Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar 22. nóvember 2024 08:30 Í nýlegri grein skrifaði ég að Sjálfstæðisflokkurinn boðaði skattalækkanir handa þeim efnamestu með kosningaáherslunni sinni “Helmingum erfðafjárskatt og fjórföldum frítekjumarkið í 20 milljónir króna”. Þá benti ég á að ef ætlunin væri að hugsa um hag meðalmannsins væri nær að breyta eingöngu frítekjumörkunum en ekki skattprósentunni sjálfri en breyting á skattprósentunni sjálfri er til þess fallin að aðstoða þá efnameiri frekar. Þetta fór öfugt ofan í frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins, Þórð Gunnarsson, sem skrifaði svargrein. Því er tilvalið að fara nánar yfir málið. Hverjum nýtist boðuð skattbreyting Sjálfstæðisflokksins helst? Til að átta okkur á áhrifum boðaðra skattbreytinga Sjálfstæðisflokksins er gott að reikna út skattskyldu dánarbúa af mismunandi stærð bæði við núverandi kerfi og með breytingum. Til samanburðar er sömuleiðis gott að horfa á kerfi sem eingöngu hækkar skattleysismörkin en hreyfir ekki við skattprósentunni sjálfri. Taflan hér að neðan sýnir þrjú mismunandi tilfelli. Fyrst núverandi kerfi þar sem 5 m.kr eru skattlausar en 10% skattur er lagður á eftir það. Skattleysismörkin voru reyndar 5 m.kr árið 2021 en eru 6,2 m.kr 2024, en leyfum Sjálfstæðismönnum að stela nokkrum fjöðrum fyrir hattinn sinn hér til að geta talað um fjórföldun. Næst kemur boðuð breyting Sjálfstæðismanna sem miðar við 20 m.kr skattleysismörk og 5% skatt eftir það. Að lokum er það kerfi þar sem skattleysismörkin eru hækkuð í 45,5 m.kr, en í þeirri tölu er dánarbú sem byggir á miðgildi hreinnar eignar landsmanna á eftirlaunaaldri (71 m.kr samkvæmt Þórði) eins sett og með tillögu Sjálftæðismanna. Niðurstaðan er í fullu samræmi við innhald fyrri greinar minnar þar sem hærri skattleysismörk henta litlum og meðal stórum dánarbúum betur en lægri skattprósenta hentar stærri dánarbúum betur. Kerfi Sjálfstæðismanna myndi spara stórum dánarbúum tugi eða hundruðu milljóna umfram núverandi kerfi. Hinsvegar myndi meiri hækkun skattleysismarkanna án þess að breyta skattprósentunni setja þak á skattasparnað þeirra efnameiri við kerfisbreytinguna en styðja meðalmanninn jafn vel og alla þar undir betur (nema þau séu undir núverandi lágmarki, þá skiptir þetta engu). Ósanngjörn tvísköttunin – Eða ekki ? Ætlunin hér er ekki að fara út í flókna umræðu um eðli tvíþætta skattkerfisins og mismunandi meðhöndlun launa- og fjármagnstekna né hvernig stórfyrirtæki, stóreignafólk eða stórerfingar koma sér undan skattheimtu. Til að svara Þórði verð ég þó að dýfa litlu tánni í þá laug. Að fresta skattlagningu hefur ótvíræða kosti í för með sér fyrir þann sem frestar skattlagningunni. Það er vegna þess að fjárfestirinn getur ávaxtað fjármunina meðan skattlagningunni er frestað og þannig notið aukinnar ávöxtunnar sem hann hefði annars ekki gert. Þetta er til að mynda einn af kostum lífeyrissparnaðar umfram hefðbundinn launasparnað, því skattarnir eru eingöngu greiddir við úttekt en ekki upphaf sparnaðsins þegar launin voru greidd og svo samfellt af vöxtunum. Ýmsir vegir eru færir til að fresta eða lágmarka skattheimtu en látum hér nægja að nefna mjög einfalt dæmi. Hlutabréf sem ganga kaupum og sölu á opnum almennum markaði hafa þekkt markaðsverð. Þannig er ljóst að bréf í Apple hefur aukist umtalsvert í virði seinustu áratugi án þess að neinn skattur hafi verið greiddur af virðisaukningunni hjá eiganda bréfanna. Þessi virðisaukning er ekki bara huglæg, við getum staðfest að bréfin hafa hækkað í virði alveg óháð því hvort ákveðinn fjárfestir hafi raungert virðisaukninguna hjá sér sem söluhagnað. Þannig er ljóst að töluverður hluti eigna stórra dánarbúa kann að vera í eignum sem hafa aldrei verið skattlagðar og það felur í sér skattahagræði. Áframhald á því skattahagræði umfram lífdaga fjárfestisins er ekki til þess fallið að auka skilvirkni. Þessu er svo almennt öfugt farið með lítil dánarbú þar sem fjármunirnir voru skattlagðir sem launatekjur, nema í tilfelli virðisaukningar húseignar en um hana eru sérstakar undanþágur frá skattlagningu. Það er svo allt önnur spurning hvort að það eigi að hafa erfðafjárskatt yfir höfuð. Nú eða hvort það eigi bara sömu reglur að gilda um erfðir og aðrar gjafir, en skattkerfið okkar leggur upp með að það megi ekki gefa öðrum umtalsverðar fjárhæðir án þess þær verði skattskyldar, jafnvel þó við sjálf höfum áður greitt af þeim skatt. Enda forsenda allrar skattlagningar í viðskiptum. Í öllu falli stendur eftir að raunveruleg virðisaukning ýmissa eigna dánarbúa, sér í lagi stærri dánarbúa, hefur aldrei verið sköttuð. Sjálfstæðismanninum svarað Niðurstaða fyrri greinar minnar stendur vitanlega óhögguð eins og tölurnar sýna okkar. Lausnir Sjálfstæðisflokksins eru sem fyrr sniðnar að þeim efnameiri. Það verður hver svo að eiga það við sjálfan sig hvort það sé gott eða slæmt. Þórður fer mikinn og langt frá hinu raunverulega viðfangsefni og ræðir böl vinstri manna sem ala tortryggni og standa helst fyrir boðum, bönnum og sköttum. Ekki talaði ég nú fyrir neinu slíku heldur benti einfaldlega á fyrir hverja nýjustu útspil Sjálfstæðismanna eru hugsuð. En ég held að Sjálfstæðismenn mættu fremur líta sér nær áður en þeir saka aðra um að ýta undir tortryggni, enda lykilgerendur í gott sem öllum spillingarmálum Íslandssögunnar og hafa búið svo um að traust í garð stjórnmálamanna er í frostmarki. Þá hafa Sjálfstæðismenn sjálfir þyngt skattbyrði almennra borgara alveg statt og stöðugt síðustu áratugina (nema þeirra efnamestu), fjölgað ráðuneytum og blásið út ríkið auk þess að styðja varla nokkurt einasta frjálslyndismál enda íhaldsflokkur. Sem sagt boð, bönn og aukin skattheimta. Þá má ég einnig til með að benda á að ég er ekki í framboði fyrir Pírata þó Þórður sé viss um að ég sé það, en ég er vissulega í Pírötum. Í grein Þórðar glittir líka hressilega í undirlægjuhátt Sjálfstæðismanna fyrir fjármálaöflum. Ef við myndum feta hér í fótspor Noregs yrði landflótti segir Þórður. Ef við hefðum fetað í fótspor Noregs í auðlindamálum ætti íslenska þjóðin gríðarstóran fjárfestingarsjóð líkt og Norðmenn eiga sinn olíusjóð. Þess í stað eigum við kvótakónga. Blessunarlega á almenningur sér málsvara í BEPS OECD samstarfinu gegn skattaundanskotum stórfyrirtækja sem 145 lönd taka nú þátt í. Blessunarlega er Evrópusambandið að vinna að öflugra kerfi til að tryggja löndum getu til að stýra eigin skattheimtu (BEFIT). Blessunarlega eru alvarlegar umræður meðal helstu skattasérfræðinga heims um eignaskatta á ríkasta lag samfélagsins, enda þjóðfélagshópur sem hefur sínar tekjur ekki í gegnum laun heldur eigna aukningu sem er sjaldnast raungerð til þess að fresta skattlagningu. Blessunarlega er fólk í heiminum sem skilur að skilvirk skattkerfi eru meira en að segja “lækkum skatta” fyrir kosningar en hækka þá svo í raun samhliða frasanum “Ef við gefum ekki undan efnafólki þá fer það” í stað þess að leita raunverulegra lausna. Höfundur er áfram viss í afstöðu sinni gagnvart skattatillögu Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Skattar og tollar Sjálfstæðisflokkurinn Haukur V. Alfreðsson Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Sjá meira
Í nýlegri grein skrifaði ég að Sjálfstæðisflokkurinn boðaði skattalækkanir handa þeim efnamestu með kosningaáherslunni sinni “Helmingum erfðafjárskatt og fjórföldum frítekjumarkið í 20 milljónir króna”. Þá benti ég á að ef ætlunin væri að hugsa um hag meðalmannsins væri nær að breyta eingöngu frítekjumörkunum en ekki skattprósentunni sjálfri en breyting á skattprósentunni sjálfri er til þess fallin að aðstoða þá efnameiri frekar. Þetta fór öfugt ofan í frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins, Þórð Gunnarsson, sem skrifaði svargrein. Því er tilvalið að fara nánar yfir málið. Hverjum nýtist boðuð skattbreyting Sjálfstæðisflokksins helst? Til að átta okkur á áhrifum boðaðra skattbreytinga Sjálfstæðisflokksins er gott að reikna út skattskyldu dánarbúa af mismunandi stærð bæði við núverandi kerfi og með breytingum. Til samanburðar er sömuleiðis gott að horfa á kerfi sem eingöngu hækkar skattleysismörkin en hreyfir ekki við skattprósentunni sjálfri. Taflan hér að neðan sýnir þrjú mismunandi tilfelli. Fyrst núverandi kerfi þar sem 5 m.kr eru skattlausar en 10% skattur er lagður á eftir það. Skattleysismörkin voru reyndar 5 m.kr árið 2021 en eru 6,2 m.kr 2024, en leyfum Sjálfstæðismönnum að stela nokkrum fjöðrum fyrir hattinn sinn hér til að geta talað um fjórföldun. Næst kemur boðuð breyting Sjálfstæðismanna sem miðar við 20 m.kr skattleysismörk og 5% skatt eftir það. Að lokum er það kerfi þar sem skattleysismörkin eru hækkuð í 45,5 m.kr, en í þeirri tölu er dánarbú sem byggir á miðgildi hreinnar eignar landsmanna á eftirlaunaaldri (71 m.kr samkvæmt Þórði) eins sett og með tillögu Sjálftæðismanna. Niðurstaðan er í fullu samræmi við innhald fyrri greinar minnar þar sem hærri skattleysismörk henta litlum og meðal stórum dánarbúum betur en lægri skattprósenta hentar stærri dánarbúum betur. Kerfi Sjálfstæðismanna myndi spara stórum dánarbúum tugi eða hundruðu milljóna umfram núverandi kerfi. Hinsvegar myndi meiri hækkun skattleysismarkanna án þess að breyta skattprósentunni setja þak á skattasparnað þeirra efnameiri við kerfisbreytinguna en styðja meðalmanninn jafn vel og alla þar undir betur (nema þau séu undir núverandi lágmarki, þá skiptir þetta engu). Ósanngjörn tvísköttunin – Eða ekki ? Ætlunin hér er ekki að fara út í flókna umræðu um eðli tvíþætta skattkerfisins og mismunandi meðhöndlun launa- og fjármagnstekna né hvernig stórfyrirtæki, stóreignafólk eða stórerfingar koma sér undan skattheimtu. Til að svara Þórði verð ég þó að dýfa litlu tánni í þá laug. Að fresta skattlagningu hefur ótvíræða kosti í för með sér fyrir þann sem frestar skattlagningunni. Það er vegna þess að fjárfestirinn getur ávaxtað fjármunina meðan skattlagningunni er frestað og þannig notið aukinnar ávöxtunnar sem hann hefði annars ekki gert. Þetta er til að mynda einn af kostum lífeyrissparnaðar umfram hefðbundinn launasparnað, því skattarnir eru eingöngu greiddir við úttekt en ekki upphaf sparnaðsins þegar launin voru greidd og svo samfellt af vöxtunum. Ýmsir vegir eru færir til að fresta eða lágmarka skattheimtu en látum hér nægja að nefna mjög einfalt dæmi. Hlutabréf sem ganga kaupum og sölu á opnum almennum markaði hafa þekkt markaðsverð. Þannig er ljóst að bréf í Apple hefur aukist umtalsvert í virði seinustu áratugi án þess að neinn skattur hafi verið greiddur af virðisaukningunni hjá eiganda bréfanna. Þessi virðisaukning er ekki bara huglæg, við getum staðfest að bréfin hafa hækkað í virði alveg óháð því hvort ákveðinn fjárfestir hafi raungert virðisaukninguna hjá sér sem söluhagnað. Þannig er ljóst að töluverður hluti eigna stórra dánarbúa kann að vera í eignum sem hafa aldrei verið skattlagðar og það felur í sér skattahagræði. Áframhald á því skattahagræði umfram lífdaga fjárfestisins er ekki til þess fallið að auka skilvirkni. Þessu er svo almennt öfugt farið með lítil dánarbú þar sem fjármunirnir voru skattlagðir sem launatekjur, nema í tilfelli virðisaukningar húseignar en um hana eru sérstakar undanþágur frá skattlagningu. Það er svo allt önnur spurning hvort að það eigi að hafa erfðafjárskatt yfir höfuð. Nú eða hvort það eigi bara sömu reglur að gilda um erfðir og aðrar gjafir, en skattkerfið okkar leggur upp með að það megi ekki gefa öðrum umtalsverðar fjárhæðir án þess þær verði skattskyldar, jafnvel þó við sjálf höfum áður greitt af þeim skatt. Enda forsenda allrar skattlagningar í viðskiptum. Í öllu falli stendur eftir að raunveruleg virðisaukning ýmissa eigna dánarbúa, sér í lagi stærri dánarbúa, hefur aldrei verið sköttuð. Sjálfstæðismanninum svarað Niðurstaða fyrri greinar minnar stendur vitanlega óhögguð eins og tölurnar sýna okkar. Lausnir Sjálfstæðisflokksins eru sem fyrr sniðnar að þeim efnameiri. Það verður hver svo að eiga það við sjálfan sig hvort það sé gott eða slæmt. Þórður fer mikinn og langt frá hinu raunverulega viðfangsefni og ræðir böl vinstri manna sem ala tortryggni og standa helst fyrir boðum, bönnum og sköttum. Ekki talaði ég nú fyrir neinu slíku heldur benti einfaldlega á fyrir hverja nýjustu útspil Sjálfstæðismanna eru hugsuð. En ég held að Sjálfstæðismenn mættu fremur líta sér nær áður en þeir saka aðra um að ýta undir tortryggni, enda lykilgerendur í gott sem öllum spillingarmálum Íslandssögunnar og hafa búið svo um að traust í garð stjórnmálamanna er í frostmarki. Þá hafa Sjálfstæðismenn sjálfir þyngt skattbyrði almennra borgara alveg statt og stöðugt síðustu áratugina (nema þeirra efnamestu), fjölgað ráðuneytum og blásið út ríkið auk þess að styðja varla nokkurt einasta frjálslyndismál enda íhaldsflokkur. Sem sagt boð, bönn og aukin skattheimta. Þá má ég einnig til með að benda á að ég er ekki í framboði fyrir Pírata þó Þórður sé viss um að ég sé það, en ég er vissulega í Pírötum. Í grein Þórðar glittir líka hressilega í undirlægjuhátt Sjálfstæðismanna fyrir fjármálaöflum. Ef við myndum feta hér í fótspor Noregs yrði landflótti segir Þórður. Ef við hefðum fetað í fótspor Noregs í auðlindamálum ætti íslenska þjóðin gríðarstóran fjárfestingarsjóð líkt og Norðmenn eiga sinn olíusjóð. Þess í stað eigum við kvótakónga. Blessunarlega á almenningur sér málsvara í BEPS OECD samstarfinu gegn skattaundanskotum stórfyrirtækja sem 145 lönd taka nú þátt í. Blessunarlega er Evrópusambandið að vinna að öflugra kerfi til að tryggja löndum getu til að stýra eigin skattheimtu (BEFIT). Blessunarlega eru alvarlegar umræður meðal helstu skattasérfræðinga heims um eignaskatta á ríkasta lag samfélagsins, enda þjóðfélagshópur sem hefur sínar tekjur ekki í gegnum laun heldur eigna aukningu sem er sjaldnast raungerð til þess að fresta skattlagningu. Blessunarlega er fólk í heiminum sem skilur að skilvirk skattkerfi eru meira en að segja “lækkum skatta” fyrir kosningar en hækka þá svo í raun samhliða frasanum “Ef við gefum ekki undan efnafólki þá fer það” í stað þess að leita raunverulegra lausna. Höfundur er áfram viss í afstöðu sinni gagnvart skattatillögu Sjálfstæðisflokksins
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun