Raunveruleg vísindi, skynsemi og rökhugsun Magnús Gehringer skrifar 27. nóvember 2024 07:32 Lýðræðisflokkurinn er nýtt stjórnmálaafl hér á landi, utan hefðbundinna vinstri-hægri kvarða. Áhersla flokksins á að auka skilvirkni og gæði í skólakerfinu, heilbrigðismálum, öldrunarmálum og umhverfismálum myndi vanalega flokkast sem vinstri stefnumál, meðan áhersla á sjálfræði Íslands og einkaframtak myndi flokkast hægra megin. Góðar hugmyndir geta komið úr öllum áttum. Þess vegna segjum við flokkinn vilja nota raunveruleg vísindi, skynsemi og rökhugsun til að bæta líf landsmanna og afkomu fyrirtækja, öllum til hagsbóta. Þess vegna vill Lýðræðisflokkurinn efla vísindalega hugsun og skynsemi hér á landi. Dæmi um það gæti verið að nú eru vísindamenn að mæla með því að minnka kolefnislosun hér á landi til þess að breyta hafstraumum langt suður í hafi. Að mínu mati er losun Íslendinga það lítil að hún mælist ekki á heimsvísu, þannig að við getum aldrei haft áhrif á loftslagsmál sama hvað við gerum hér. Hins vegar erum við með eldfjöll og hraungos sem losa margskonar gastegundir út í andrúmsloftið, og eru mörg önnur lönd í sömu sporum hvað það varðar. En samfélagið okkar mengar mjög lítið, ekki vegna þess að við Íslendingar erum svo umhverfisvænir, heldur af því við erum mjög fámenn þjóð í stóru landi. Eins og úthverfi í stórborg erlendis. Ég bjó einu sinni við Connecticut Avenue í Washington DC, en einhver snillingur hafði þá lagt saman að við þessa götu búi jafn margir og á okkar fagra landi til samans. Við ættum því að vera hógvær og ekki ofmeta mikilvægi okkar í heiminum. Ríkidæmi landsins okkar stafar ekki að af vinnusemi okkar eða snilligáfu, heldur af því að alþjóðasamfélagið, sérlega hinn vestræni heimur, ákvað eftir síðustu heimsstyrjöld að „hafa okkur með“. Það var ekki gert af góðmennsku eða vorkunn við þjóð sem þarf að búa við hörð umhverfis- og veðurskilyrði. Ronald Reagan, fyrrverandi forseti BNA, sagði að Ísland sé ósökkvandi flugmóðurskip (unsinkable aircraft carrrier). Þótt við höfum þau forréttindi að fá að vera með í klúbbi hinna stóru, ættum við að muna að við skiptum í raun afar litlu máli í gangi heimsmála. Það er engin ástæða fyrir Íslendinga að spila sig stóra með því að taka beinan þátt í stríðsrekstri erlendis. Lýðræðisflokkurinn vill loka á þessa þátttöku, en í staðinn efla samskipti við öll lönd, sér í lagi þau sem hafa sýnt okkur velvilja og þolinmæði. Að sama skapi ættum við að reyna að hjálpa „eins og við getum“, t.d. með aðstoð til flóttafólks. Allt ætti þetta þó að vera innan ramma þess sem við getum gert fjárhagslega án þess að varanlega skemma samfélagið okkar og menningu. Þannig er málum háttað hjá flestum löndum sem við berum okkur saman við. Við þurfum ekki að steypa okkur í skuldir vegna krafna annarra landa eða ESB. Það erum við sem munum borga brúsann að lokum og því leggur x-L áherslu á hallalaus fjárlög, í áætlun og í framkvæmd, þ.e. hallalausa afkomu ríkissjóðs. Takist það, má lækka skatta á almenning og fyrirtæki sem er eitt enn undirstöðuatriði í stefnuskrá flokksins. Hvert heimili í landinu veit en ríkistjórn verður að læra: Gerum það sem við höfum efni á á hverjum tíma. Kjósum skynsemi og hófsemi. Kjósum Lýðræðisflokkinn. X-L Höfundur er sérfræðingur í þróun orkuverkefna og í 3. sæti Lýðræðisflokksins í SV-kjördæmi. Hann býr í Hafnarfirði og er frkvstj. Consent Energy ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lýðræðisflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Orkumál Umhverfismál Mest lesið Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Skoðun Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Lýðræðisflokkurinn er nýtt stjórnmálaafl hér á landi, utan hefðbundinna vinstri-hægri kvarða. Áhersla flokksins á að auka skilvirkni og gæði í skólakerfinu, heilbrigðismálum, öldrunarmálum og umhverfismálum myndi vanalega flokkast sem vinstri stefnumál, meðan áhersla á sjálfræði Íslands og einkaframtak myndi flokkast hægra megin. Góðar hugmyndir geta komið úr öllum áttum. Þess vegna segjum við flokkinn vilja nota raunveruleg vísindi, skynsemi og rökhugsun til að bæta líf landsmanna og afkomu fyrirtækja, öllum til hagsbóta. Þess vegna vill Lýðræðisflokkurinn efla vísindalega hugsun og skynsemi hér á landi. Dæmi um það gæti verið að nú eru vísindamenn að mæla með því að minnka kolefnislosun hér á landi til þess að breyta hafstraumum langt suður í hafi. Að mínu mati er losun Íslendinga það lítil að hún mælist ekki á heimsvísu, þannig að við getum aldrei haft áhrif á loftslagsmál sama hvað við gerum hér. Hins vegar erum við með eldfjöll og hraungos sem losa margskonar gastegundir út í andrúmsloftið, og eru mörg önnur lönd í sömu sporum hvað það varðar. En samfélagið okkar mengar mjög lítið, ekki vegna þess að við Íslendingar erum svo umhverfisvænir, heldur af því við erum mjög fámenn þjóð í stóru landi. Eins og úthverfi í stórborg erlendis. Ég bjó einu sinni við Connecticut Avenue í Washington DC, en einhver snillingur hafði þá lagt saman að við þessa götu búi jafn margir og á okkar fagra landi til samans. Við ættum því að vera hógvær og ekki ofmeta mikilvægi okkar í heiminum. Ríkidæmi landsins okkar stafar ekki að af vinnusemi okkar eða snilligáfu, heldur af því að alþjóðasamfélagið, sérlega hinn vestræni heimur, ákvað eftir síðustu heimsstyrjöld að „hafa okkur með“. Það var ekki gert af góðmennsku eða vorkunn við þjóð sem þarf að búa við hörð umhverfis- og veðurskilyrði. Ronald Reagan, fyrrverandi forseti BNA, sagði að Ísland sé ósökkvandi flugmóðurskip (unsinkable aircraft carrrier). Þótt við höfum þau forréttindi að fá að vera með í klúbbi hinna stóru, ættum við að muna að við skiptum í raun afar litlu máli í gangi heimsmála. Það er engin ástæða fyrir Íslendinga að spila sig stóra með því að taka beinan þátt í stríðsrekstri erlendis. Lýðræðisflokkurinn vill loka á þessa þátttöku, en í staðinn efla samskipti við öll lönd, sér í lagi þau sem hafa sýnt okkur velvilja og þolinmæði. Að sama skapi ættum við að reyna að hjálpa „eins og við getum“, t.d. með aðstoð til flóttafólks. Allt ætti þetta þó að vera innan ramma þess sem við getum gert fjárhagslega án þess að varanlega skemma samfélagið okkar og menningu. Þannig er málum háttað hjá flestum löndum sem við berum okkur saman við. Við þurfum ekki að steypa okkur í skuldir vegna krafna annarra landa eða ESB. Það erum við sem munum borga brúsann að lokum og því leggur x-L áherslu á hallalaus fjárlög, í áætlun og í framkvæmd, þ.e. hallalausa afkomu ríkissjóðs. Takist það, má lækka skatta á almenning og fyrirtæki sem er eitt enn undirstöðuatriði í stefnuskrá flokksins. Hvert heimili í landinu veit en ríkistjórn verður að læra: Gerum það sem við höfum efni á á hverjum tíma. Kjósum skynsemi og hófsemi. Kjósum Lýðræðisflokkinn. X-L Höfundur er sérfræðingur í þróun orkuverkefna og í 3. sæti Lýðræðisflokksins í SV-kjördæmi. Hann býr í Hafnarfirði og er frkvstj. Consent Energy ehf.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar