Rís upp unga Ísland! Ingólfur Sverrisson skrifar 19. nóvember 2024 11:16 Því hefur löngum verið haldið fram að íslenska krónan sé bráðnauðsynlegt tól í baráttunni gegn verðbólgu og vondum afleiðingum hennar. Með því að hafa hana getum við hækkað vexti upp úr öllu valdi þegar illa árar og kælt hagkerfið niður á viðráðanlegt stig. Gallinn er þó sá að þau vandarhögg lenda aðeins á hluta þjóðarinnar og fyrirtækjum sem hér starfa. Við sem erum skuldlaus og stærri fyrirtæki í útflutningi sleppum hins vegar algjörlega við þjáningarfull svipuhöggin enda þótt verðbólgan sé ekki síður af okkar völdum. Njótum jafnvel hækkandi vaxta í ríkum mæli svo ekki sé talað um fyrirtækin sem fá leyfi til að færa allt sitt í stærri gjaldmiðlum nýta sér þjónustu erlendra banka sem bjóða alltaf sömu lágu vextina. Þannig er krónan okkar notuð til að lemja á unga fólkinu ásamt minni og meðalstórum fyrirtækjum sem eru læst inni í krónuhagkerfinu. Úr verða tveir hópar á okkar kæra landi og þar á meðal unga fólkið sem situr alltaf í súpunni með vaxtavöndinn sífellt lemjandi á bökum sér þegar þau í örvæntingu reyna að koma yfir sig þaki. Á sama tíma sleppum við hin skuldlausu við vaxtavöndinn og brosum sum hver góðlátlega að þeirri barnalegu trú að krónan sé bæði til marks um sjálfstæði þjóðarinnar og björgunartæki þegar á mót blæs. Samt sem áður er ekki vitað um nokkurt einasta íslenskt fyrirtæki, sem nýtir sér kosti stærri gjaldmiðla í rekstri sínum, sem kærir sig um að færa sig aftur yfir í krónuhagkerfið. Slík fyrirtæki væru tæpast talin með öllum mjalla enda lifa þau við mun betri aðstæður hvað varðar lánskjör til uppbyggingar og rekstur frá degi til dags. Þetta ætti að vera umfjöllunefni allra stjórnmálamanna okkar nú fyrir kosningar þegar þeir eru að ræða við háttvirta kjósendur. En um þessa hrikalegu mismunun þegja þeir flestir þunnu hljóði. Láta eins og krónan sé ósnertanleg og hluti þjóðarinnar verði bara að þjást hennar vegna. Hún er og verði táknmynd sjálfstæðrar þjóðar ásamt því að vera refsivöndur gagnvart hluta sömu þjóðar. Það sem vekur þó enn meiri furðu er að unga fólkið skuli ekki rísa upp og krefjast þess nú í kosningabaráttunni að fá skýr svör um að þessu verði breytt og tekin upp alþjóðlegur gjaldmiðill sem gildir fyrir alla landsmenn en ekki bara útvalinn hóp. Á meðan það er ekki gert verður unga fólk nútímans og framtíðarinnar áfram í þessari spennitreyju krónunnar enda þótt þetta sé allt einasta kerfisvandi sem auðveldlega er hægt að færa til betri vegar ef pólitískur vilji er fyrir hendi. Ljóst er að slíkur vilji nær því aðeins fram að ganga að unga fólkið sjálft rísi upp og krefjist réttlætis í þessu þýðingarmikla málefni. Nú er mikið talað um hvað ungt fólk á framhaldsskólastigi glími við víðtæk og alvarleg félagsleg og geðræn vandamál. Stjórnmálamenn taka undir það og segjast vilja gera allt til að bæta úr. En þegar þetta sama unga fólk fer að stofna heimili fær það fyrst að finna til tevatnsins og því harðlega refsað fyrir verðbólgu sem það á enga sök á. Þá þegja þessir sömu stjórnmálamenn og þykjast ekkert geta gert, þetta sé bara svona! Því segi ég fjörgamall maðurinn: Rís upp unga Ísland og krefjist réttar ykkar. Eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska krónan Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Því hefur löngum verið haldið fram að íslenska krónan sé bráðnauðsynlegt tól í baráttunni gegn verðbólgu og vondum afleiðingum hennar. Með því að hafa hana getum við hækkað vexti upp úr öllu valdi þegar illa árar og kælt hagkerfið niður á viðráðanlegt stig. Gallinn er þó sá að þau vandarhögg lenda aðeins á hluta þjóðarinnar og fyrirtækjum sem hér starfa. Við sem erum skuldlaus og stærri fyrirtæki í útflutningi sleppum hins vegar algjörlega við þjáningarfull svipuhöggin enda þótt verðbólgan sé ekki síður af okkar völdum. Njótum jafnvel hækkandi vaxta í ríkum mæli svo ekki sé talað um fyrirtækin sem fá leyfi til að færa allt sitt í stærri gjaldmiðlum nýta sér þjónustu erlendra banka sem bjóða alltaf sömu lágu vextina. Þannig er krónan okkar notuð til að lemja á unga fólkinu ásamt minni og meðalstórum fyrirtækjum sem eru læst inni í krónuhagkerfinu. Úr verða tveir hópar á okkar kæra landi og þar á meðal unga fólkið sem situr alltaf í súpunni með vaxtavöndinn sífellt lemjandi á bökum sér þegar þau í örvæntingu reyna að koma yfir sig þaki. Á sama tíma sleppum við hin skuldlausu við vaxtavöndinn og brosum sum hver góðlátlega að þeirri barnalegu trú að krónan sé bæði til marks um sjálfstæði þjóðarinnar og björgunartæki þegar á mót blæs. Samt sem áður er ekki vitað um nokkurt einasta íslenskt fyrirtæki, sem nýtir sér kosti stærri gjaldmiðla í rekstri sínum, sem kærir sig um að færa sig aftur yfir í krónuhagkerfið. Slík fyrirtæki væru tæpast talin með öllum mjalla enda lifa þau við mun betri aðstæður hvað varðar lánskjör til uppbyggingar og rekstur frá degi til dags. Þetta ætti að vera umfjöllunefni allra stjórnmálamanna okkar nú fyrir kosningar þegar þeir eru að ræða við háttvirta kjósendur. En um þessa hrikalegu mismunun þegja þeir flestir þunnu hljóði. Láta eins og krónan sé ósnertanleg og hluti þjóðarinnar verði bara að þjást hennar vegna. Hún er og verði táknmynd sjálfstæðrar þjóðar ásamt því að vera refsivöndur gagnvart hluta sömu þjóðar. Það sem vekur þó enn meiri furðu er að unga fólkið skuli ekki rísa upp og krefjast þess nú í kosningabaráttunni að fá skýr svör um að þessu verði breytt og tekin upp alþjóðlegur gjaldmiðill sem gildir fyrir alla landsmenn en ekki bara útvalinn hóp. Á meðan það er ekki gert verður unga fólk nútímans og framtíðarinnar áfram í þessari spennitreyju krónunnar enda þótt þetta sé allt einasta kerfisvandi sem auðveldlega er hægt að færa til betri vegar ef pólitískur vilji er fyrir hendi. Ljóst er að slíkur vilji nær því aðeins fram að ganga að unga fólkið sjálft rísi upp og krefjist réttlætis í þessu þýðingarmikla málefni. Nú er mikið talað um hvað ungt fólk á framhaldsskólastigi glími við víðtæk og alvarleg félagsleg og geðræn vandamál. Stjórnmálamenn taka undir það og segjast vilja gera allt til að bæta úr. En þegar þetta sama unga fólk fer að stofna heimili fær það fyrst að finna til tevatnsins og því harðlega refsað fyrir verðbólgu sem það á enga sök á. Þá þegja þessir sömu stjórnmálamenn og þykjast ekkert geta gert, þetta sé bara svona! Því segi ég fjörgamall maðurinn: Rís upp unga Ísland og krefjist réttar ykkar. Eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun