Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Sindri Sverrisson skrifar 18. nóvember 2024 07:32 Geovany Quenda er búinn að vinna sig inn í portúgalska landsliðshópinn, aðeins 17 ára gamall, eftir að hafa spilað vel með Sporting Lissabon í haust. Getty/Gualter Fatia Hinn 17 ára gamli Geovany Quenda gæti átt eftir að fylgja á eftir stjóranum Rúben Amorim frá Sporting Lissabon til Manchester United, næsta sumar. Portúgalski miðillinn A Bola greinir frá því að United sæki það fast að tryggja sér Quenda og að fyrsta tilboð gæti hljóðað upp á 40 milljónir evra, eða 5,8 milljarða króna. Amorim hleypti Quenda inn í lið Sporting á þessari leiktíð og þessi ungi kantmaður hefur gripið tækifærið og spilað flesta leiki, bæði í portúgölsku deildinni og Meistaradeild Evrópu. Hann vann sig inn í A-landsliðshóp Portúgals og gæti mögulega fengið fyrsta A-landsleikinn í kvöld þegar Portúgal mætir Króatíu á útivelli í Þjóðadeildinni. Geovany Quenda could become the youngest ever play to play for Portugal on Monday.If the winger plays against Croatia, he will beat the previous record, held by Paulo Futre, by 3 days. pic.twitter.com/Q1I7Enpv11— All Things Alvalade (@ATAlvalade) November 17, 2024 A Bola segir að United hafi verið búið að setja sig í samband við Sporting vegna Quenda áður en félagið keypti stjóra portúgalska félagsins, sem um næstu helgi stýrir United í fyrsta sinn þegar liðið mætir Ipswich á útivelli. Amorim hefur hins vegar sagt að hann muni ekki sækja neina leikmenn frá Sporting í janúarglugganum, en bætti við að hann vissi ekki hvað myndi gerast næsta sumar. Þau orð hafa meira verið tengd við Svíann eftirsótta Viktor Gyökeres en virðast einnig eiga við Quenda, enda verður hann ekki 18 ára fyrr en 30. apríl á næsta ári. View this post on Instagram A post shared by Geovany Quenda (@gquenda07) United vill hins vegar tryggja það sem fyrst að Quenda spili fyrir enska félagið en það mun kosta sitt. Ungstirnið skrifaði undir nýjan samning við Sporting í september, með gildistíma fram til 2027, og kaupklásúlan í samningnum fór úr því að vera 45 milljónir evra í að það kostaði 100 milljónir evra að losa Quenda undan samningi. United hefur ekki í hyggju að greiða svo háa upphæð og eins og fyrr segir kemur fram í frétt A Bola að fyrstu tilraunir enska félagsins gætu verið um 40 milljóna evru tilboð. Amorim tók Quenda inn í aðalhóp Sporting á undirbúningstímabilinu í sumar til að sjá hvernig hann myndi spjara sig. Táningurinn „var betri en maður bjóst við“ sagði Amorim sem treysti Quenda fyrir hægri kantmannsstöðunni bæði í portúgölsku deildinni og Meistaradeild Evrópu, og gæti mögulega átt eftir að gera það hjá United einnig. Enski boltinn Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Breiðablik - Fortuna | Blikar sparka Evrópubikarnum af stað Fótbolti Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Fleiri fréttir Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Sjá meira
Portúgalski miðillinn A Bola greinir frá því að United sæki það fast að tryggja sér Quenda og að fyrsta tilboð gæti hljóðað upp á 40 milljónir evra, eða 5,8 milljarða króna. Amorim hleypti Quenda inn í lið Sporting á þessari leiktíð og þessi ungi kantmaður hefur gripið tækifærið og spilað flesta leiki, bæði í portúgölsku deildinni og Meistaradeild Evrópu. Hann vann sig inn í A-landsliðshóp Portúgals og gæti mögulega fengið fyrsta A-landsleikinn í kvöld þegar Portúgal mætir Króatíu á útivelli í Þjóðadeildinni. Geovany Quenda could become the youngest ever play to play for Portugal on Monday.If the winger plays against Croatia, he will beat the previous record, held by Paulo Futre, by 3 days. pic.twitter.com/Q1I7Enpv11— All Things Alvalade (@ATAlvalade) November 17, 2024 A Bola segir að United hafi verið búið að setja sig í samband við Sporting vegna Quenda áður en félagið keypti stjóra portúgalska félagsins, sem um næstu helgi stýrir United í fyrsta sinn þegar liðið mætir Ipswich á útivelli. Amorim hefur hins vegar sagt að hann muni ekki sækja neina leikmenn frá Sporting í janúarglugganum, en bætti við að hann vissi ekki hvað myndi gerast næsta sumar. Þau orð hafa meira verið tengd við Svíann eftirsótta Viktor Gyökeres en virðast einnig eiga við Quenda, enda verður hann ekki 18 ára fyrr en 30. apríl á næsta ári. View this post on Instagram A post shared by Geovany Quenda (@gquenda07) United vill hins vegar tryggja það sem fyrst að Quenda spili fyrir enska félagið en það mun kosta sitt. Ungstirnið skrifaði undir nýjan samning við Sporting í september, með gildistíma fram til 2027, og kaupklásúlan í samningnum fór úr því að vera 45 milljónir evra í að það kostaði 100 milljónir evra að losa Quenda undan samningi. United hefur ekki í hyggju að greiða svo háa upphæð og eins og fyrr segir kemur fram í frétt A Bola að fyrstu tilraunir enska félagsins gætu verið um 40 milljóna evru tilboð. Amorim tók Quenda inn í aðalhóp Sporting á undirbúningstímabilinu í sumar til að sjá hvernig hann myndi spjara sig. Táningurinn „var betri en maður bjóst við“ sagði Amorim sem treysti Quenda fyrir hægri kantmannsstöðunni bæði í portúgölsku deildinni og Meistaradeild Evrópu, og gæti mögulega átt eftir að gera það hjá United einnig.
Enski boltinn Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Breiðablik - Fortuna | Blikar sparka Evrópubikarnum af stað Fótbolti Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Fleiri fréttir Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Sjá meira