Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar 22. nóvember 2024 18:45 Geðhelbrigði ungra landsmanna hefur verið mikið í umræðunni í þessari kosningabaráttu sem nú er í hámarki og lýkur næstu helgi er Íslendingar ganga að kjörborðinu þann 30. nóvember næstkomandi. Sumir tala um mikilvægi þess að stytta biðlistana til geðlækna, niðurgreiða sálfræðikostnað og auka aðgengið að þjónustunni. Það er ein nálgun. Það sem þessir flokkar láta ósagt er að þessi leið er til þess fallin að Íslendingar haldi áfram að bæta heimsmet sín í lyfjavæðingu barnanna okkar. Það er nánast ekkert talað um að fara í rót vandans. Af hverju eru börnin okkar vansæl? Hvers vegna eru þau svona kvíðin? Hvað veldur þessari depurð? Umdeildar kenningar kenndar sem staðreyndir Í skólum landsins er börnum talin sú trú um að heimurinn sé að farast vegna loftslagsbreytinga. Sumir stjórnmálaflokkar hafa t.d. sagt með beinum orðum að heimurinn sé að farast ef ekki verði gripið til aðgerða strax. Það er sífellt verið að ala á þessum ótta á vettvangi alþjóðastofnanna og stjórnmálamenn hafa svo verið duglegir að lepja þetta upp og dreifa þessum áróðri inní skóla íslenskra barna – barna þjóðar sem er framúrskarandi í nýtingu sjálfbærra orkuauðlinda! Kvenfrelsiskörungar VG, Pírata og Viðreisnar halda svo að almenningi að aðrir flokkar vilji „skerða yfirráðarétt kvenna yfir eigin líkama“ fyrir þær sakir einar að andmæla því að leyfilegt sé að drepa jafnvel fullburða börn í móðurkviði. Þessir flokkar telja það kvenfrelsismál. Á sama tíma vilja stjórnmálamenn þessara flokka ekki svara einfaldri spurningu um hvað „kona“ sé! Þeir dansa í kringum spurninguna eins og köttur í kringum heitan graut! Ef þeir eru tilbúnir að segja ósatt um hvað kona er eða hversu mörg kyn mannfólks eru, hverju öðru eru þeir þá tilbúnir að ljúga að okkur? Svo er börnum sagt að þau geti fæðst í röngum líkama, og að þau „þurfa ekki að ákveða strax hvaða kyn þau séu“? Ég hef á vettvangi samtakanna sem ég hef verið í forsvari fyrir undanfarin ár fengið að heyra frá fjölda foreldra sem hefur þurft að róa andvaka börn sín vegna kvíða tengdum innrætingu umdeildra kenninga þröngs hóps hugmyndafræðinga í barnaskólum. „Núna nýlega sagði sonur minn að kennarinn hafi sagt honum að hann ætti eftir að ákveða hvort hann væri stelpa eða strákur. Hvort sem kennarinn sagði að það væri valkvætt eða ekki, þá hafði hann gengið um með þann kvíða í maganum að hann ætti eftir að ákveða þetta í margar vikur áður en ég áttaði mig á þessu og gat leiðrétt þessi rangindi“. Þetta er aðeins brot úr einni frásögn af mörgum sem hefur borist mér frá foreldrum barna víðsvegar af á landinu. Þetta er ekki aðeins bundið við höfuðborgarsvæðið, því það breytir engu hvort sem við erum að ræða Kópavog, Breiðdalsvík eða Raufarhöfn, þá er þessu haldið að börnum sem um staðreyndir séu að ræða. Birtingarmynd eineltis hefur einnig breyst á síðasta áratug með snjalltækjavæðingu barna. Hérna áður fyrr átti eineltið sér stað innan veggja skólans eða á skólalóð, en þegar börnin lokuðu að sér dyrunum er heim var komið, þá hætti áreitið og þau komin í skjól. Í dag heldur eineltið áfram – stafrænt í símanum og ekki eins auðvelt að komast í skjól eins og áður. Þetta eru bara örfá dæmi um rót vandans sem við erum að glíma við. Spurningin er sú; hvort við ætlum að ræða rót vandans, eða halda áfram að búa til fleiri þjónustuþega á geðheilbrigðissviði? Höfundur er oddviti Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Geðhelbrigði ungra landsmanna hefur verið mikið í umræðunni í þessari kosningabaráttu sem nú er í hámarki og lýkur næstu helgi er Íslendingar ganga að kjörborðinu þann 30. nóvember næstkomandi. Sumir tala um mikilvægi þess að stytta biðlistana til geðlækna, niðurgreiða sálfræðikostnað og auka aðgengið að þjónustunni. Það er ein nálgun. Það sem þessir flokkar láta ósagt er að þessi leið er til þess fallin að Íslendingar haldi áfram að bæta heimsmet sín í lyfjavæðingu barnanna okkar. Það er nánast ekkert talað um að fara í rót vandans. Af hverju eru börnin okkar vansæl? Hvers vegna eru þau svona kvíðin? Hvað veldur þessari depurð? Umdeildar kenningar kenndar sem staðreyndir Í skólum landsins er börnum talin sú trú um að heimurinn sé að farast vegna loftslagsbreytinga. Sumir stjórnmálaflokkar hafa t.d. sagt með beinum orðum að heimurinn sé að farast ef ekki verði gripið til aðgerða strax. Það er sífellt verið að ala á þessum ótta á vettvangi alþjóðastofnanna og stjórnmálamenn hafa svo verið duglegir að lepja þetta upp og dreifa þessum áróðri inní skóla íslenskra barna – barna þjóðar sem er framúrskarandi í nýtingu sjálfbærra orkuauðlinda! Kvenfrelsiskörungar VG, Pírata og Viðreisnar halda svo að almenningi að aðrir flokkar vilji „skerða yfirráðarétt kvenna yfir eigin líkama“ fyrir þær sakir einar að andmæla því að leyfilegt sé að drepa jafnvel fullburða börn í móðurkviði. Þessir flokkar telja það kvenfrelsismál. Á sama tíma vilja stjórnmálamenn þessara flokka ekki svara einfaldri spurningu um hvað „kona“ sé! Þeir dansa í kringum spurninguna eins og köttur í kringum heitan graut! Ef þeir eru tilbúnir að segja ósatt um hvað kona er eða hversu mörg kyn mannfólks eru, hverju öðru eru þeir þá tilbúnir að ljúga að okkur? Svo er börnum sagt að þau geti fæðst í röngum líkama, og að þau „þurfa ekki að ákveða strax hvaða kyn þau séu“? Ég hef á vettvangi samtakanna sem ég hef verið í forsvari fyrir undanfarin ár fengið að heyra frá fjölda foreldra sem hefur þurft að róa andvaka börn sín vegna kvíða tengdum innrætingu umdeildra kenninga þröngs hóps hugmyndafræðinga í barnaskólum. „Núna nýlega sagði sonur minn að kennarinn hafi sagt honum að hann ætti eftir að ákveða hvort hann væri stelpa eða strákur. Hvort sem kennarinn sagði að það væri valkvætt eða ekki, þá hafði hann gengið um með þann kvíða í maganum að hann ætti eftir að ákveða þetta í margar vikur áður en ég áttaði mig á þessu og gat leiðrétt þessi rangindi“. Þetta er aðeins brot úr einni frásögn af mörgum sem hefur borist mér frá foreldrum barna víðsvegar af á landinu. Þetta er ekki aðeins bundið við höfuðborgarsvæðið, því það breytir engu hvort sem við erum að ræða Kópavog, Breiðdalsvík eða Raufarhöfn, þá er þessu haldið að börnum sem um staðreyndir séu að ræða. Birtingarmynd eineltis hefur einnig breyst á síðasta áratug með snjalltækjavæðingu barna. Hérna áður fyrr átti eineltið sér stað innan veggja skólans eða á skólalóð, en þegar börnin lokuðu að sér dyrunum er heim var komið, þá hætti áreitið og þau komin í skjól. Í dag heldur eineltið áfram – stafrænt í símanum og ekki eins auðvelt að komast í skjól eins og áður. Þetta eru bara örfá dæmi um rót vandans sem við erum að glíma við. Spurningin er sú; hvort við ætlum að ræða rót vandans, eða halda áfram að búa til fleiri þjónustuþega á geðheilbrigðissviði? Höfundur er oddviti Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun