Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar 26. nóvember 2024 07:29 Það hefur verið erfitt að sitja á sér undanfarna daga þegar að frambjóðendur Samfylkingarinnar lofa betri tíð fyrir kjósendur með bættri efnahagsstjórn. Þar er rætt um að „negla niður verðbólgu og vexti“, eins og það sé einfalt verkefni. Á sama tíma heyrum við frambjóðendur Viðreisnar lofa jafnvægi á húsnæðismarkaði og vöxtum í takt við Evrópusambandið. Þar virðist hins vegar sú staðreynd hafa gleymst að lágir vextir innan ESB koma helst til vegna lítils hagvaxtar og staðnaðs efnahagslífs, sem telst seint eftirsóknarvert. Skuggastjórn borgarstjórnar Reykjavíkur Húsnæðisskortur er eitt stærsta viðfangsefni næstu ríkisstjórnar, og keppast flokkarnir við að leggja fram lausnir í þeim málaflokki. Það er aftur á móti ljóst að meirihlutinn í borgarstjórn, sem Viðreisn og Samfylkingin hafa átt aðkomu að um langa hríð, ber ríka ábyrgð á langvarandi vanda á húsnæðismarkaði. Einstrengisháttur þeirra í húsnæðisuppbyggingu hefur skapað viðvarandi skort á húsnæði með tilheyrandi hækkunum á húsnæðisverði og fasteignamati sem áfram leiðir til hækkana á fasteignasköttum um tugi þúsunda króna. Á sama tíma hefur þjónustan ekki batnað – ef eitthvað, þá hefur hún versnað. Langir biðlistar eftir leikskólaplássi og almennt lakari grunnþjónusta eru dæmi um það. Myllusteinn um háls ungs fólks Áhrif stefnu borgarstjórnar Reykjavíkur teygja sig lengra en til fasteignamarkaðarins. Húsnæðisverð hefur drifið áfram verðbólgu, sem hefur verið meginástæða hárra stýrivaxta um langa hríð. Þetta veldur óhjákvæmilega miklu álagi á ungar fjölskyldur, sem standa frammi fyrir háum greiðslum af lánum þannig minna er eftir til að mynda til að standa undir þátttöku barna þeirra í íþróttum eða öðrum dýrmætum tómstundum. Þá eru möguleikar ungs fólks til að kaupa sína fyrstu eign eða að stækka við sig þegar fjölskyldan stækkar takmarkaðir. Nýleg lækkun stýrivaxta Seðlabankans ber merki um árangur fráfarandi ríkisstjórnar, þrátt fyrir gagnrýni. Enn eru vextir alltof háir, en aðhald í ríkisfjármálum og tryggt framboð af húsnæði til lengri tíma eru lykilatriði við að ná niður verðbólgu og vöxtum. Í því samhengi skiptir miklu máli að greina loforð flokkanna í samhengi við raunverulega aðstæður. Það er því frekar kaldhæðnislegt að Viðreisn og Samfylkingin boði stórátaki í uppbyggingu húsnæðis á sama tíma og þau hafa lagt stein í götu nauðsynlegrar húsnæðisuppbyggingar með þeirri stefnu sem rekin hefur verið í borginni. Eða lofi að „útrýma biðlistum barna“ á sama tíma og biðlistar eftir leikskólaplássum í Reykjavík eru mun lengri en í öðrum sveitarfélögum á Höfuðborgarsvæðinu. Núverandi ríkisstjórn, undir forystu Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt grunninn að áframhaldandi vaxtalækkunum og aukinni velsæld. Það væri óráð að spilla þeim árangri með borgarferð undir leiðsögn Samfylkingar og Viðreisnar. Höfundur er hagfræðingur og ungur sjálfstæðismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Skoðun Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur verið erfitt að sitja á sér undanfarna daga þegar að frambjóðendur Samfylkingarinnar lofa betri tíð fyrir kjósendur með bættri efnahagsstjórn. Þar er rætt um að „negla niður verðbólgu og vexti“, eins og það sé einfalt verkefni. Á sama tíma heyrum við frambjóðendur Viðreisnar lofa jafnvægi á húsnæðismarkaði og vöxtum í takt við Evrópusambandið. Þar virðist hins vegar sú staðreynd hafa gleymst að lágir vextir innan ESB koma helst til vegna lítils hagvaxtar og staðnaðs efnahagslífs, sem telst seint eftirsóknarvert. Skuggastjórn borgarstjórnar Reykjavíkur Húsnæðisskortur er eitt stærsta viðfangsefni næstu ríkisstjórnar, og keppast flokkarnir við að leggja fram lausnir í þeim málaflokki. Það er aftur á móti ljóst að meirihlutinn í borgarstjórn, sem Viðreisn og Samfylkingin hafa átt aðkomu að um langa hríð, ber ríka ábyrgð á langvarandi vanda á húsnæðismarkaði. Einstrengisháttur þeirra í húsnæðisuppbyggingu hefur skapað viðvarandi skort á húsnæði með tilheyrandi hækkunum á húsnæðisverði og fasteignamati sem áfram leiðir til hækkana á fasteignasköttum um tugi þúsunda króna. Á sama tíma hefur þjónustan ekki batnað – ef eitthvað, þá hefur hún versnað. Langir biðlistar eftir leikskólaplássi og almennt lakari grunnþjónusta eru dæmi um það. Myllusteinn um háls ungs fólks Áhrif stefnu borgarstjórnar Reykjavíkur teygja sig lengra en til fasteignamarkaðarins. Húsnæðisverð hefur drifið áfram verðbólgu, sem hefur verið meginástæða hárra stýrivaxta um langa hríð. Þetta veldur óhjákvæmilega miklu álagi á ungar fjölskyldur, sem standa frammi fyrir háum greiðslum af lánum þannig minna er eftir til að mynda til að standa undir þátttöku barna þeirra í íþróttum eða öðrum dýrmætum tómstundum. Þá eru möguleikar ungs fólks til að kaupa sína fyrstu eign eða að stækka við sig þegar fjölskyldan stækkar takmarkaðir. Nýleg lækkun stýrivaxta Seðlabankans ber merki um árangur fráfarandi ríkisstjórnar, þrátt fyrir gagnrýni. Enn eru vextir alltof háir, en aðhald í ríkisfjármálum og tryggt framboð af húsnæði til lengri tíma eru lykilatriði við að ná niður verðbólgu og vöxtum. Í því samhengi skiptir miklu máli að greina loforð flokkanna í samhengi við raunverulega aðstæður. Það er því frekar kaldhæðnislegt að Viðreisn og Samfylkingin boði stórátaki í uppbyggingu húsnæðis á sama tíma og þau hafa lagt stein í götu nauðsynlegrar húsnæðisuppbyggingar með þeirri stefnu sem rekin hefur verið í borginni. Eða lofi að „útrýma biðlistum barna“ á sama tíma og biðlistar eftir leikskólaplássum í Reykjavík eru mun lengri en í öðrum sveitarfélögum á Höfuðborgarsvæðinu. Núverandi ríkisstjórn, undir forystu Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt grunninn að áframhaldandi vaxtalækkunum og aukinni velsæld. Það væri óráð að spilla þeim árangri með borgarferð undir leiðsögn Samfylkingar og Viðreisnar. Höfundur er hagfræðingur og ungur sjálfstæðismaður.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun