Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Sindri Sverrisson skrifar 18. nóvember 2024 11:28 Rodrigo Bentancur og Son Heung-Min eru liðsfélagar hjá Tottenham og Son segir hin rasísku ummæli Bentancur engu breyta um þeirra samband. Getty/Charlotte Wilson Enska knattspyrnusambandið hefur nú úrskurðað Rodrigo Bentancur, miðjumann Tottenham í sjö leikja bann vegna rasískra ummæla í garð liðsfélaga hans og fyrirliða Tottenham, Son Heung-min. Bentancur, sem er Úrúgvæi, var einnig sektaður um 100.000 pund eða rúmlega sautján milljónir króna, vegna málsins. Bentancur viðhafði ummælin á úrúgvæskri sjónvarpsstöð í júní, þegar stjórnandi þáttarins bað hann um Tottenham-treyju: „Sonnys? Það gæti reyndar verið frændi Sonnys því þeir líta allir eins út,“ sagði Bentancur. Hann baðst í kjölfarið afsökunar, í færslu á Instagram, og sagði ummæli sín vera „slæman brandara“. Þessi „slæmi brandari“ hefur nú orðið til þess að hinn 27 ára Bentancur spilar ekki með Tottenham í enska boltanum fyrr en í fyrsta lagi um jólin. Hann missir af leikjum við Manchester City, Liverpool og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni, og við Manchester United í 8-liða úrslitum enska deildabikarsins. Bentancur má hins vegar spila leiki Tottenham í Evrópudeildinni. Hann hefur spilað fimmtán leiki með Tottenham á leiktíðinni og skoraði sitt fyrsta mark í síðasta leik, í 2-1 tapinu gegn Ipswich. 🚨⛔️ Rodrigo Bentancur has been given a 7 game ban for using a racial slur about Son!Plus a £100,000 fine for a breach of FA Rule E3 in relation to a media interview.He can still play in the Europa League for Tottenham — NO domestic games allowed. pic.twitter.com/yWV65x8goS— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 18, 2024 Samtökin Kick it Out, sem berjast gegn kynþáttaníði, hafa áður sagt að fjöldi kvartana hafi borist vegna rasískra ummæla Bentancurs, og að þau sýni útbreiddan vanda sem beinist gegn Austur-Asíu. Son hefur sjálfur sagt að allt sé í góðu á milli sín og Bentancur. „Ég er búinn að tala við Lolo,“ sagði Son í júní. „Hann gerði mistök, veit af því og hefur beðist afsökunar.“ „Lolo myndi aldrei viljandi segja eitthvað niðrandi. Við erum bræður og það hefur ekkert breyst. Við erum komnir yfir þetta, sameinaðir, og munum berjast saman fyrir félagið okkar sem einn maður,“ sagði Son. Enski boltinn Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fleiri fréttir Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Sjá meira
Bentancur, sem er Úrúgvæi, var einnig sektaður um 100.000 pund eða rúmlega sautján milljónir króna, vegna málsins. Bentancur viðhafði ummælin á úrúgvæskri sjónvarpsstöð í júní, þegar stjórnandi þáttarins bað hann um Tottenham-treyju: „Sonnys? Það gæti reyndar verið frændi Sonnys því þeir líta allir eins út,“ sagði Bentancur. Hann baðst í kjölfarið afsökunar, í færslu á Instagram, og sagði ummæli sín vera „slæman brandara“. Þessi „slæmi brandari“ hefur nú orðið til þess að hinn 27 ára Bentancur spilar ekki með Tottenham í enska boltanum fyrr en í fyrsta lagi um jólin. Hann missir af leikjum við Manchester City, Liverpool og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni, og við Manchester United í 8-liða úrslitum enska deildabikarsins. Bentancur má hins vegar spila leiki Tottenham í Evrópudeildinni. Hann hefur spilað fimmtán leiki með Tottenham á leiktíðinni og skoraði sitt fyrsta mark í síðasta leik, í 2-1 tapinu gegn Ipswich. 🚨⛔️ Rodrigo Bentancur has been given a 7 game ban for using a racial slur about Son!Plus a £100,000 fine for a breach of FA Rule E3 in relation to a media interview.He can still play in the Europa League for Tottenham — NO domestic games allowed. pic.twitter.com/yWV65x8goS— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 18, 2024 Samtökin Kick it Out, sem berjast gegn kynþáttaníði, hafa áður sagt að fjöldi kvartana hafi borist vegna rasískra ummæla Bentancurs, og að þau sýni útbreiddan vanda sem beinist gegn Austur-Asíu. Son hefur sjálfur sagt að allt sé í góðu á milli sín og Bentancur. „Ég er búinn að tala við Lolo,“ sagði Son í júní. „Hann gerði mistök, veit af því og hefur beðist afsökunar.“ „Lolo myndi aldrei viljandi segja eitthvað niðrandi. Við erum bræður og það hefur ekkert breyst. Við erum komnir yfir þetta, sameinaðir, og munum berjast saman fyrir félagið okkar sem einn maður,“ sagði Son.
Enski boltinn Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fleiri fréttir Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Sjá meira