Skilningsleysi xD og xM á hælisleitendakerfinu Kári Allansson skrifar 20. nóvember 2024 21:01 Undirritaður og formaður Lýðræðisflokksins, Arnar Þór Jónsson, rituðu grein sem birtist á Vísi 27. október síðastliðinn. Bar greinin yfirskriftina Róttækar og tafarlausar umbætur. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér stefnu Lýðræðisflokksins í hælisleitendamálum er bent á að lesa greinina. Þrátt fyrir að höfundar hennar hafi gert sitt besta til að útskýra vandann sem fylgir frjálsri för á EES- og Schengen-svæðunum, virðist það ekki hafa skilað sér til Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins, hvað þá annarra flokka. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra kynnti á dögunum nýja stefnu stjórnvalda um málefni landamæra. Þá ritaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins grein í Morgunblaðið 20. nóvember síðastliðinn þar sem hann útlistaði stefnu sína varðandi hælisleitendakerfið. Hvorki Guðrún né Sigmundur virðast átta sig á því í fyrsta lagi, að eina leiðin til að stöðva straum hælisleitenda er að leggja hæliskerfið alveg niður, en taka eingöngu á móti kvótaflóttamönnum í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu Þjóðanna. Í öðru lagi virðast þau ekki átta sig á því að eina leiðin til að uppræta starfsemi erlendra glæpasamtaka á Íslandi er að taka upp vegabréfsáritanir til landsins fyrir alla útlendinga. Það hefur einnig þann kost að veita yfirsýn yfir fjölda ferðamanna og auðveldara verður að leggja komugjald á þá. Aðeins með vegabréfsáritunum verður framkvæmanlegt að vísa mönnum frá landinu áður en þeir eru komnir inn í það. Allt kapp verður að leggja á að glæpamenn eða fólk sem ekki getur séð fyrir sér sjálft komist ekki inn í landið. Annars verður margfalt erfiðara og tímafrekara að koma þeim úr landinu m.a. vegna tengingar laga um útlendinga við flóttamannasamning Sameinuðu þjóðanna, Dyflinnar-reglugerðina og Schengen-samninginn. Reglur sem hvorki Guðrún né Sigmundur ætla að víkja til hliðar. Tillögur Lýðræðisflokksins fela raunverulega í sér fulla stjórn á landamærunum, en tillögur Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins duga skammt. Eyja í Norður-Atlantshafi á að geta varið landamæri sín gagnvart hinu norræna ástandi sem lögreglumenn hafa nýlega varað við. Ef menn vilja breytingar, þá verða þeir að kjósa breytingar. Gerum Ísland gott aftur! Höfundur er í fyrsta sæti hjá Lýðræðisflokknum í Reykjavík suður og er fyrrverandi lögfræðingur hjá Útlendingastofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Undirritaður og formaður Lýðræðisflokksins, Arnar Þór Jónsson, rituðu grein sem birtist á Vísi 27. október síðastliðinn. Bar greinin yfirskriftina Róttækar og tafarlausar umbætur. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér stefnu Lýðræðisflokksins í hælisleitendamálum er bent á að lesa greinina. Þrátt fyrir að höfundar hennar hafi gert sitt besta til að útskýra vandann sem fylgir frjálsri för á EES- og Schengen-svæðunum, virðist það ekki hafa skilað sér til Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins, hvað þá annarra flokka. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra kynnti á dögunum nýja stefnu stjórnvalda um málefni landamæra. Þá ritaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins grein í Morgunblaðið 20. nóvember síðastliðinn þar sem hann útlistaði stefnu sína varðandi hælisleitendakerfið. Hvorki Guðrún né Sigmundur virðast átta sig á því í fyrsta lagi, að eina leiðin til að stöðva straum hælisleitenda er að leggja hæliskerfið alveg niður, en taka eingöngu á móti kvótaflóttamönnum í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu Þjóðanna. Í öðru lagi virðast þau ekki átta sig á því að eina leiðin til að uppræta starfsemi erlendra glæpasamtaka á Íslandi er að taka upp vegabréfsáritanir til landsins fyrir alla útlendinga. Það hefur einnig þann kost að veita yfirsýn yfir fjölda ferðamanna og auðveldara verður að leggja komugjald á þá. Aðeins með vegabréfsáritunum verður framkvæmanlegt að vísa mönnum frá landinu áður en þeir eru komnir inn í það. Allt kapp verður að leggja á að glæpamenn eða fólk sem ekki getur séð fyrir sér sjálft komist ekki inn í landið. Annars verður margfalt erfiðara og tímafrekara að koma þeim úr landinu m.a. vegna tengingar laga um útlendinga við flóttamannasamning Sameinuðu þjóðanna, Dyflinnar-reglugerðina og Schengen-samninginn. Reglur sem hvorki Guðrún né Sigmundur ætla að víkja til hliðar. Tillögur Lýðræðisflokksins fela raunverulega í sér fulla stjórn á landamærunum, en tillögur Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins duga skammt. Eyja í Norður-Atlantshafi á að geta varið landamæri sín gagnvart hinu norræna ástandi sem lögreglumenn hafa nýlega varað við. Ef menn vilja breytingar, þá verða þeir að kjósa breytingar. Gerum Ísland gott aftur! Höfundur er í fyrsta sæti hjá Lýðræðisflokknum í Reykjavík suður og er fyrrverandi lögfræðingur hjá Útlendingastofnun.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun