Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar 18. nóvember 2024 07:00 Ef þú ert með kvíða eða þunglyndi sem hamlar lífsgæði þín að einhverju leyti og hefur þau áhrif að hið daglega líf þitt sem einu sinni var gott er nú í einhverskonar óreiðu eða er að falla að einhverju leyti úr skorðum að þá fellur þú undir það hugtak að vera með og kljást við geðsjúkdóm/geðröskun. Stór hluti þjóðarinnar notar gríðarlegt magn af bæði þunglyndislyfjum og kvíðalyfjum. Einnig hefur verið þreföld aukning í notkun ADHD lyfja alveg frá árinu 2001. Það má því réttilega segja að Íslendingar slá met í notkun ADHD lyfja af öllum Norðurlanda þjóðunum og einnig notkun þunglyndis og kvíðalyfja. Notkun þunglyndislyfja er t.d. sú mesta meðal OWCD-landanna og hefur aukist um þriðjung síðustu tvo áratugi: https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-07-06-notkun-thunglyndislyfja-aukist-um-thridjung-sidustu-tvo-aratugi-417183 Og eins er með kvíðalyf. Hægt er að sjá tölfræðina á síðu heilsuvera.is/síðu landlæknisembættisins. Margir halda að þegar rætt er um geðsjúkdóma eða geðraskanir að þá sé einungis átt við geðsjúkdóma eins og geðklofa eða geðhvarfasýki. En aðrar persónuleikaraskanir eins og þunglyndi, kvíði, ofvirkni og athyglisbrestur og ADHD falla einnig undir hugtakið geðröskun. Misnotkun á fíkniefnum og áfengi getur einnig leitt til ýmissa geðkvilla. Til að mynda getur leitt mikil langtíma notkun af grasi til geðhvarfasýki og einnig einkenni geðklofa. Sumir þjást af mjög alvarlegum geðkvillum og þurfa að koma inn á geðdeildir í lengri eða styttri tíma, en í mörgum tilvikum leitar fólk til heimilislæknis síns sér til aðstoðar sem nær að einhverju leyti að koma einstaklingnum í jafnvægi með "jafnvægislyfjum" vegna til að mynda þunglyndi og kvíða. Það er mikið af fordómum í samfélaginu þegar fólk heyrir hugtakið geðröskun eða geðveiki. Einstaklingurinn reynir þá að fela það en í dag sem betur fer eru hlutirnir öðruvísi og telur greinarhöfundur að það sé vegna þess að almenningur hefur gert sér grein fyrir því hvað geðröskun raunverulega er. Eitthvað sem allir kljást við í minni eða stærri mæli yfir lífið. Dæmi um geðraskanir eru til að mynda: Kvíði, ofsakvíði (felmtunröskun), þunglyndi, athyglisbrestur og ofvirkni, áráttu og þráhyggjuröskun, ofsahræðsla, ADHD, persónuleikaraskanir, geðhvarfasýki og síðan geðklofi svo fátt sé nefnt. Þegar talað er um geðlæknisfræðina að þá hefur oft verið talað um hana sem gervivísindi af því að allir þessir sjúkdómar eða frekar einkenni eru á einhverju rófi sem er ekki hægt að festa fast. Við t.d. erum með klukku sem mælir tíma jafnt og örugglega en geðröskun eins og kvíði og þunglyndi getur verið misjafn hjá fólki og farið upp og niður ásamt öðrum einkennum. Hann getur komið í svokölluðum köstum en er ekki eitthvað fast í hendi eins og allt annað sem hægt er að mæla eins og lengd og hæð. Það er því með án efa hægt að segja að þú sért með geðsjúkdóm ef líf þitt fer úr skorðum vegna einhvers að ofangreindum sjúkdómum. Einnig ef þú getur ekki fyllt reglum samfélagsins (andfélagslegur) eða ert einfaldlega ekki í almennu jafnvægi. Því má segja réttilega að ALLIR þjást af geðsjúkdómi einhvern hluta af ævinni eða jafnvel allt sitt líf. Þannig þeir sem dæma aðra ættu að líta í eigin barm. Heilinn eða miðtaugakerfið er flókið fyrirbæri sem læknar eiga erfitt með að rannsaka til fulls. Hann er með milljónir taugabrauta og þessar brautir hafa mismunandi virkni á svæði í heilanum og gefa frá sér mismunandi efni og efnaskipti eins og seratónín og dópamín sem hefur áhrif á hugsun og hegðun. Þannig að geðröskun eða geðveiki er fyrst og fremst líkamlegur sjúkdómur (heilasjúkdómur) og því ,,orsök vandans" og andlega hliðin er því ,,afleiðingin" af mismunandi virkni heilans. Þanni allir Íslendingar og allir jarðarbúar ef út í það er farið sitja því í sama báti þegar kemur að geðröskunum eða geðveiki. Spurningin er bara hve lengi þú ert í bátnum. Stutt tímabil yfir ævina eða alla ævina. Höfundur er eilífðarstúdent. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ef þú ert með kvíða eða þunglyndi sem hamlar lífsgæði þín að einhverju leyti og hefur þau áhrif að hið daglega líf þitt sem einu sinni var gott er nú í einhverskonar óreiðu eða er að falla að einhverju leyti úr skorðum að þá fellur þú undir það hugtak að vera með og kljást við geðsjúkdóm/geðröskun. Stór hluti þjóðarinnar notar gríðarlegt magn af bæði þunglyndislyfjum og kvíðalyfjum. Einnig hefur verið þreföld aukning í notkun ADHD lyfja alveg frá árinu 2001. Það má því réttilega segja að Íslendingar slá met í notkun ADHD lyfja af öllum Norðurlanda þjóðunum og einnig notkun þunglyndis og kvíðalyfja. Notkun þunglyndislyfja er t.d. sú mesta meðal OWCD-landanna og hefur aukist um þriðjung síðustu tvo áratugi: https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-07-06-notkun-thunglyndislyfja-aukist-um-thridjung-sidustu-tvo-aratugi-417183 Og eins er með kvíðalyf. Hægt er að sjá tölfræðina á síðu heilsuvera.is/síðu landlæknisembættisins. Margir halda að þegar rætt er um geðsjúkdóma eða geðraskanir að þá sé einungis átt við geðsjúkdóma eins og geðklofa eða geðhvarfasýki. En aðrar persónuleikaraskanir eins og þunglyndi, kvíði, ofvirkni og athyglisbrestur og ADHD falla einnig undir hugtakið geðröskun. Misnotkun á fíkniefnum og áfengi getur einnig leitt til ýmissa geðkvilla. Til að mynda getur leitt mikil langtíma notkun af grasi til geðhvarfasýki og einnig einkenni geðklofa. Sumir þjást af mjög alvarlegum geðkvillum og þurfa að koma inn á geðdeildir í lengri eða styttri tíma, en í mörgum tilvikum leitar fólk til heimilislæknis síns sér til aðstoðar sem nær að einhverju leyti að koma einstaklingnum í jafnvægi með "jafnvægislyfjum" vegna til að mynda þunglyndi og kvíða. Það er mikið af fordómum í samfélaginu þegar fólk heyrir hugtakið geðröskun eða geðveiki. Einstaklingurinn reynir þá að fela það en í dag sem betur fer eru hlutirnir öðruvísi og telur greinarhöfundur að það sé vegna þess að almenningur hefur gert sér grein fyrir því hvað geðröskun raunverulega er. Eitthvað sem allir kljást við í minni eða stærri mæli yfir lífið. Dæmi um geðraskanir eru til að mynda: Kvíði, ofsakvíði (felmtunröskun), þunglyndi, athyglisbrestur og ofvirkni, áráttu og þráhyggjuröskun, ofsahræðsla, ADHD, persónuleikaraskanir, geðhvarfasýki og síðan geðklofi svo fátt sé nefnt. Þegar talað er um geðlæknisfræðina að þá hefur oft verið talað um hana sem gervivísindi af því að allir þessir sjúkdómar eða frekar einkenni eru á einhverju rófi sem er ekki hægt að festa fast. Við t.d. erum með klukku sem mælir tíma jafnt og örugglega en geðröskun eins og kvíði og þunglyndi getur verið misjafn hjá fólki og farið upp og niður ásamt öðrum einkennum. Hann getur komið í svokölluðum köstum en er ekki eitthvað fast í hendi eins og allt annað sem hægt er að mæla eins og lengd og hæð. Það er því með án efa hægt að segja að þú sért með geðsjúkdóm ef líf þitt fer úr skorðum vegna einhvers að ofangreindum sjúkdómum. Einnig ef þú getur ekki fyllt reglum samfélagsins (andfélagslegur) eða ert einfaldlega ekki í almennu jafnvægi. Því má segja réttilega að ALLIR þjást af geðsjúkdómi einhvern hluta af ævinni eða jafnvel allt sitt líf. Þannig þeir sem dæma aðra ættu að líta í eigin barm. Heilinn eða miðtaugakerfið er flókið fyrirbæri sem læknar eiga erfitt með að rannsaka til fulls. Hann er með milljónir taugabrauta og þessar brautir hafa mismunandi virkni á svæði í heilanum og gefa frá sér mismunandi efni og efnaskipti eins og seratónín og dópamín sem hefur áhrif á hugsun og hegðun. Þannig að geðröskun eða geðveiki er fyrst og fremst líkamlegur sjúkdómur (heilasjúkdómur) og því ,,orsök vandans" og andlega hliðin er því ,,afleiðingin" af mismunandi virkni heilans. Þanni allir Íslendingar og allir jarðarbúar ef út í það er farið sitja því í sama báti þegar kemur að geðröskunum eða geðveiki. Spurningin er bara hve lengi þú ert í bátnum. Stutt tímabil yfir ævina eða alla ævina. Höfundur er eilífðarstúdent.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar