Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar 25. nóvember 2024 16:02 Suðurkjördæmi er með víðfemari kjördæmum landsins og það býr við hvað mestu umferðina. Við í Miðflokknum sjáum að staða þjóðvegakerfisins er orðin grafalvarleg vegna viðvarandi viðhaldsleysis og aukningar á umferð. Það er augljóst að mikilvægt er að verja raunverulegum skatttekjum af akstri og ökutækjum til uppbyggingar vegakerfisins og rjúfa kyrrstöðuna á landsbyggðinni þegar kemur að vegamálum. Miðflokkurinn ætlar að bregðast við þessari stöðu á þjóðvegunum og fara að framkvæma fær hann brautargengi til þess. Við viljum til dæmis gera staðbundna samgöngusáttmála þar sem horft er til landshluta og framkvæmda innan þeirra með heildstæðum hætti. Það er ein leið til þess að koma hlutunum hratt áfram. Þar skiptir miklu fyrir okkur sem ferðumst um svæðið frá Vík að Höfn að fá nýjan láglendisveg um Mýrdal og jarðgöng í gegnum Reynisfjall. Slík framkvæmd myndi ekki aðeins stuðla að umferðaröryggi og greiðfærni heldur líka nýtast fólk sem er að ferðast alla leið austur á firði sem og stuðla að uppbyggingu hringvegarins um Mýrdal. Fjármagn ríkisins á ekki að fara í kostnaðarsama borgarlínu, Miðflokkurinn hafnar alfarið hugmyndum um hana eins og þær liggja fyrir. Það sem þarf eru einfaldar og hagkvæmar útfærslur á almenningssamgöngum. Það minnkar rask og fer betur með annarri umferð sem er þegar til staðar. Við í Miðflokkum viljum sjá að flugstarfsemi geti blómstrað í Vatnsmýrinni til langrar framtíðar en jafnframt að Keflavíkurflugvöllur verði meginflugvöllur landsins. Miðflokkurinn mun beita skynsemi í samgöngumálum. Til þess að Miðflokkurinn komist í aðstöðu til þess að breyta þessu er mikilvægt að greiða honum atkvæði 30. nóvember nk. Við vonumst eftir þínum stuðning! Hér má kynna sér stefnu Miðflokksins í samgöngumálum og aðrar kosningaráherslur. Höfundur er áhugakona um samgöngubætur og situr í 5.sæti hjá Miðflokknum í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Suðurkjördæmi Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Suðurkjördæmi er með víðfemari kjördæmum landsins og það býr við hvað mestu umferðina. Við í Miðflokknum sjáum að staða þjóðvegakerfisins er orðin grafalvarleg vegna viðvarandi viðhaldsleysis og aukningar á umferð. Það er augljóst að mikilvægt er að verja raunverulegum skatttekjum af akstri og ökutækjum til uppbyggingar vegakerfisins og rjúfa kyrrstöðuna á landsbyggðinni þegar kemur að vegamálum. Miðflokkurinn ætlar að bregðast við þessari stöðu á þjóðvegunum og fara að framkvæma fær hann brautargengi til þess. Við viljum til dæmis gera staðbundna samgöngusáttmála þar sem horft er til landshluta og framkvæmda innan þeirra með heildstæðum hætti. Það er ein leið til þess að koma hlutunum hratt áfram. Þar skiptir miklu fyrir okkur sem ferðumst um svæðið frá Vík að Höfn að fá nýjan láglendisveg um Mýrdal og jarðgöng í gegnum Reynisfjall. Slík framkvæmd myndi ekki aðeins stuðla að umferðaröryggi og greiðfærni heldur líka nýtast fólk sem er að ferðast alla leið austur á firði sem og stuðla að uppbyggingu hringvegarins um Mýrdal. Fjármagn ríkisins á ekki að fara í kostnaðarsama borgarlínu, Miðflokkurinn hafnar alfarið hugmyndum um hana eins og þær liggja fyrir. Það sem þarf eru einfaldar og hagkvæmar útfærslur á almenningssamgöngum. Það minnkar rask og fer betur með annarri umferð sem er þegar til staðar. Við í Miðflokkum viljum sjá að flugstarfsemi geti blómstrað í Vatnsmýrinni til langrar framtíðar en jafnframt að Keflavíkurflugvöllur verði meginflugvöllur landsins. Miðflokkurinn mun beita skynsemi í samgöngumálum. Til þess að Miðflokkurinn komist í aðstöðu til þess að breyta þessu er mikilvægt að greiða honum atkvæði 30. nóvember nk. Við vonumst eftir þínum stuðning! Hér má kynna sér stefnu Miðflokksins í samgöngumálum og aðrar kosningaráherslur. Höfundur er áhugakona um samgöngubætur og situr í 5.sæti hjá Miðflokknum í Suðurkjördæmi