Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Jón Þór Stefánsson skrifar 25. nóvember 2024 13:34 Ljósið sem sést fyrir miðju myndarinnar, á milli trjánna, er frá vígahnettinum. LRH Lögreglumenn sem voru á leið um Sæbraut í Reykjavík að kvöldi mánudags í síðustu viku sáu skyndilega vígahnött á himni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni, en þar er jafnframt birt myndband innan úr lögreglubílnum. Að sögn lögreglunnar var um eftirminnilega og tilkomumikla sjón að ræða. Því ákváðu lögreglumennirnir að leita skýringa á fyrirbærinu hjá Sævari Helga Bragasyni, sem er betur þekktur sem Stjörnu-Sævar. „Að kvöldi mánudagsins 18. nóvember, kl. 21:23 sprakk vígahnöttur yfir hafinu sunnan Íslands. Mörg vitni urðu að vígahnettinum enda birtist skær ljósblossi þegar hann sprakk, líkt og um eldingu væri að ræða,“ segir Sævar. Hann útskýrir að vígahnettir séu björt loftsteinahröp sem verða skærari en reikistjarnan Venus. Oftast séu þessir loftsteinar fremur litlir. Þeir séu álíka stórir og ber eða litlir ávextir, en stundum talsvert stærri. Steinarnir komi á ógnarhraða inn í andrúmsloft Jarðar á meira en ellefu kílómetra hraða á sekúndu, og ryðja lofti undan sér sem byrjar að glóa. Þessir steinar standast ekki álagið og springa, oft í um það bil áttatíu kílómetra hæð. „Miðað við hæð vígahnattarins yfir sjóndeildarhring hefur hann sennilega sprungið í um 300 km fjarlægð frá Íslandi. Engin slóð varð eftir svo líklegast hefur hann brunnið alveg upp, eða í besta falli agnarsmá brot fallið í hafið.“ Í fyrra náðist þetta magnaða myndband af vígahnetti hjá Heimskautagerðinu við Raufarhöfn. Lögreglumál Vísindi Geimurinn Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni, en þar er jafnframt birt myndband innan úr lögreglubílnum. Að sögn lögreglunnar var um eftirminnilega og tilkomumikla sjón að ræða. Því ákváðu lögreglumennirnir að leita skýringa á fyrirbærinu hjá Sævari Helga Bragasyni, sem er betur þekktur sem Stjörnu-Sævar. „Að kvöldi mánudagsins 18. nóvember, kl. 21:23 sprakk vígahnöttur yfir hafinu sunnan Íslands. Mörg vitni urðu að vígahnettinum enda birtist skær ljósblossi þegar hann sprakk, líkt og um eldingu væri að ræða,“ segir Sævar. Hann útskýrir að vígahnettir séu björt loftsteinahröp sem verða skærari en reikistjarnan Venus. Oftast séu þessir loftsteinar fremur litlir. Þeir séu álíka stórir og ber eða litlir ávextir, en stundum talsvert stærri. Steinarnir komi á ógnarhraða inn í andrúmsloft Jarðar á meira en ellefu kílómetra hraða á sekúndu, og ryðja lofti undan sér sem byrjar að glóa. Þessir steinar standast ekki álagið og springa, oft í um það bil áttatíu kílómetra hæð. „Miðað við hæð vígahnattarins yfir sjóndeildarhring hefur hann sennilega sprungið í um 300 km fjarlægð frá Íslandi. Engin slóð varð eftir svo líklegast hefur hann brunnið alveg upp, eða í besta falli agnarsmá brot fallið í hafið.“ Í fyrra náðist þetta magnaða myndband af vígahnetti hjá Heimskautagerðinu við Raufarhöfn.
Lögreglumál Vísindi Geimurinn Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira