Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar 25. nóvember 2024 09:42 Sem formaður stéttarfélagsins FÍN þá hugsa ég daglega um stöðu háskólamenntaðra þar sem við erum enn með lausa samninga við ríkið, Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög. Við erum búin að ávarpa vandann undanfarin ár og ég átta mig ekki á því hvers vegna ráðamenn og opinberir launagreiðendur í þessu landi grípi ekki inn í áður en í algjört óefni er komið. Ég hef undanfarna mánuði setið við samningaborðið til að reyna að ná samningum við opinbera launagreiðendur og freistað þess að lenda samningi fyrir okkar félagsfólk en ekki haft erindi sem erfiði. Er enginn vilji hjá opinberum launagreiðendum að semja við háskólamenntaða á þeirra forsendum? Þegar ég ávarpa stöðu háskólafólks við opinbera launagreiðendur við samningaborðið þá var og er viðkvæðið að þeir hefðu/hafi skilning á stöðu okkar fólks en geti því miður ekkert gert, það er búið að ákveða þetta, þetta sé sú lína launahækkana sem var ákveðin á vinnumarkaði (þegar fyrstu félögin innan ASÍ og SA sömdu) og svona hefur þetta verið frá hruni (2008). Það eru alltaf einhverjir aðrir sem virðast taka sér það vald að setja línuna í kjarasamningum fyrir háskólamenntaða. Þetta hefur leitt til þess að samþjöppun hefur orðið á launum á vinnumarkaði meðal annars vegna krónutöluhækkana og nú er svo komið að við erum komin í ógöngur með launasetningu háskólamenntaðra. Þessi mynd hefur verið að teiknast upp sl. 16 ár og hefur versnað ár frá ári og þess vegna erum við komin í þessa stöðu. Það má segja að hættuástand hafi nú þegar skapast og það er spurning hve langt er í að neyðarástand skapist. Staðan í dag er sú að það borgar sig ekki að fara í háskólanám í ákveðnum greinum. Hve lengi enn ætla launagreiðendur að láta háskólamenntaða sitja eftir? Okkur býðst sem sagt að skrifa undir þann samning sem almenni markaðurinn samdi um eða vera samningslaus. Kjarasamningar á almennum markaði eru góðir fyrir þá sem fá krónutöluhækkanir en kaupmáttarrýrnun á sér stað hjá þeim sem fá prósentuhækkanirnar því þær eru of lágar. Þess má geta að fjórðungur félagsmanna FÍN hjá ríkinu væri að fá krónutöluhækkanir restin væri að fá mjög lágar prósentuhækkanir sem ljóst er að myndi þýða kaupmáttarrýrnun fyrir þann hóp næstu fjögur árin ef við myndum undirrita þessa kjarasamninga. Við samningaborðið höfum við reynt að finna leið með okkar viðsemjendum til að geta skrifað undir kjarasaminga sem byggja á samningum á almennum markaði gegn því að eitthvað komi til viðbótar sem ekki felst í beinum launahækkunum. En okkur hefur ekkert orðið ágengt frekar en öðrum stéttarfélögum. Nú er svo komið að nokkur stéttafélög háskólamenntaðra hafa ákveðið að vísa deilu sinni til ríkissáttasemjara. Önnur stéttarfélög hafa talið að ekki verði lengra komist og betra að taka þessar hækkanir, þrátt fyrir augljósa kaupmáttarrýrnun, en vera samningslaus. Er staðan nokkuð svona slæm? Háskólamenntaðir sinna störfum sem gegna lykilhlutverki í okkar samfélagi og almenningur getur ekki án þessara sérfræðinga verið. Háskólamenntaðir ríða ekki feitum hesti eftir háskólanám. Þess má geta að þeir borga um það bil ein mánaðarlaun á ári af námslánum og jafnvel greiða af þeim fram á grafarbakkann. Þeir eru með lakari lífeyrisréttindi þar sem þeir eru í námi verðmætustu árin til lífeyrisréttinda. ….og hvað þá? Ég hef boðað til félagsfundar með okkar félagsfólki næstu daga til að ræða stöðuna. Ég held að félagsfólk mitt sé tvístígandi og ómögulegt að geta í stöðuna hvort félagsfólk mitt vilji fara sömu leið og sum önnur félög hafa kosið að gera, það er að skrifa undir það sem að okkur er rétt eða hvort vilji þeirra sé að fara í þver öfuga átt og fara í verkfallsaðgerðir. Hvert verður þá framhaldið? Þeirri spurningu svara væntanlega háskólamenntaðir næstu daga, hvort sem þeir eru hjá FÍN eða öðrum stéttarfélögum. Ég hef samt miklar áhyggjur af því hve lengi enn háskólamenntaðir geta sætt sig við stöðuna og hvenær þeir fá nóg og berja hnefanum í boðið og segja….. …….Helvítis fokking fokk!! Nú er nóg komið! Höfundur er formaður FÍN. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Sjá meira
Sem formaður stéttarfélagsins FÍN þá hugsa ég daglega um stöðu háskólamenntaðra þar sem við erum enn með lausa samninga við ríkið, Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög. Við erum búin að ávarpa vandann undanfarin ár og ég átta mig ekki á því hvers vegna ráðamenn og opinberir launagreiðendur í þessu landi grípi ekki inn í áður en í algjört óefni er komið. Ég hef undanfarna mánuði setið við samningaborðið til að reyna að ná samningum við opinbera launagreiðendur og freistað þess að lenda samningi fyrir okkar félagsfólk en ekki haft erindi sem erfiði. Er enginn vilji hjá opinberum launagreiðendum að semja við háskólamenntaða á þeirra forsendum? Þegar ég ávarpa stöðu háskólafólks við opinbera launagreiðendur við samningaborðið þá var og er viðkvæðið að þeir hefðu/hafi skilning á stöðu okkar fólks en geti því miður ekkert gert, það er búið að ákveða þetta, þetta sé sú lína launahækkana sem var ákveðin á vinnumarkaði (þegar fyrstu félögin innan ASÍ og SA sömdu) og svona hefur þetta verið frá hruni (2008). Það eru alltaf einhverjir aðrir sem virðast taka sér það vald að setja línuna í kjarasamningum fyrir háskólamenntaða. Þetta hefur leitt til þess að samþjöppun hefur orðið á launum á vinnumarkaði meðal annars vegna krónutöluhækkana og nú er svo komið að við erum komin í ógöngur með launasetningu háskólamenntaðra. Þessi mynd hefur verið að teiknast upp sl. 16 ár og hefur versnað ár frá ári og þess vegna erum við komin í þessa stöðu. Það má segja að hættuástand hafi nú þegar skapast og það er spurning hve langt er í að neyðarástand skapist. Staðan í dag er sú að það borgar sig ekki að fara í háskólanám í ákveðnum greinum. Hve lengi enn ætla launagreiðendur að láta háskólamenntaða sitja eftir? Okkur býðst sem sagt að skrifa undir þann samning sem almenni markaðurinn samdi um eða vera samningslaus. Kjarasamningar á almennum markaði eru góðir fyrir þá sem fá krónutöluhækkanir en kaupmáttarrýrnun á sér stað hjá þeim sem fá prósentuhækkanirnar því þær eru of lágar. Þess má geta að fjórðungur félagsmanna FÍN hjá ríkinu væri að fá krónutöluhækkanir restin væri að fá mjög lágar prósentuhækkanir sem ljóst er að myndi þýða kaupmáttarrýrnun fyrir þann hóp næstu fjögur árin ef við myndum undirrita þessa kjarasamninga. Við samningaborðið höfum við reynt að finna leið með okkar viðsemjendum til að geta skrifað undir kjarasaminga sem byggja á samningum á almennum markaði gegn því að eitthvað komi til viðbótar sem ekki felst í beinum launahækkunum. En okkur hefur ekkert orðið ágengt frekar en öðrum stéttarfélögum. Nú er svo komið að nokkur stéttafélög háskólamenntaðra hafa ákveðið að vísa deilu sinni til ríkissáttasemjara. Önnur stéttarfélög hafa talið að ekki verði lengra komist og betra að taka þessar hækkanir, þrátt fyrir augljósa kaupmáttarrýrnun, en vera samningslaus. Er staðan nokkuð svona slæm? Háskólamenntaðir sinna störfum sem gegna lykilhlutverki í okkar samfélagi og almenningur getur ekki án þessara sérfræðinga verið. Háskólamenntaðir ríða ekki feitum hesti eftir háskólanám. Þess má geta að þeir borga um það bil ein mánaðarlaun á ári af námslánum og jafnvel greiða af þeim fram á grafarbakkann. Þeir eru með lakari lífeyrisréttindi þar sem þeir eru í námi verðmætustu árin til lífeyrisréttinda. ….og hvað þá? Ég hef boðað til félagsfundar með okkar félagsfólki næstu daga til að ræða stöðuna. Ég held að félagsfólk mitt sé tvístígandi og ómögulegt að geta í stöðuna hvort félagsfólk mitt vilji fara sömu leið og sum önnur félög hafa kosið að gera, það er að skrifa undir það sem að okkur er rétt eða hvort vilji þeirra sé að fara í þver öfuga átt og fara í verkfallsaðgerðir. Hvert verður þá framhaldið? Þeirri spurningu svara væntanlega háskólamenntaðir næstu daga, hvort sem þeir eru hjá FÍN eða öðrum stéttarfélögum. Ég hef samt miklar áhyggjur af því hve lengi enn háskólamenntaðir geta sætt sig við stöðuna og hvenær þeir fá nóg og berja hnefanum í boðið og segja….. …….Helvítis fokking fokk!! Nú er nóg komið! Höfundur er formaður FÍN.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun