Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar 25. nóvember 2024 20:01 Mikilvægasta hlutverk okkar í lífinu er að ala upp komandi kynslóðir. Að uppalendur og þeir sem eiga samskipti við börn og unglinga reyni að vera góðar fyrirmyndir og kappkosti að eiga góð samskipti við þau, allt með því markmiði að þau þroskist og dafni svo þeim farnist sem best í lífi og starfi. Það er ekki sjálfgefið að allir geti hugsað vel um börnin sín, jafnvel þó að viljinn sé fyrir hendi. Aðstæður fólks geta verið mjög mismunandi og margvíslegir erfiðleikar geta sett strik í reikninginn. Það búa ekki allir yfir færni og þekkingu um það hvernig heppilegast er að bregðast við mismunandi hegðun og erfiðum aðstæðum og það er mjög eðlilegt. Sá sem lærir á bifreið þarf að fara í aksturstíma, læra umferðarreglurnar og á stjórntækin í bílnum. Það sama gildir um uppalanda sem þarf að kljást við fjölbreytta hegðun ungbarna, barna og unglinga og reyna að hafa áhrif til að bæta hegðun. Hegðun og framkoma barna og unglinga ræðst ekki einungis af persónuleika og erfðum, heldur einnig af umhverfinu og leggja atferlisfræðingar nú ríkari áherslu á þá raunsönnu mynd að umhverfið, foreldrar og fjölskylda, vinahópurinn, kennarar, íþróttaþjálfarar og samfélagsmiðlar hafi meiri áhrif á skoðanir, viðhorf og hegðun en áður. Hver þekkir ekki mótþróa, óhefluð orð eða setninguna: Það mega þetta allir nema ég, þið eruð ömurleg! Árið 2014 ákvað ríkisstjórn Íslands undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra að setja á fót ráðherranefnd um lýðheilsu og var undirrituð verkefnisstjóri hennar. Jafnframt var stofnuð ráðgefandi lýðheilsunefnd undir yfirstjórn þáverandi heilbrigðisráðherra. Í nefndinni áttu sæti fulltrúar frá landlækni, sveitarfélögum, ÍSÍ, UMFÍ, LEB, félögum hjúkrunarfræðinga, lýðheilsufræðinga og sjúkraþjálfara, Miðstöð lýðheilsuvísinda við HÍ, Samstarfsráði um forvarnir, Heilbrigðisvísindasviði HÍ, ÖBÍ, SA, Geðhjálp, ASÍ, SÍBS, HA, Læknafélaginu og ráðuneytum. Verkefnið var umfangsmikið og sérstök verkefnisstjórn var sett á fót. Afraksturinn varð Lýðheilsustefna og aðgerðir sem stuðla að heilsueflandi samfélagi, með sérstakri áherslu á börn og ungmenni 18 ára og yngri. Þessari góðu stefnu hafa stjórnvöld stungið ofan í skúffu til að deyja þar drottni sínum. Ein af aðgerðum stefnunnar var að öllum foreldrum um allt land gæfist kostur á að sækja námskeiðið Uppeldi sem virkar – færni til framtíðar, en það byggist á gagnreyndri þekkingu um árangursríkar uppeldisaðferðir. Námskeiðið hefur verið kennt víða um land og oft tengt leiksskólum og meðgönguvernd og ung- og smábarnavernd innan heilsugæslunnar þar sem gott fagfólk hefur sótt sér réttindi til kennslunnar. Uppeldið hefst á heimilinu og foreldrar kalla eftir aðstoð, aðferðum og orðum til þess að geta betur sinnt uppeldi barna sinna á þeim þroskaskeiðum sem þau ganga í gegn um. Þess vegna þarf að koma því í fastar skorður að foreldrar og uppalendur um allt land geti sótt sér fræðslu um heppilegar uppeldisaðferðir í samskiptum sínum við börn og unglinga og hvernig breyta má óæskilegri hegðun svo hún festist ekki í sessi. Börn eru börn og geta eðlilega tekið upp á ýmsu. Munum einnig að það er margt sem getur haft áhrif á hegðun barna og ungmenna, en það er okkar að reyna að hafa áhrif og beita leiðandi uppeldi til hins betra. Það er hægt að hafa áhrif á hegðun með réttum aðferðum og það er líka mikilvægt að hafa trú á verkefninu. Umfram allt er það ást og væntumþykja sem við þurfum að sýna okkar unga fólki til að hafa áhrif til betri vegar. Hrós og hvatning eru heppilegust í uppeldi en allt annað. Skilyrðislaus hlýðni, skammir og skilningsleysi eru það síður. Komist Miðflokkurinn til áhrifa er nokkuð borðleggjandi að fyrrnefnd aðgerð Lýðheilsustefnunnar verði endurvakin, enda málið brýnt! Kjósið XM! Höfundur er uppeldis- menntunar- og lýðheilsufræðingur og aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Mikilvægasta hlutverk okkar í lífinu er að ala upp komandi kynslóðir. Að uppalendur og þeir sem eiga samskipti við börn og unglinga reyni að vera góðar fyrirmyndir og kappkosti að eiga góð samskipti við þau, allt með því markmiði að þau þroskist og dafni svo þeim farnist sem best í lífi og starfi. Það er ekki sjálfgefið að allir geti hugsað vel um börnin sín, jafnvel þó að viljinn sé fyrir hendi. Aðstæður fólks geta verið mjög mismunandi og margvíslegir erfiðleikar geta sett strik í reikninginn. Það búa ekki allir yfir færni og þekkingu um það hvernig heppilegast er að bregðast við mismunandi hegðun og erfiðum aðstæðum og það er mjög eðlilegt. Sá sem lærir á bifreið þarf að fara í aksturstíma, læra umferðarreglurnar og á stjórntækin í bílnum. Það sama gildir um uppalanda sem þarf að kljást við fjölbreytta hegðun ungbarna, barna og unglinga og reyna að hafa áhrif til að bæta hegðun. Hegðun og framkoma barna og unglinga ræðst ekki einungis af persónuleika og erfðum, heldur einnig af umhverfinu og leggja atferlisfræðingar nú ríkari áherslu á þá raunsönnu mynd að umhverfið, foreldrar og fjölskylda, vinahópurinn, kennarar, íþróttaþjálfarar og samfélagsmiðlar hafi meiri áhrif á skoðanir, viðhorf og hegðun en áður. Hver þekkir ekki mótþróa, óhefluð orð eða setninguna: Það mega þetta allir nema ég, þið eruð ömurleg! Árið 2014 ákvað ríkisstjórn Íslands undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra að setja á fót ráðherranefnd um lýðheilsu og var undirrituð verkefnisstjóri hennar. Jafnframt var stofnuð ráðgefandi lýðheilsunefnd undir yfirstjórn þáverandi heilbrigðisráðherra. Í nefndinni áttu sæti fulltrúar frá landlækni, sveitarfélögum, ÍSÍ, UMFÍ, LEB, félögum hjúkrunarfræðinga, lýðheilsufræðinga og sjúkraþjálfara, Miðstöð lýðheilsuvísinda við HÍ, Samstarfsráði um forvarnir, Heilbrigðisvísindasviði HÍ, ÖBÍ, SA, Geðhjálp, ASÍ, SÍBS, HA, Læknafélaginu og ráðuneytum. Verkefnið var umfangsmikið og sérstök verkefnisstjórn var sett á fót. Afraksturinn varð Lýðheilsustefna og aðgerðir sem stuðla að heilsueflandi samfélagi, með sérstakri áherslu á börn og ungmenni 18 ára og yngri. Þessari góðu stefnu hafa stjórnvöld stungið ofan í skúffu til að deyja þar drottni sínum. Ein af aðgerðum stefnunnar var að öllum foreldrum um allt land gæfist kostur á að sækja námskeiðið Uppeldi sem virkar – færni til framtíðar, en það byggist á gagnreyndri þekkingu um árangursríkar uppeldisaðferðir. Námskeiðið hefur verið kennt víða um land og oft tengt leiksskólum og meðgönguvernd og ung- og smábarnavernd innan heilsugæslunnar þar sem gott fagfólk hefur sótt sér réttindi til kennslunnar. Uppeldið hefst á heimilinu og foreldrar kalla eftir aðstoð, aðferðum og orðum til þess að geta betur sinnt uppeldi barna sinna á þeim þroskaskeiðum sem þau ganga í gegn um. Þess vegna þarf að koma því í fastar skorður að foreldrar og uppalendur um allt land geti sótt sér fræðslu um heppilegar uppeldisaðferðir í samskiptum sínum við börn og unglinga og hvernig breyta má óæskilegri hegðun svo hún festist ekki í sessi. Börn eru börn og geta eðlilega tekið upp á ýmsu. Munum einnig að það er margt sem getur haft áhrif á hegðun barna og ungmenna, en það er okkar að reyna að hafa áhrif og beita leiðandi uppeldi til hins betra. Það er hægt að hafa áhrif á hegðun með réttum aðferðum og það er líka mikilvægt að hafa trú á verkefninu. Umfram allt er það ást og væntumþykja sem við þurfum að sýna okkar unga fólki til að hafa áhrif til betri vegar. Hrós og hvatning eru heppilegust í uppeldi en allt annað. Skilyrðislaus hlýðni, skammir og skilningsleysi eru það síður. Komist Miðflokkurinn til áhrifa er nokkuð borðleggjandi að fyrrnefnd aðgerð Lýðheilsustefnunnar verði endurvakin, enda málið brýnt! Kjósið XM! Höfundur er uppeldis- menntunar- og lýðheilsufræðingur og aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun