Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 24. nóvember 2024 07:00 Jöfn tækifæri óháð búsetu Það er sameiginlegur hagur allra landsmanna að halda landinu öllu í byggð svo það gangi upp verður að tryggja aðgang íbúa að fjölbreyttri grunnþjónustu óháð búsetu og efnahaga. Það verður að tryggja að allir landsmenn sitji við sama borð og hafi jöfn tækifæri. Það er grundvöllur þess að öflugt og fjölbreytt atvinnulífi sé til staðar á landsbyggðunum og að fólk velji sér þar framtíðar búsetu. Fjárfestum í unga fólkinu Það hefur sýnt sig að það er mikil ávinningur í því að ungt fólk kjósi að setjast að á landsbyggðunum og nýta krafta sína og menntun til að byggja upp gott samfélag. Það er ekki sjálfgefið og landsbyggðin verður að vera samkeppnisfær við höfuðborgarsvæðið þegar lífsgæði og kostnaður við rekstur heimilis og fjölskyldu er veginn og metinn. Tækifærin eru til staðar Þegar grunnþarfir fjölskyldu eru til staðar eins og gott heilbrigðiskerfi, menntun, félagsþjónusta, samgöngur, húsnæði, verslun, þjónusta og atvinnutækifæri þá hefur landsbyggðin til viðbótar marga kosti sem ekki eru sjálfgefnir. Nálægð við náttúruna og meiri möguleika á dýrmætri samveru með fjölskyldunni þegar ferðatími í umferðinni sparast. Samfélög fólks á öllum aldri með ólíkar þarfir Það er mikilvægt að samfélög byggjast upp þannig að vel sé búið að fólki á öllum aldri og að góð þjónusta sé til staðar fyrir fatlaða og íbúa með mismunandi þjónustu þarfir. Þess vegna leggur Flokkur fólksins áherslu á að tryggja öllum frá vöggu til grafar góðan aðbúnað og lífskjör með áherslu á að tryggja fólki húsnæði og mannsæmandi lífskjör og sérstaklega er horft til fátækra og þeirra sem minna mega sín. Menningin blómstrar á landsbyggðinni Sjónvarpsþátturinn Landinn hefur sýnt í hnotskurn hve mikil menning og gróska þrífst í fjölmenningar samfélögum um land allt. Við þurfum að standa vörð um og varðveita menningarminjar okkar og efla söfn og fjölbreyttar listir um land allt því maðurinn lifir ekki á brauði einu saman. Mikil einstaklings þátttaka er á landsbyggðunum í menningar og félagsstarfi og íþróttaiðkun ungra sem eldri er öflug sem skilar sér í heilbrigðara samfélagi. Fjárfestum því líka í félagsstarfi og skapandi greinum um land allt. Það er gott að búa á landsbyggðunum Svo landsbyggðirnar fái jöfn tækifæri og séu samkeppnishæfar til búsetu verður að hraða allri innviðauppbyggingu og þar eru samgöngur og jöfnun orkuverðs mikilvægir þættir og að tryggja afhendingaröryggi rafmagns til allra byggða með umhverfisvænum orkugjöfum. Nýsköpun og framþróun á landsbyggðinni helst í hendur við að þessir þættir séu í lagi og að öflugar háhraðatengingar séu um land allt. Sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar Sveitir landsins og sjávarbyggðirnar byggjast á að vel sé gengið um náttúru landsins og nýtingin sé með sjálfbærum hætti. Flokkur fólksins vill banna jarðarkaup erlendra auðjöfra og vill efla íslenskan landbúnað og fjölskyldubú. Landsbyggðirnar eiga mikið undir því að vel sé gengið um auðlindir okkar til lands og sjávar þar sem atvinnuvegir eins og ferðaþjónusta, sjávarútvegur/fiskeldi og landbúnaður eru grunnstoðir byggðanna. Flokkur fólksins leggur mikla áherslu á að íbúar geta nýtt auðlindir sínar í nærumhverfinu með sjálfbærum hætti og að arðurinn skili sér í nærsamfélögin og tryggi þannig öfluga atvinnuuppbyggingu og hvetji þar með ungt fólk til búsetu um land allt. Höfundur skipar 2. sæti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Jöfn tækifæri óháð búsetu Það er sameiginlegur hagur allra landsmanna að halda landinu öllu í byggð svo það gangi upp verður að tryggja aðgang íbúa að fjölbreyttri grunnþjónustu óháð búsetu og efnahaga. Það verður að tryggja að allir landsmenn sitji við sama borð og hafi jöfn tækifæri. Það er grundvöllur þess að öflugt og fjölbreytt atvinnulífi sé til staðar á landsbyggðunum og að fólk velji sér þar framtíðar búsetu. Fjárfestum í unga fólkinu Það hefur sýnt sig að það er mikil ávinningur í því að ungt fólk kjósi að setjast að á landsbyggðunum og nýta krafta sína og menntun til að byggja upp gott samfélag. Það er ekki sjálfgefið og landsbyggðin verður að vera samkeppnisfær við höfuðborgarsvæðið þegar lífsgæði og kostnaður við rekstur heimilis og fjölskyldu er veginn og metinn. Tækifærin eru til staðar Þegar grunnþarfir fjölskyldu eru til staðar eins og gott heilbrigðiskerfi, menntun, félagsþjónusta, samgöngur, húsnæði, verslun, þjónusta og atvinnutækifæri þá hefur landsbyggðin til viðbótar marga kosti sem ekki eru sjálfgefnir. Nálægð við náttúruna og meiri möguleika á dýrmætri samveru með fjölskyldunni þegar ferðatími í umferðinni sparast. Samfélög fólks á öllum aldri með ólíkar þarfir Það er mikilvægt að samfélög byggjast upp þannig að vel sé búið að fólki á öllum aldri og að góð þjónusta sé til staðar fyrir fatlaða og íbúa með mismunandi þjónustu þarfir. Þess vegna leggur Flokkur fólksins áherslu á að tryggja öllum frá vöggu til grafar góðan aðbúnað og lífskjör með áherslu á að tryggja fólki húsnæði og mannsæmandi lífskjör og sérstaklega er horft til fátækra og þeirra sem minna mega sín. Menningin blómstrar á landsbyggðinni Sjónvarpsþátturinn Landinn hefur sýnt í hnotskurn hve mikil menning og gróska þrífst í fjölmenningar samfélögum um land allt. Við þurfum að standa vörð um og varðveita menningarminjar okkar og efla söfn og fjölbreyttar listir um land allt því maðurinn lifir ekki á brauði einu saman. Mikil einstaklings þátttaka er á landsbyggðunum í menningar og félagsstarfi og íþróttaiðkun ungra sem eldri er öflug sem skilar sér í heilbrigðara samfélagi. Fjárfestum því líka í félagsstarfi og skapandi greinum um land allt. Það er gott að búa á landsbyggðunum Svo landsbyggðirnar fái jöfn tækifæri og séu samkeppnishæfar til búsetu verður að hraða allri innviðauppbyggingu og þar eru samgöngur og jöfnun orkuverðs mikilvægir þættir og að tryggja afhendingaröryggi rafmagns til allra byggða með umhverfisvænum orkugjöfum. Nýsköpun og framþróun á landsbyggðinni helst í hendur við að þessir þættir séu í lagi og að öflugar háhraðatengingar séu um land allt. Sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar Sveitir landsins og sjávarbyggðirnar byggjast á að vel sé gengið um náttúru landsins og nýtingin sé með sjálfbærum hætti. Flokkur fólksins vill banna jarðarkaup erlendra auðjöfra og vill efla íslenskan landbúnað og fjölskyldubú. Landsbyggðirnar eiga mikið undir því að vel sé gengið um auðlindir okkar til lands og sjávar þar sem atvinnuvegir eins og ferðaþjónusta, sjávarútvegur/fiskeldi og landbúnaður eru grunnstoðir byggðanna. Flokkur fólksins leggur mikla áherslu á að íbúar geta nýtt auðlindir sínar í nærumhverfinu með sjálfbærum hætti og að arðurinn skili sér í nærsamfélögin og tryggi þannig öfluga atvinnuuppbyggingu og hvetji þar með ungt fólk til búsetu um land allt. Höfundur skipar 2. sæti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar