósamræmi í þjónustu hafa skapað vandamál sem krefjast tafarlausra aðgerða. Því viljum við tryggja jafnan aðgang að geðheilbrigðisþjónustu óháð búsetu, efnahag eða öðrum þáttum. Þetta á þó ekki einungis við um sálfræðiþjónustu heldur þarf einnig að huga að fjölbreyttum heilsueflandi meðferðum. Mikilvægt er að nefna í þessu samhengi að í stefnu Pírata er lögð sérstök áhersla á forvarnir og fræðslu. Við viljum auka kennslu um geðheilbrigði í skólum og samfélaginu, þar sem opinská umræða og skilningur getur minnkað fordóma og stutt fólk til að leita sér hjálpar. Með því að fjárfesta í forvörnum er hægt að draga úr álagi á heilbrigðiskerfið, þar sem snemmbær íhlutun getur komið í veg fyrir alvarlegri vandamál. Við verðum öll að geta tekið upplýstar ákvarðanir Margar leiðir eru í boði til að tryggja aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu. Þar má til að mynda nefna aukið fjármagn til heilbrigðisstofnana, fjölgun sérfræðinga og nýsköpun í meðferðarúrræðum. Píratar vilja einnig nýta tækni til að bæta þjónustu, til dæmis með stafrænum lausnum sem gera fólki kleift að fá aðstoð hraðar og á sínum forsendum. Þannig gæti fólk á landsbyggðinni til dæmis leitað sér margvíslegrar aðstoðar án þess að þurfa að fara í önnur bæjarfélög eða ferðast langar leiðir. Valdefling einstaklinga er einnig mikilvægt. Við Píratar leggjum áherslu á að fólk hafi sjálfsákvörðunarrétt yfir eigin geðheilbrigðismeðferð og geti tekið upplýstar ákvarðanir um eigin líðan. Þetta felur í sér aukið val um meðferðarúrræði með þarfir einstaklingsins í fyrirrúmi. Píratar vilja stórauka fjárframlög til geðheilbrigðismála og lítum við á það sem fjárfestingu í framtíðinni því að hver króna sem varið er í geðheilbrigði skilar sér margfalt til baka í formi aukinnar framleiðni, minni fjarvista frá vinnu og bættra lífsgæða. Auk þess leggjum við áherslu á að samfélagið taki ábyrgð á að skapa umhverfi sem styður við geðheilsu, til dæmis með auknu aðgengi að félagslegum úrræðum og streituminni vinnuumhverfi. Sjálfsögð réttindi fyrir alla Við Píratar sjáum geðheilbrigðismál sem hluta af víðtækari samfélagsumbótum. Með því að draga úr ójöfnuði og efla félagslegt öryggisnet er hægt að bæta geðheilsu landsmanna. Við viljum tryggja að enginn líði fyrir lélegt fyrirkomulag í kerfinu, hvort sem um sé að ræða mismunun innan þess, skort á úrræðum eða fordóma. Geðheilbrigðismál eru kjarni í velferðar- og heilbrigðisstefnu Pírata. Með áherslu á forvarnir, jafnan aðgang og valdeflingu viljum við byggja upp réttlátt samfélag þar sem geðheilsa er ekki aðeins tryggð fyrir fáa, heldur sé hún sjálfsögð réttindi allra. Með róttækum og framsæknum aðgerðum getum við stuðlað að betri geðheilsu fyrir komandi kynslóðir. En til þess að það verði að veruleika verður hugarfar okkar að breytast til þessa málaflokks og forgangsröðunin einnig. Þess vegna er mikilvægt að kjósa Pírata næsta laugardag til þess að eygja von um annars konar kerfi – öðruvísi lausnir sem raunverulega virka. Höfundur er oddviti Pírata í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Norðausturkjördæmi Geðheilbrigði Heilbrigðismál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Vanlíðan í íslensku samfélagi er vaxandi vandamál sem birtist meðal annars í streitu, kvíða, þunglyndi og félagslegri einangrun. Fjárhagsáhyggjur, hraðinn í hinu daglegu lífi og aukið álag í starfi og námi eru meðal helstu orsaka vanlíðaninnar sem við sjáum svo víða. Fordómar og skömm gagnvart geðheilbrigðismálum gera sumum erfitt fyrir að leita hjálpar. Þörf er á aukinni fræðslu, forvörnum og betra aðgengi að þjónustu til að takast á við þessa vá og skapa samfélag þar sem vellíðan er í fyrirrúmi. Eitt er víst að eitthvað þarf að breytast. Við getum ekki haldið áfram á sömu braut. Þess vegna hafa Píratar lagt mikla áherslu á geðheilbrigðismál og lítum við á þau sem ómissandi hluta af réttlátri og sjálfbærri velferðarstefnu. Við teljum að geðheilbrigði sé ekki aðeins persónulegt málefni heldur samfélagslegt verkefni sem krefst heildrænnar nálgunar. Með skýrum áherslum á forvarnir, jafnan aðgang að þjónustu og opinni umræðu um geðheilsu leitast Píratar við að bæta lífsskilyrðin hér á landi. Fjárfesting í forvörnum Við Píratar teljum að geðheilbrigðismál eigi að vera í forgangi í heilbrigðiskerfinu og að vanræksla á þessu sviði í gegnum tíðina hafi haft alvarlegar afleiðingar, bæði fyrir einstaklinga og samfélagið í heild. Langir biðlistar, skortur á sérfræðingum og ósamræmi í þjónustu hafa skapað vandamál sem krefjast tafarlausra aðgerða. Því viljum við tryggja jafnan aðgang að geðheilbrigðisþjónustu óháð búsetu, efnahag eða öðrum þáttum. Þetta á þó ekki einungis við um sálfræðiþjónustu heldur þarf einnig að huga að fjölbreyttum heilsueflandi meðferðum. Mikilvægt er að nefna í þessu samhengi að í stefnu Pírata er lögð sérstök áhersla á forvarnir og fræðslu. Við viljum auka kennslu um geðheilbrigði í skólum og samfélaginu, þar sem opinská umræða og skilningur getur minnkað fordóma og stutt fólk til að leita sér hjálpar. Með því að fjárfesta í forvörnum er hægt að draga úr álagi á heilbrigðiskerfið, þar sem snemmbær íhlutun getur komið í veg fyrir alvarlegri vandamál. Við verðum öll að geta tekið upplýstar ákvarðanir Margar leiðir eru í boði til að tryggja aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu. Þar má til að mynda nefna aukið fjármagn til heilbrigðisstofnana, fjölgun sérfræðinga og nýsköpun í meðferðarúrræðum. Píratar vilja einnig nýta tækni til að bæta þjónustu, til dæmis með stafrænum lausnum sem gera fólki kleift að fá aðstoð hraðar og á sínum forsendum. Þannig gæti fólk á landsbyggðinni til dæmis leitað sér margvíslegrar aðstoðar án þess að þurfa að fara í önnur bæjarfélög eða ferðast langar leiðir. Valdefling einstaklinga er einnig mikilvægt. Við Píratar leggjum áherslu á að fólk hafi sjálfsákvörðunarrétt yfir eigin geðheilbrigðismeðferð og geti tekið upplýstar ákvarðanir um eigin líðan. Þetta felur í sér aukið val um meðferðarúrræði með þarfir einstaklingsins í fyrirrúmi. Píratar vilja stórauka fjárframlög til geðheilbrigðismála og lítum við á það sem fjárfestingu í framtíðinni því að hver króna sem varið er í geðheilbrigði skilar sér margfalt til baka í formi aukinnar framleiðni, minni fjarvista frá vinnu og bættra lífsgæða. Auk þess leggjum við áherslu á að samfélagið taki ábyrgð á að skapa umhverfi sem styður við geðheilsu, til dæmis með auknu aðgengi að félagslegum úrræðum og streituminni vinnuumhverfi. Sjálfsögð réttindi fyrir alla Við Píratar sjáum geðheilbrigðismál sem hluta af víðtækari samfélagsumbótum. Með því að draga úr ójöfnuði og efla félagslegt öryggisnet er hægt að bæta geðheilsu landsmanna. Við viljum tryggja að enginn líði fyrir lélegt fyrirkomulag í kerfinu, hvort sem um sé að ræða mismunun innan þess, skort á úrræðum eða fordóma. Geðheilbrigðismál eru kjarni í velferðar- og heilbrigðisstefnu Pírata. Með áherslu á forvarnir, jafnan aðgang og valdeflingu viljum við byggja upp réttlátt samfélag þar sem geðheilsa er ekki aðeins tryggð fyrir fáa, heldur sé hún sjálfsögð réttindi allra. Með róttækum og framsæknum aðgerðum getum við stuðlað að betri geðheilsu fyrir komandi kynslóðir. En til þess að það verði að veruleika verður hugarfar okkar að breytast til þessa málaflokks og forgangsröðunin einnig. Þess vegna er mikilvægt að kjósa Pírata næsta laugardag til þess að eygja von um annars konar kerfi – öðruvísi lausnir sem raunverulega virka. Höfundur er oddviti Pírata í Norðausturkjördæmi.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun