Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar 24. nóvember 2024 11:31 Það er algjörlega óþolandi að mínu mati að búa við það gildismat stjórnvalda að peningar skipti meira máli heldur en fólkið í landinu. En þar sem það er staðan, þá skulum við tala um peningana. Hér er frábær samantekt frá Valgeiri Magnússyni viðskipta- og hagfræðingi þar sem hann fer vel yfir hver kostnaður samfélagsins er af því að hafa meðferðarmál vegna vímuefnavanda í jafn miklum ólestri og þau eru í dag. Miðað við hans útreikninga er árlegur kostnaður samfélagsins 15.1 milljarðar einungis af þeim sem eru að bíða eftir hjálp við sínum vanda. Til að eyða þessum biðlista þarf aðeins að fjárfesta fyrir um það bil 1 milljarð á ári. Reikningsdæmið blasir því við öllum sem vilja sjá, að það að fjárfesta almennilega í meðferðarkerfi fyrir fólk í vímuefnavanda er NO-BRAINER. Þetta er eitthvað sem Píratar setja á oddinn. Píratar ætla að: Skoða notkun vímuefna út frá skaðaminnkandi nálgun. Stuðla að áfallamiðaðri nálgun, þjónustu og úrræðum. Fjölga sértækum úrræðum fyrir fólk með fjölbreyttar þarfir. Leggja áherslu á virðingu og mannréttindi. Efla félagslega velsæld með áherslu á forvarnir, félagsstarf og notendavæna þjónustu. Afglæpavæða neysluskammta vímuefna og tryggja lagalegan grundvöll fyrir skaðaminnkandi þjónustu. Til að bæta um betur, af því að Píratar eru flokkur sem tekur upplýstar ákvarðanir samkvæmt vísindalegum gögnum, þá hafa Píratar líka lagt áherslu á það að RÁÐAST Á RÓTINA ekki síður en að fjárfesta almennilega í meðferð við vandanum. Píratar vita að gott velferðarkerfi er heilbrigðismál. Píratar vilja hlúa að foreldrum og börnum, Píratar vilja efla forvarnir, og Píratar vilja endurreisa heilbrigðiskerfið eins og það leggur sig. Allt eru þetta mikilvægir liðir í að sporna við vímuefnavanda. Og þá er eitt ótalið. Vísindaleg gögn málsins eru alveg skýr, bannstefnan virkar ekki. Stríðið gegn vímuefnum er stríð gegn fólki, og ef við ætlum einhvern tímann að ná tökum á vímuefnavanda þá þarf að koma böndum á vímuefnamarkaðinn, sem nú er í höndunum á siðlausum glæpagengjum á meðan við eyðum ótæpilegu fjármagni í að skera höfuð af hydru, og horfa á tvö vaxa í staðinn. Ég deili því hér líka hlekk á grein frá Jóhannesi S. Ólafssyni hæstaréttarlögmanni, sem rekur dæmi af því hversu yfirgengilega heimskuleg notkun á opinberu fjármagni það er að vera að eltast við neysluskammta vímuefna, ég hvet ykkur til að lesa hana líka. Það er FULLT HÆGT AÐ GERA, og Píratar hafa þekkinguna og hjartað til þess að láta verkin tala, fái þeir til þess umboð almennings. <3 Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Píratar Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Það er algjörlega óþolandi að mínu mati að búa við það gildismat stjórnvalda að peningar skipti meira máli heldur en fólkið í landinu. En þar sem það er staðan, þá skulum við tala um peningana. Hér er frábær samantekt frá Valgeiri Magnússyni viðskipta- og hagfræðingi þar sem hann fer vel yfir hver kostnaður samfélagsins er af því að hafa meðferðarmál vegna vímuefnavanda í jafn miklum ólestri og þau eru í dag. Miðað við hans útreikninga er árlegur kostnaður samfélagsins 15.1 milljarðar einungis af þeim sem eru að bíða eftir hjálp við sínum vanda. Til að eyða þessum biðlista þarf aðeins að fjárfesta fyrir um það bil 1 milljarð á ári. Reikningsdæmið blasir því við öllum sem vilja sjá, að það að fjárfesta almennilega í meðferðarkerfi fyrir fólk í vímuefnavanda er NO-BRAINER. Þetta er eitthvað sem Píratar setja á oddinn. Píratar ætla að: Skoða notkun vímuefna út frá skaðaminnkandi nálgun. Stuðla að áfallamiðaðri nálgun, þjónustu og úrræðum. Fjölga sértækum úrræðum fyrir fólk með fjölbreyttar þarfir. Leggja áherslu á virðingu og mannréttindi. Efla félagslega velsæld með áherslu á forvarnir, félagsstarf og notendavæna þjónustu. Afglæpavæða neysluskammta vímuefna og tryggja lagalegan grundvöll fyrir skaðaminnkandi þjónustu. Til að bæta um betur, af því að Píratar eru flokkur sem tekur upplýstar ákvarðanir samkvæmt vísindalegum gögnum, þá hafa Píratar líka lagt áherslu á það að RÁÐAST Á RÓTINA ekki síður en að fjárfesta almennilega í meðferð við vandanum. Píratar vita að gott velferðarkerfi er heilbrigðismál. Píratar vilja hlúa að foreldrum og börnum, Píratar vilja efla forvarnir, og Píratar vilja endurreisa heilbrigðiskerfið eins og það leggur sig. Allt eru þetta mikilvægir liðir í að sporna við vímuefnavanda. Og þá er eitt ótalið. Vísindaleg gögn málsins eru alveg skýr, bannstefnan virkar ekki. Stríðið gegn vímuefnum er stríð gegn fólki, og ef við ætlum einhvern tímann að ná tökum á vímuefnavanda þá þarf að koma böndum á vímuefnamarkaðinn, sem nú er í höndunum á siðlausum glæpagengjum á meðan við eyðum ótæpilegu fjármagni í að skera höfuð af hydru, og horfa á tvö vaxa í staðinn. Ég deili því hér líka hlekk á grein frá Jóhannesi S. Ólafssyni hæstaréttarlögmanni, sem rekur dæmi af því hversu yfirgengilega heimskuleg notkun á opinberu fjármagni það er að vera að eltast við neysluskammta vímuefna, ég hvet ykkur til að lesa hana líka. Það er FULLT HÆGT AÐ GERA, og Píratar hafa þekkinguna og hjartað til þess að láta verkin tala, fái þeir til þess umboð almennings. <3 Höfundur er sálfræðingur.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun