Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Kjartan Kjartansson skrifar 20. nóvember 2024 09:42 Kosningaauglýsing Gerards Hutch, leiðtoga Hutch-glæpasamtakanna, í Dyflinni á Írlandi. „Við þurfum breytingar og ég er ykkar maður,“ segir í henni. Vísir/Getty Höfuðpaur skipulagðra glæpasamtaka er á meðal þrettán frambjóðenda sem bítast um fjögur sæti miðborgar Dyflinnar á írska þinginu. Hann var nýlega sýknaður af aðild að morði sem hratt af stað gengjastríði árið 2016. Pascal Donohoe, ráðherra opinberra útgjalda í ríkisstjórn Fine Gael, og Mary Lou McDonald, leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins Sinn Fein keppast um hylli kjósenda í Dyflinni fyrir kosningar sem fara fram 29. nóvember. Á kjörseðlinum með þeim er Gerard „munkurinn“ Hutch sem er talinn höfuðpaur Hutch-glæpasamtakanna sem stundar meðal annars fíkniefnasölu. Hutch var í fyrra sýknaður af aðild að morði á Regency-hótelinu í Dyflinni árið 2016. Gengið var sagt hafa skipulagt árás sex manna á liðsmann Kinehan-glæpagengisins sem var skotinn til bana við vigtun fyrir hnefaleikakeppni. Átján manns voru myrtir til viðbótar í kjölfar morðsins á hótelinu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Glæpaforinginn sagði dagblaðinu Sunday World í gær að hann byði sig fram til þess að einhver talaði máli uppeldishverfis hans. „Við eigum þingmenn þessa stundina en engan málsvara, það er það sem ég heyri á götunum frá fólki og það hefur beðið mig um að fara fram,“ sagði Hutch. Mótframbjóðendur Hutch gefa lítið fyrir skyndilegan áhuga hans á stjórnmálum. Gerry Gannon, þingmaður Sósíaldemókrata, benti á að að Hutch hefði búið á Kanaríeyjum og velmegandi úthverfi Dyflinnar undanfarin ár. „Þetta samfélag glímir við áfall sem nær kynslóðir aftur í tímann. Það verður ekki leyst með fólki sem þykist ætla að verða einhvers konar bjargvættur,“ sagði Gannon. Írland Erlend sakamál Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Pascal Donohoe, ráðherra opinberra útgjalda í ríkisstjórn Fine Gael, og Mary Lou McDonald, leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins Sinn Fein keppast um hylli kjósenda í Dyflinni fyrir kosningar sem fara fram 29. nóvember. Á kjörseðlinum með þeim er Gerard „munkurinn“ Hutch sem er talinn höfuðpaur Hutch-glæpasamtakanna sem stundar meðal annars fíkniefnasölu. Hutch var í fyrra sýknaður af aðild að morði á Regency-hótelinu í Dyflinni árið 2016. Gengið var sagt hafa skipulagt árás sex manna á liðsmann Kinehan-glæpagengisins sem var skotinn til bana við vigtun fyrir hnefaleikakeppni. Átján manns voru myrtir til viðbótar í kjölfar morðsins á hótelinu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Glæpaforinginn sagði dagblaðinu Sunday World í gær að hann byði sig fram til þess að einhver talaði máli uppeldishverfis hans. „Við eigum þingmenn þessa stundina en engan málsvara, það er það sem ég heyri á götunum frá fólki og það hefur beðið mig um að fara fram,“ sagði Hutch. Mótframbjóðendur Hutch gefa lítið fyrir skyndilegan áhuga hans á stjórnmálum. Gerry Gannon, þingmaður Sósíaldemókrata, benti á að að Hutch hefði búið á Kanaríeyjum og velmegandi úthverfi Dyflinnar undanfarin ár. „Þetta samfélag glímir við áfall sem nær kynslóðir aftur í tímann. Það verður ekki leyst með fólki sem þykist ætla að verða einhvers konar bjargvættur,“ sagði Gannon.
Írland Erlend sakamál Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira