Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. nóvember 2024 15:01 Engjaskóli í Grafarvogi er einn fjögurra skóla þar sem kennarar munu leggja niður störf í janúar. Vísir/Egill Félagsfólk Kennarasambands Íslands í Egilsstaðaskóla, Grundaskóla á Akranesi, Engjaskóla í Reykjavík og Lindaskóla í Kópavogi hefur samþykkt boðun verkfalls í janúar næstkomandi. Yfirgnæfandi meirihluti kennara var hlynntur verkföllum. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef KÍ. Verkföll hefjast í skólunum 6. janúar 2025 og lýkur 31. janúar hafi kjarasamningar ekki náðst fyrir þann tíma. Félagsmenn í Félagi grunnskólakennara og Skólastjórafélagi Íslands sem starfa í skólunum greiddu atvæði um verkfallsboðunina og stóð atkvæðagreiðsla yfir 19. til 21. nóvember. Fram kemur í tilkynningunni að kjörsókn hafi verið á bilinu 96 og 100 prósent og 98 til 100 prósent þeirra sem greiddu atkvæði hafi verið fylgjandi verkfalli. Nú standa yfir verkföll í þremur grunnskólum: Áslandsskóla í Hafnarfirði, Laugalækjarskóla í Reykjavík og Lundarskóla á Akureyri. Verkföllin hófust 29. október og lýkur á morgun, 22. nóvember. Á mánudag taka við verkföll í Garðaskóla í Garðabæ, Árbæjarskóla í Reykjavík og Heiðarskóla í Reykjanesbæ. Verkföllin standa til 20. desember hafi samningar ekki náðst. Þá standa yfir ótímabundin verkföll í Leikskóla Seltjarnarness, leikskólanum Holti í Reykjanesbæ , Drafnarsteini í Reykjavík og Ársölum á Sauðárkróki. Eins stendur yfir verkfall í Fjölbrautaskóla Suðurlands sem hófst 29. október og varir til 20. desember. Þá lagði starfsfólk MR niður störf síðastliðinn mánudag og vara þau verkföll eins til 20. desember. Þá er félagsfólk KÍ í Tónlistarskóla Ísafjarðar í verkfalli sem jafnframt stendur til 20. desember. Samninganefndir kennara annars vegar og ríkis og sveitarfélaga hins vegar funda þriðja daginn í röð hjá ríkissáttasemjara í Karphúsinu. Magnús Þór Jónsson formaður KÍ segir í samtali við fréttastofu að ólíklegt sé að samningar verði undirritaðir í dag en viðræður séu í gangi. Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Tengdar fréttir Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Guðni Th. Jóhannesson fyrrverandi forseti var gestur á hátíðarhöldum á Seltjarnarnesi í dag þar sem haldið var upp á dag mannréttinda barna. Í ræðu sinni ræddi Guðni tengsl sín við Seltjarnarnes og ýmislegt annað. Þá barst einnig í tal verkfall kennara en kennarar í leikskólanum á Seltjarnarnesi hafa verið í ótímabundnu verkfalli frá 29. október. 20. nóvember 2024 21:39 Funda þriðja daginn í röð á morgun Hreyfing er komin á kjaraviðræður kennara og ríkis og sveitarfélaga. Samninganefndir funduðu í Karphúsinu í gær og sátu svo aftur í allan dag á fundi. 20. nóvember 2024 20:47 Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Seðlabankinn býst við að verðbólga verði komin niður í 2,5 prósent árið 2026. Seðlabankastjóri segir þó óvissuþætti í kortunum og hagfræðingur varar við miklum launahækkunum. 20. nóvember 2024 18:59 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef KÍ. Verkföll hefjast í skólunum 6. janúar 2025 og lýkur 31. janúar hafi kjarasamningar ekki náðst fyrir þann tíma. Félagsmenn í Félagi grunnskólakennara og Skólastjórafélagi Íslands sem starfa í skólunum greiddu atvæði um verkfallsboðunina og stóð atkvæðagreiðsla yfir 19. til 21. nóvember. Fram kemur í tilkynningunni að kjörsókn hafi verið á bilinu 96 og 100 prósent og 98 til 100 prósent þeirra sem greiddu atkvæði hafi verið fylgjandi verkfalli. Nú standa yfir verkföll í þremur grunnskólum: Áslandsskóla í Hafnarfirði, Laugalækjarskóla í Reykjavík og Lundarskóla á Akureyri. Verkföllin hófust 29. október og lýkur á morgun, 22. nóvember. Á mánudag taka við verkföll í Garðaskóla í Garðabæ, Árbæjarskóla í Reykjavík og Heiðarskóla í Reykjanesbæ. Verkföllin standa til 20. desember hafi samningar ekki náðst. Þá standa yfir ótímabundin verkföll í Leikskóla Seltjarnarness, leikskólanum Holti í Reykjanesbæ , Drafnarsteini í Reykjavík og Ársölum á Sauðárkróki. Eins stendur yfir verkfall í Fjölbrautaskóla Suðurlands sem hófst 29. október og varir til 20. desember. Þá lagði starfsfólk MR niður störf síðastliðinn mánudag og vara þau verkföll eins til 20. desember. Þá er félagsfólk KÍ í Tónlistarskóla Ísafjarðar í verkfalli sem jafnframt stendur til 20. desember. Samninganefndir kennara annars vegar og ríkis og sveitarfélaga hins vegar funda þriðja daginn í röð hjá ríkissáttasemjara í Karphúsinu. Magnús Þór Jónsson formaður KÍ segir í samtali við fréttastofu að ólíklegt sé að samningar verði undirritaðir í dag en viðræður séu í gangi.
Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Tengdar fréttir Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Guðni Th. Jóhannesson fyrrverandi forseti var gestur á hátíðarhöldum á Seltjarnarnesi í dag þar sem haldið var upp á dag mannréttinda barna. Í ræðu sinni ræddi Guðni tengsl sín við Seltjarnarnes og ýmislegt annað. Þá barst einnig í tal verkfall kennara en kennarar í leikskólanum á Seltjarnarnesi hafa verið í ótímabundnu verkfalli frá 29. október. 20. nóvember 2024 21:39 Funda þriðja daginn í röð á morgun Hreyfing er komin á kjaraviðræður kennara og ríkis og sveitarfélaga. Samninganefndir funduðu í Karphúsinu í gær og sátu svo aftur í allan dag á fundi. 20. nóvember 2024 20:47 Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Seðlabankinn býst við að verðbólga verði komin niður í 2,5 prósent árið 2026. Seðlabankastjóri segir þó óvissuþætti í kortunum og hagfræðingur varar við miklum launahækkunum. 20. nóvember 2024 18:59 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Guðni Th. Jóhannesson fyrrverandi forseti var gestur á hátíðarhöldum á Seltjarnarnesi í dag þar sem haldið var upp á dag mannréttinda barna. Í ræðu sinni ræddi Guðni tengsl sín við Seltjarnarnes og ýmislegt annað. Þá barst einnig í tal verkfall kennara en kennarar í leikskólanum á Seltjarnarnesi hafa verið í ótímabundnu verkfalli frá 29. október. 20. nóvember 2024 21:39
Funda þriðja daginn í röð á morgun Hreyfing er komin á kjaraviðræður kennara og ríkis og sveitarfélaga. Samninganefndir funduðu í Karphúsinu í gær og sátu svo aftur í allan dag á fundi. 20. nóvember 2024 20:47
Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Seðlabankinn býst við að verðbólga verði komin niður í 2,5 prósent árið 2026. Seðlabankastjóri segir þó óvissuþætti í kortunum og hagfræðingur varar við miklum launahækkunum. 20. nóvember 2024 18:59